22.7.2007 | 11:24
Um sjávarútveginn og ESB úr skýrslu Evrópunefndar
Okkur í Evrópusamtökunum langar til að vekja athygli á þeim hluta af áliti fulltrúa Samfylkingarinnar í skýrslu Evrópunefndar sem fjallar um sjávarútvegsmál og Evrópusambandið. Þar kemur fram að við Íslendingar þurfum engar áhyggjur að hafa af sjávarútveginum við inngöngu í Evrópusambandið, og að engin undanþága sé nauðsynleg fyrir Ísland til að ganga þar inn. Eins og segir í álitinu; Ein mikilvæg niðurstaða þessarar skýrslu er að samkvæmt núverandi reglum ESB munu veiðiheimildir í íslenskri lögsögu falla í hlut íslendinga, með hliðsjón af reglunni um hlutfallslegan stöðugleika sem byggist á sögulegri veiðireynslu. Sú regla hefur verið og er enn sá grunnur sem sameiginlega sjávarútvegsstefnan byggir á. Við vinnu skýrslunnar kom ekkert í ljós sem bendir til að það breytist.
Ekki er síður mikilvægt úr rannsókn nefndarinnar að enga undanþágu þarf til að tryggja að ísland hefði forræði á úthlutun kvóta í íslenskri lögsögu. Söguleg veiðireynsla annarra þjóða miðast við nýlegt tímabil sem gæfi eðlilega mynd af veiðum undanfarin ár. Þar sem ekkert ríkja Evrópusambandsins hefur veitt svo neinu nemur í íslenskri landhelgi undanfarna þrjá áratugi þarf enga undanþágu til að tryggja forræði okkar á veiðum í lögsögu landsins. Reglur Evrópusambandsins mæla skýrt fyrir um það. Ráðleggingar íslenskra vísindamanna um leyfilegt heildarmagn á íslandsmiðum yrðu sömuleiðis áfram grundvöllur á ákvörðun um heildarkvóta. Af hálfu íslands ætti því vel að vera hægt í aðildarviðræðum að staðfesta til frambúðar með sérstökum hætti að ísland hafi yfirráð yfir úthlutunum veiðiheimilda úr staðbundnum stofnum í íslenskri lögsögu. í þessu samhengi er rétt að undirstrika að aðildarsamningur hefur sömu réttarstöðu og sáttmálar ESB.
Samkvæmt reglum Evrópusambandsins getur sérhvert ríki tekið ákvörðun um hvernig þeim veiðiheimildum sem því falla í skaut er ráðstafað. Aðildarríkin sjálf annast eftirlit í sinni lögsögu og hægt er að gera kröfu um að sjávarútvegsfyrirtæki hafi raunveruleg og efnahagsleg tengsl við það landsvæði sem reiðir sig á veiðarnar. Margs konar leiðir eru því til staðar svo hægt megi koma í veg fyrir svokallað kvótahopp. Við aðild að Evrópusambandinu gætu veiðimöguleikar íslenskra útgerðarfyrirtækja jafnframt aukist í krafti tvíhliða samninga sem ESB gerir um veiðiheimildir við strendur fjölmargra ríkja.
Að öðru leyti má gera ráð fyrir að aðild íslands að ESB verði til að styrkja íslenskan sjávarútveg og auka samkeppnishæfni hans. á sama hátt og EES-samningurinn aflétti hömlum á erlendum fjárfestingum og starfsemi í öðrum atvinnugreinum, mun aðild að Evrópusambandinu þýða að hömlum á fjárfestingum og samstarfi erlendra aðila í sjávarútvegi verði aflétt. Sama má að sínu leyti segja um áhrif aðildar á íslenskan landbúnað, þar sem aðild myndi í senn auka á samkeppnishæfni greinarinnar, opna innlendri framleiðslu nýja markaði þar sem hún gæti keppt í krafti einstakra gæða, og jafnframt stuðlað að lægra verði landbúnaðarvöru á markaði fyrir neytendur. Engin þjóðhagsleg rök eru fyrir því að viðhalda höftum gagnvart nágrannaríkjum okkar í Evrópusambandinu í þessum atvinnugreinum.
Tekið úr Tengsl Íslands og Evrópusambandsins bls 119-120.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.