Leita í fréttum mbl.is

Innganga í ESB lækkar matvælaverð

Það vekur athygli að Evrópulöndin með hæsta matarverðið eru þau lönd sem standa utan Evrópusambandsins, en það er engin tilviljun. Við inngöngu í ESB verða löndin að fella niður tolla og gjöld á matvæli sem er sá þáttur sem útskýrir að mestu þennan mikla verðmun á matvælum hér á Íslandi og Noregi annarsvegar og Danmörku og Svíþjóð hinsvegar. Við inngöngu í ESB þyrfti Íslenska ríkið að fella niður alla tolla á matvælum frá Evrópu, sem þýðir að matvælaverð hér yrði svipað og í Danmörku og Svíþjóð.

Eitt af stóru átakamálunum í síðustu kosningarbaráttu hér á Íslandi stefndi einmitt í að vera matvælaverðið, þangað til fyrrverandi ríkistjórn Ísland ákvað að ráðast í breytingar á virðisaukaskattskerfinu til að ná fram einhverjum lækkunum á matarverði. Það er hinsvegar ljóst miðað við tölurnar frá Hagstofu Íslands að þær breytingar ná aðeins að setja okkur í flokk með Noregi, en ekki þeim löndum sem við viljum líkjast í matarverði. Niðurfelling tolla á matvöru á Íslandi væri aðgerð sem væri erfitt að ná pólitískri samstöðu um, og því telja margir að eina leiðin til að lækka matarverð til frambúðar hér á Íslandi sé með því að ganga í Evrópusambandið.


mbl.is Matvæli dýrust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Sáu menn þáttinn í ríkissjónvarpinu um Nýfundnaland og þróun mála þar eftir þeir ákváðu að verða hluti af Kanada á sama tíma við fengum Sjálfstæði.  Þeir eru mikið ríkari af auðlindum en við (olía fiskur málmar) en dag er þar hörmungar ástand, 30% atvinnuleysi.

þeir fá senda ölmusutékka frá Kanada  og njóta í engu þeirra auðlinda sem þeir búa yfir allt flutt inn ódýrt en sjálfsmyndin ónýt.

Kanadastjórn lítur á þá sem útjaðars rassgat og eru búnir eyðileggja fiskimiðin þeirra í mikilvægari milliríkjaviðskiptum við Spánverja og aðra.

Evrópulöndin öll eru fyrst og fremst iðnaðar og þjónustulönd en búa yfir litlum náttúrulegum auðlindum en ísland og Noregur búa yfir hluta af þeim auðlindum sem Evrópa þarfnast og gerir hér raun byggilegt

Hvernig væri ástandið á íslandi ef hér væri ekki fiskur og orka eða þær auðlindir nýttar  án okkar aðkomu samanber Nýfundnaland

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 15.7.2007 kl. 00:45

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Gunnar: Það er ekkert skylt með því að ganga inn í ESB og sameinast Kanada. Evrópusambandið er samstarf sjálfstæðra og fullvalda landa. Það er bara bull að reyna líkja þessu saman, sem þú gerir samt aftur og aftur með nokkra vikna millibili.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 15.7.2007 kl. 10:58

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ok ef Jónas ef þetta er samstarf fullvalda þjóða þá verður þú að útskýra eftirfarandi:

Afhverju þarf svona samband á þingi að halda, stjórnarskrá og ráðherra liði sem verður hafið yfir þjóðþing lands sambandsins?

Síðan myndi ég vilja að þú myndir benda hvernig hægt sé að hætta í ESB. Ef þetta er svona gott og við eigum að ganga í ESB þá hljótum við að geta hætt í ESB ef okkur snýst svo hugur. Ef það er enginn útgönguleið þá er innganga í ESB afnám sjálfstæðis.

Síðan í þriðja lagi. Ef þetta eru sjálfstæðar og fullvalda þjóðir ættu þá ekki atkvæði hverrar þjóðar að gilda jafnmikið? Því allt um íbúafjölda og þingmenn minnir óneytanlega á kjördæmisskipan hér á Íslandi. Er ESB of fjöldi þingmanna eftir íbúafjölda bara kjördæmisskipan? 

Fannar frá Rifi, 17.7.2007 kl. 01:42

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Fínar spurningar Fannar. Þar sem Evrópusambandið setur lög og býr til lagarammann fyrir aðildarlöndin, þá þarf auðvitað að vera þing og ráðherrar. Þetta þing er samt langt frá því að vera jafn valdamikið og þjóðþing hvers lands, sem sjá um að setja lögin í hverju landi fyrir sig og ákveða hvernig þau vilja spila innan sameiginlegs lagaramma Evrópusambandins. Mæli með því að lesa; http://www.hi.is/~eirikurb/lydraediogesb.htm til glöggva sig betur á þinginu, ráðherraráðinu og hvernig stjórninni er þar háttað.

.

Sáttmálinn sem nefndur er Stjórnarskrá ESB er í raun alveg eins og hver annar sáttmáli sambandins, og hefur í raun enga grundvallarbreytingu á eðli og starfsemi Evrópusambandsins. Það sem gerir hana samt frábrugða öðrum sáttamálum er að þar er útlistað hvernig hægt er að ganga úr ESB, þannig að það er til vel skilgreind útgönguleið úr sambandinu - þannig að þú þarft ekki að óttast sjálfstæðið.

.

Evrópuþingmenn eru ekki eins og þingmenn hér þar sem Evrópuþingið virkar alls ekki eins. Það eru ekki búin til lög af frumkvæði Evrópuþingsins og það gegnir í raun meira eftirlitshlutverki en annað (en það fær meiri völd ef stjórnarskráin verður samþykkt). Það er ráðherraráðið sem er í raun valdamesta stofnun Evrópusambandins, og þar fá allar þjóðir sinn ráðherra. Í dag tökum við á Íslandi upp 80% þeirra lagareglna ESB sem Svíum er gert að innleiða, en samt erum við ekki að kvarta mikið yfir lýðræðishallanum. Það er því ljóst að þegar við fáum rödd í ESB, þá mun lýðræðishallinn minnka til muna.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 17.7.2007 kl. 12:40

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

En þú svarar ekki með það hvernig á að ganga úr ESB?  Er hægt að hætta í ESB? Ef það er hægt að hætti í ESB hvernig er það hægt?

Fannar frá Rifi, 17.7.2007 kl. 12:43

6 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Auðvitað er hægt að segja sig úr ESB. Hingað til hefur aðeins Grænland gengið úr ESB, en það er ekki skilgreint formlega fyrr en í stjórnarskránni hvernig því er háttað - sem er þá gert með sérstökum úrsagnarsamningi.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 17.7.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband