Leita í fréttum mbl.is

Að taka upp evru einhliða

Ágæta áhugafólk um Evrópumál, Árni Páll Árnason alþingismaður skrifaði áhugaverða grein í Viðskiptablaðið í síðustu viku um möguleika þess að taka upp evru einhliða. Árni Páll segir meðal annars í greininni;

,,Það er því ljóst að Ísland getur ekki tekið upp evru einhliða án þess að eiga um það samráð og skoðanaskipti við ESB. Ganga má út frá því að ESB leggist gegn því. Þar sem samráðið er skyldubundið samkvæmt EES vaknar sú spurning hvort einhliða upptaka Íslands á evru gæti kallað á formlegar gagnaðgerðir ESB, sem jafnvel geti falist í að EES-samningurinn yrði felldur úr gildi að hluta gagnvart Íslandi. Slíkt er ekki útilokað. Jafnvel þótt ekki kæmi til formlegra gagnaðgerða af hálfu ESB fer það ekki fram hjá neinum sem til þekkir að möguleikar ESB til að draga lappirnar í framkvæmd EES-samningsins og gera hann þannig óframkvæmanlegan, eru nokkurn veginn ótæmandi.

Hægt að lesa greinina á heimasíðu Árna Páls. Greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Skil ekki alveg, verð ég að viðurkenna, ágæti bloggeigandi hvað þú ert að fara með því að vísa í þessa grein alþingismannsins - ertu sammála eða ósammála honum. Ég verð að segja að grein hans er afar hæpin og stenst ekki röklega nánari skoðun. Árni fullyrðir:

"Aðferð við einhliða upptöku annars gjaldmiðils er í sjálfu sér einföld. Ísland myndi verja gjaldeyrisvarasjóði sínum til að kaupa evrur og nota þær til að skipta út íslenskum krónum."

Þetta er ein aðferð en, eins alþingismaðurinn bendir á "slæmur bisness". Mun líklegri aðferð er að gefa út ríkisskuldabréf og fá þau greidd í Evrum. Sömuleiðis fara fram á greiðslu af utanríkisviðskiptum í Evrum og láta fyrirtæki sem hafa tekjur sínar í Evrum greiða skatt í Evrum. Grundvallaratriðið er að breytingin yrði stigvaxandi en ekki gerð með einum skell og báðir gjalmiðlarnir látnir gilda tímabundið svipað og tveir gjaldmiðlar gilda í Færeyum. Sé slíkum aðferðum beitt er einhliða upptaka Evru alls ekkert "efnahagslegt glapræði". 

Síðan segir hann: "Hvers vegna vilja menn sólunda gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar – tugum milljarða – til að kaupa evrur sem þeir myndu fá ókeypis með fullri aðild að ESB?" Er maðurinn að gefa í skyn að við fengjum ókeypis##? peninga ef að við gengjum í ESB?

Þetta með að hafa samráð við Evrópusambandið vegna upptöku Evrugjaldmiðils að þá vil ég segja að um túlkunaratriði er að ræða og  hljóma þessi rök greinarhöfundar sem Grýlurök í mínum huga.

Í fyrsta lagi erum við, þrátt fyrir allt, fullvalda þjóð og ráðum því hvaða gjaldmiðill er hér í umferð, eða er alþingismaðurinn að halda því fram að ef að við tækjum hér upp Dollar eða Jen yrðum við að fá leyfi ESB fyrir því? Fyrir utan nú það að það er svo alls ekki neitt sem segir það, svona fyrir fram, að ESB hafi nokkuð á móti því að við tökum upp Evru. Viðskiptalega og efnahagslega er í raun margt sem hreinlega mælir með því, séð frá bæjardyrum ESB. 

Þór Ludwig Stiefel TORA, 16.12.2007 kl. 14:39

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þór.

Svona er staðan, ef ESB er á móti því að við tökum upp evru einhliða, þá bara einfaldlega tökum við ekkert upp evru einhliða. Seðlabanki Evrópu tilkynnir stýrivexti miðað við efnahag evrusvæðisins og Ísland er ekki á evrusvæðinu. Það raskar einfaldlega þeirri peningastefnu ef lönd fara bara allt í einu að taka upp evruna án tilskylins leyfis. Hvað heldur þú að myndi gerast ef danir ákváðu í dag að taka upp Íslensku krónuna, við myndum ekki hafa neina stjórn á gengi krónunnar(ekki það að við höfum eitthvað stjórn á henni í dag reyndar). Nú eru t.d hellingur af austur-evrópu löndum sem eru nú þegar meira segja í ESB sem vilja taka upp evruna en geta það ekki vegna þess að þau uppfylla ekki skilyrðin. Að Ísland, land í útrassgati evrópu, sem er ekki einu sinni í ESB, fari allt í einu að taka upp evruna, myndi gefa slæmt fordæmi fyrir þessar þjóðir í austur-evrópu. Og það vill ESB svo sannarlega ekki.

Ef þú ert hinsvegar að meina að Íslendingar eigi að færa sig upp á skaftið eins og einhvers konar stórveldi og taka bara samt upp evru gegn vilja ESB, þá er kannski rétt að taka fram að ESB er eina efnahagsveldi í heiminum sem getur sett litla Ísland á hausinn á innan við 6 mánuðum. Bandaríkin flytur inn c.a. 10% af okkar útflutningi, Rússland, Kanada, Japan og Kína kannski með 3% hver. ESB flytur inn c.a. 70% af okkar útflutningi. Ef að ESB er á móti því að við tökum upp evru, þá er lítill vandi fyrir þá að loka fyrir þennan útflutning, og þá getum við sagt bless við nánast öll stórfyrirtæki okkar í kauphöllinni. 

Jón Gunnar Bjarkan, 20.12.2007 kl. 05:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband