Leita í fréttum mbl.is

Enn um evru

RSE, eða rannsóknamiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, hélt ráðstefnu nú um helgina þar sem var mikið rætt um kosti þess að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi. Um þetta skrifar Eiríkur Bergmann á bloggsíðu sinni; "Ávinningurinn er augljós. Við upptöku evru verður hagkerfið stöðugra, vextir lægri og viðskiptakostnaður minni. Þá má gera ráð fyrir að viðskipti aukist þegar gengisáhætta minnkar. Helsti ókosturinn er á móti sá að Seðlabanki Íslands missir úr eigin hendi ákvörðun um innlenda stýrivexti. En semsé, reynslan sýnir að stýrivextir eru orðnir ansi bitlitlir og verðbólgudraugurinn, sá landsins forni fjandi, hlær bara að bankastjórn Seðlabankans og fer um landið og miðin eins og honum sjálfum sýnist."

Björn Rúnar Guðmundsson, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, sagði í samtali við Visi.is að; "Mín persónulega skoðun er sú að það kerfi sem við byggðum upp árið 2001 þegar við tókum upp verðbólgumarkmið hefur ekki skilað þeim árangri sem menn vonuðust eftir. Mjög nauðsynlegt er því að skoða með opnum huga hvort ástæða er til að reyna aðra leið til að ná markmiðum um efnahagslegan stöðugleika þar sem viðhaldið er sæmilega eðlilegum rekstrarskilyrðum fyrir atvinnulífið og lágmarks verðbólgu", og bætti svo við "Rökin fyrir því að taka upp fastgengi eru mun sterkari nú en þau voru fyrir sex árum."

Umræðan um upptöku evru er því enn og aftur komin af stað, og því ekki alveg útséð með það hvort við Íslendingar munu þurfa að borga tveggja stafa tölur í vexti næstu árin eins og við höfum verið að gera síðastliðin ár. Viðskiptaráðherra blæs samt enn og aftur á hugmyndir um einhliða upptöku evru í sömu fréttaskýringu Visi.is þar sem hann segir, "Líklega yrði sá kostur mun dýrari en full aðild að Evrópusambandinu nokkru sinni", en eins og hefur áður komið fram á þessu bloggi þá fer hann ekki leynt með skoðun sína að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. Ræðu Viðskiptaráðherra má lesa í heild sinni hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Einarsson

Þegar kemur að umræðu um hvort eigi að taka upp evru verður að hafa í huga að hugsanlega megi finna aðrar leiðir til að gera okkar veika gjaldmiðil stöðugri. Hver sem niðurstaðan verður þá er nauðsynlegt að gera breytingar á núverandi stöðu mála enda er ekki gott fyrir efnahagslífið að krónan sé eins óstöðug og hún hefur verið. Skoða verður alla möguleika og jafnframt hvort að pólitískur vilji sé meðal leiðtoga aðildarríkja ESB að Ísland geti með t.d. aukaaðild að EMU tekið upp evru.

Daði Einarsson, 29.8.2007 kl. 08:50

2 Smámynd: Daði Einarsson

Ef að fara á í aðildarviðræður þá verður fyrst að vera vilji til að ganga inn. Menn fara ekki í aðildarviðræður bara til að prófa. Hvað sem verður þá er að öllum líkindum mjög langt í að til verði pólitískur vilji til að ganga inn og þar með sækja um aðild.

Daði Einarsson, 29.8.2007 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband