13.7.2007 | 10:28
Innganga í ESB lækkar matvælaverð
Það vekur athygli að Evrópulöndin með hæsta matarverðið eru þau lönd sem standa utan Evrópusambandsins, en það er engin tilviljun. Við inngöngu í ESB verða löndin að fella niður tolla og gjöld á matvæli sem er sá þáttur sem útskýrir að mestu þennan mikla verðmun á matvælum hér á Íslandi og Noregi annarsvegar og Danmörku og Svíþjóð hinsvegar. Við inngöngu í ESB þyrfti Íslenska ríkið að fella niður alla tolla á matvælum frá Evrópu, sem þýðir að matvælaverð hér yrði svipað og í Danmörku og Svíþjóð.
Eitt af stóru átakamálunum í síðustu kosningarbaráttu hér á Íslandi stefndi einmitt í að vera matvælaverðið, þangað til fyrrverandi ríkistjórn Ísland ákvað að ráðast í breytingar á virðisaukaskattskerfinu til að ná fram einhverjum lækkunum á matarverði. Það er hinsvegar ljóst miðað við tölurnar frá Hagstofu Íslands að þær breytingar ná aðeins að setja okkur í flokk með Noregi, en ekki þeim löndum sem við viljum líkjast í matarverði. Niðurfelling tolla á matvöru á Íslandi væri aðgerð sem væri erfitt að ná pólitískri samstöðu um, og því telja margir að eina leiðin til að lækka matarverð til frambúðar hér á Íslandi sé með því að ganga í Evrópusambandið.
Matvæli dýrust á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Sáu menn þáttinn í ríkissjónvarpinu um Nýfundnaland og þróun mála þar eftir þeir ákváðu að verða hluti af Kanada á sama tíma við fengum Sjálfstæði. Þeir eru mikið ríkari af auðlindum en við (olía fiskur málmar) en dag er þar hörmungar ástand, 30% atvinnuleysi.
þeir fá senda ölmusutékka frá Kanada og njóta í engu þeirra auðlinda sem þeir búa yfir allt flutt inn ódýrt en sjálfsmyndin ónýt.
Kanadastjórn lítur á þá sem útjaðars rassgat og eru búnir eyðileggja fiskimiðin þeirra í mikilvægari milliríkjaviðskiptum við Spánverja og aðra.
Evrópulöndin öll eru fyrst og fremst iðnaðar og þjónustulönd en búa yfir litlum náttúrulegum auðlindum en ísland og Noregur búa yfir hluta af þeim auðlindum sem Evrópa þarfnast og gerir hér raun byggilegt
Hvernig væri ástandið á íslandi ef hér væri ekki fiskur og orka eða þær auðlindir nýttar án okkar aðkomu samanber Nýfundnaland
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 15.7.2007 kl. 00:45
Gunnar: Það er ekkert skylt með því að ganga inn í ESB og sameinast Kanada. Evrópusambandið er samstarf sjálfstæðra og fullvalda landa. Það er bara bull að reyna líkja þessu saman, sem þú gerir samt aftur og aftur með nokkra vikna millibili.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 15.7.2007 kl. 10:58
Ok ef Jónas ef þetta er samstarf fullvalda þjóða þá verður þú að útskýra eftirfarandi:
Afhverju þarf svona samband á þingi að halda, stjórnarskrá og ráðherra liði sem verður hafið yfir þjóðþing lands sambandsins?
Síðan myndi ég vilja að þú myndir benda hvernig hægt sé að hætta í ESB. Ef þetta er svona gott og við eigum að ganga í ESB þá hljótum við að geta hætt í ESB ef okkur snýst svo hugur. Ef það er enginn útgönguleið þá er innganga í ESB afnám sjálfstæðis.
Síðan í þriðja lagi. Ef þetta eru sjálfstæðar og fullvalda þjóðir ættu þá ekki atkvæði hverrar þjóðar að gilda jafnmikið? Því allt um íbúafjölda og þingmenn minnir óneytanlega á kjördæmisskipan hér á Íslandi. Er ESB of fjöldi þingmanna eftir íbúafjölda bara kjördæmisskipan?
Fannar frá Rifi, 17.7.2007 kl. 01:42
Fínar spurningar Fannar. Þar sem Evrópusambandið setur lög og býr til lagarammann fyrir aðildarlöndin, þá þarf auðvitað að vera þing og ráðherrar. Þetta þing er samt langt frá því að vera jafn valdamikið og þjóðþing hvers lands, sem sjá um að setja lögin í hverju landi fyrir sig og ákveða hvernig þau vilja spila innan sameiginlegs lagaramma Evrópusambandins. Mæli með því að lesa; http://www.hi.is/~eirikurb/lydraediogesb.htm til glöggva sig betur á þinginu, ráðherraráðinu og hvernig stjórninni er þar háttað.
.
Sáttmálinn sem nefndur er Stjórnarskrá ESB er í raun alveg eins og hver annar sáttmáli sambandins, og hefur í raun enga grundvallarbreytingu á eðli og starfsemi Evrópusambandsins. Það sem gerir hana samt frábrugða öðrum sáttamálum er að þar er útlistað hvernig hægt er að ganga úr ESB, þannig að það er til vel skilgreind útgönguleið úr sambandinu - þannig að þú þarft ekki að óttast sjálfstæðið.
.
Evrópuþingmenn eru ekki eins og þingmenn hér þar sem Evrópuþingið virkar alls ekki eins. Það eru ekki búin til lög af frumkvæði Evrópuþingsins og það gegnir í raun meira eftirlitshlutverki en annað (en það fær meiri völd ef stjórnarskráin verður samþykkt). Það er ráðherraráðið sem er í raun valdamesta stofnun Evrópusambandins, og þar fá allar þjóðir sinn ráðherra. Í dag tökum við á Íslandi upp 80% þeirra lagareglna ESB sem Svíum er gert að innleiða, en samt erum við ekki að kvarta mikið yfir lýðræðishallanum. Það er því ljóst að þegar við fáum rödd í ESB, þá mun lýðræðishallinn minnka til muna.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 17.7.2007 kl. 12:40
En þú svarar ekki með það hvernig á að ganga úr ESB? Er hægt að hætta í ESB? Ef það er hægt að hætti í ESB hvernig er það hægt?
Fannar frá Rifi, 17.7.2007 kl. 12:43
Auðvitað er hægt að segja sig úr ESB. Hingað til hefur aðeins Grænland gengið úr ESB, en það er ekki skilgreint formlega fyrr en í stjórnarskránni hvernig því er háttað - sem er þá gert með sérstökum úrsagnarsamningi.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 17.7.2007 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.