Leita í fréttum mbl.is

58,6% þjóðarinnar vilja reyna aðildarviðræður að ESB!

Það kemur ekki á óvart að stuðningur við inngöngu í ESB sé að aukast á síðustu misserum. Kostirnir eru orðnir svo augljósir fyrir bæði almenning og fyrirtækin þar sem vaxtaokur og smár gjaldmiðill er að reynast báðum hópum virkilega erfiður. Auk þess hlýtur almenningur að gera enn meiri kröfur um matvæli á Evrópuverði, nú þegar það er útséð með það að þær verðlækkanir sem gerðar voru fyrir kosningar skila sér alls ekki til neytenda þar sem þær gengu ekki nógu langt. Þar sem það er orðið ljóst að það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af sjávarútveginum (sjá eldri færslur), og að stærstu fyrirtæki landsins vilja öll að við skiptum um gjaldmiðil - þá er þetta rakið dæmi. Sækjum um aðild, og það sem fyrst.
mbl.is Stuðningur við ESB-aðild eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Afhverju reynir Samfylkingin ekki að bruna á þetta. Það er skýr meirihluti fyrir, ekki aðeins aðildarviðræðum, heldur hreint og beint inngöngu í ESB!

Samkvæmt þessari grein á mbl.is, var núna 48% þjóðarinnar sem styður inngöngu. 33% á móti og 19% óákveðnir.  Gefum okkur að óákveðnir kjósi ekki. Þá er útkoman í þessari atkvæðagreiðslu fyrir inngöngu c.a. 59% sem kjósa inngöngu en aðeins 41% sem eru á móti. Auðvitað myndu óákveðnir kjósa og ekki allir sem vilja eða vilja ekki inngöngu mæta á kjörstað. En þetta gefur skýr skilaboð fyrir því að íslendingar kjósi inngöngu ef um það verður kosið.

Bara í ESB einn tveir og bingó. 

Jón Gunnar Bjarkan, 11.9.2007 kl. 14:40

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Samfylkingin hefur haft það að stefnu að sækja um aðild og láta þjóðina kjósa um hvort það eigi að ganga í sambandið þegar aðildarsamningar eru tilbúnir. Ég held að það sé ekki hægt að biðja um meira. Verst að þetta var sett á ís fyrst samstarfsflokkurinn í ríkistjórn er á móti því að sækja um aðild.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 11.9.2007 kl. 21:25

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Samstarfsflokkurinn? Var hann ástæðan fyrir því að Samfylkingin varla minntist á Evrópusambandsaðild í kosningabaráttunni í vor? Var hann ástæðan fyrir því að formaður Samfylkingarinnar lýsti því yfir í ágúst á síðasta ári að flokkurinn væri reiðubúinn að leggja Evrópusstefnu sína á hilluna ef það greiddi leið hans inn í ríkisstjórn? Samfylkingin var m.ö.o. löngu búin að setja málið á ís, eða a.m.k. lýsa sig reiðubúna til þess, áður en núverandi ríkisstjórn var mynduð. Og lái ég henni það ekki. Áherzla á Evrópusambandsaðild hefur nánast gengið að einum flokki dauðum, a.m.k. samkvæmt orðum núverandi formanns hans.

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.9.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband