Leita í fréttum mbl.is

Aðildarsamningar tækju stuttan tíma

Í viðtalið við þýska blaðið "Die Welt" sagði Olli Rehn, yfirmaður stækkunarmála Evrópusambandsins að aðildarsamningar fyrir Ísland tækju stuttan tíma. Þar svaraði hann því hvort Íslendingar væru velkomnir í Evrópusambandið; (í þýðingu höfundar) "Auðvitað, en fyrst verða Íslendingar að ákveða að sækja um í Evrópusambandið. Þegar í dag eru Íslendingar partur af Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) þannig að um 80% af reglum innri markaðarins hafa verið teknar upp þar. Evrópusambandið myndi fagna Íslandi. Ef Ísland myndi sækja um í Evrópusambandið, þá myndi ég undir eins setja saman lítinn hóp til að sjá um aðildarviðræðurnar. Við ættum að getað byrjað og klárað aðildarviðræður á mjög stuttum tíma."

Það er því ljóst að það ætti ekki að taka langan tíma að ganga í Evrópusambandið eftir að við sækjum um. Það er mjög líklegt að við Íslendingar myndum reyna að fá undanþágu við einhverjum hluta sjávarútvegsstefnu sambandsins, en eins og kemur fram í skýrslu Evrópunefndar þá er það ekki nauðsynlegt. Það verður hinsvegar spurning hvað það mun takan langan tíma að ná þeim efnahagslega stöðuleika sem þarf til að taka upp evruna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Úr skýrslu Evrópunefndar; "Á fundi sem nefndin átti með Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál í framkvæmdastjórn ESB, kom fram að samningaviðræður við lítil ríki hefðu ekki kallað á mikinn mannafla og líklega þyrfti ekki fleiri en 4-5 starfsmenn til að hefja aðildarviðræður við Ísland. Það væri því væntanlega auðvelt að fara í slíkar viðræður án tillits til annarra ríkja sem sótt hefðu um aðild, það væri engin biðröð sem Ísland þyrfti að fara í og það ætti ekki skipta máli hvernig staðan væri í samningaviðræðum við önnur umsóknarríki."

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 20.7.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband