Leita í fréttum mbl.is

Kveinstafir?

Eftirfarandi grein birtist í Morgunblađinu í dag;

Björn Bjarnason dómsmálaráđherra sendir undirrituđum tóninn á vefsíđu sinni nýlega vegna greinar í Morgunblađinu um sjávarútvegsstefnu ESB. Í greininni held ég ţví fram ađ ţađ sé bull ađ miđin fyllist af erlendum togurum ef viđ myndum ganga í Evrópusambandiđ. Ráđherrann kvartar undan ţví ađ ég vísi í skýrslu Evrópunefndar Alţingis, sem hann veitti forystu, máli mínu til stuđnings. Telur hann ekki skýrsluna skera úr um ţetta deilumál og kallar rökstuđning minn kveinstafi.

Samherjar Björns í núverandi ríkisstjórn, Össur Skarphéđinsson iđnađarráđherra og Ágúst Ólafur Ágústsson varaformađur Samfylkingarinnar, sem einnig áttu sćti í nefndinni, hafa hins vegar margoft lýst ţví yfir ađ skýrslan taki af allan vafa um ótvírćđan rétt Íslendinga til alls kvóta hér viđ land. Í greinargerđ ţeirra međ skýrslunni segir; ,, Ein mikilvćgasta niđurstađa ţessarar skýrslu er ađ samkvćmt núverandi reglum ESB munu veiđiheimildir í íslenskri lögsögu falla í hlut Íslendinga, međ hliđsjón af reglunni um hlutfallslegan stöđugleika sem byggist á sögulegri veiđireynslu. Sú regla hefur veriđ og er enn sá grunnur sem sameiginlega sjávarútvegsstefnan byggir á. Viđ vinnu skýrslunnar kom ekkert í ljós sem bendir til ađ ţađ breytist.”

Ţessi skođun kom einnig mjög skilmerkilega fram í máli Dr. Michael Köhler sem kom hingađ til lands i fyrra einmitt á vegum Evrópunefndarinnar. Hann er einn ćđsti embćttismađur sjávarútvegsdeildar ESB og ćtti ađ ţekkja ţennan málaflokk nokkuđ vel. Ađ vísu var dómsmálaráđherra ekki á fundinum á Hótel Borg ţar sem Dr. Köhler talađi vegna veikinda en samnefndarmenn hans hljóta ađ hafa upplýst Björn um ţennan málflutning.

Ţetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem sýnt hefur veriđ fram á ţessi hrćđsluáróđur stenst ekki. Í hinum vönduđu ţáttum ,,Aldahvörf” sem sýndir voru á RÚV fyrir nokkrum árum, og voru međal annars styrktir af LÍÚ, var í einum ţćtti fjallađ um sjávarútvegsstefnu ESB. Ţar var til dćmis rćtt viđ Ben Bradshaw, ţáverandi sjávarútvegsráđherra Breta og Spánverjann Fernando Castello de La Torre, talsmann Evrópudómstólsins og sjávarútvegsráđherra Íra og Spánverja. Í ţćttinum segir Páll Benediktsson, umsjónarmađur ţáttanna, orđrétt eftir ađ hafa kynnt sér málin; ,,Ţađ er einsýnt ađ hrćđsluáróđur ađ miđin viđ Ísland myndu fyllast af spćnskum og portúgölskum togurum á ekki viđ nein rök ađ styđjast.”

Ţađ er merkilegt ađ dómsmálaráđherra skuli reyna ađ verja ţennan veika málflutning Gabriel Stein. Í mínum huga er ţađ ekki ađalatriđiđ hvort skýrslan skeri úr ţví lagatćknilega í eitt skipti fyrir öll hvort Spánverjar eđa ađrir gćtu kćrt rétt íslenskra fiskiskipa á veiđum í íslenskri lögsögu heldur hvort stađhćfing Stein um stórsókn erlendra fiskiskipa inn á íslensk fiskimiđ yrđi ađ veruleika. Auđvitađ gćtu ţeir kćrt ţetta til dómstólsins en stađreyndin er sú ađ ađildarsamningar hafa sömu réttarstöđu og ađildarsamningar og fáir lögmenn myndu reyna slíka lögsókn. Danska ákvćđiđ um einkrétt Dana á sumarbústađalandi í Danmörku stenst enn eftir 35 ár og hefur Evrópudómstóllinn ekki hnekkt ţví ákvćđi.

Andrés Pétursson

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband