Leita í fréttum mbl.is

Afstaða til Evrópumála

Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs og forstjóri Exista, setur stórt spurningamerki við krónuna sem gjaldmiðil á Íslandi á afmælisfundi Viðskiptaráðs í dag, eins og margir aðrir af helstu valdamönnum í Íslensku athafnarlífi hafa verið að gera upp á síðkastið. Eins og kemur fram í frétt á mbl síðan fyrr í dag segir hann;

„Á undanförnum misserum hefur peningahagstjórn ekki skilað þeim árangri sem henni er ætlað. Ástæður þess er margþættar en afleiðingin hefur verið sveiflukenndur gjaldmiðill og háir stýrivextir. Til að skapa fyrirtækjum stöðugt og hagfellt umhverfi er mikilvægt að gera bragarbót á. Viðskiptaráð telur mikilvægt að halda uppi faglegri og virkri umræðu um stöðu krónunnar og mun ekki skorast undan ábyrgð sem leiðandi aðili í þeirri umræðu"

Það er mjög merkilegt að lesa orð Erlends um ríkistjórnina, þar sem má augljóslega greina skilaboð til ráðamanna þjóðarinnar um að núverandi ríkistjórn sé í kjöraðstæðum til þess að bregðast við þessum vanda með 2/3 hluta þjóðarinnar bakvið sig. Nú þegar Viðskiptaráð telur óhjákvæmilegt að taka afstöðu til Evrópumála og nær 60% þjóðarinnar vilja sækja um aðild að Evrópusambandinu, þá er það bara að vona að ráðamenn skorist ekki undan þeirri ábyrgð.


mbl.is Viðskiptaráð telur óhjákvæmilegt að taka afstöðu til Evrópumála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband