Leita í fréttum mbl.is

Hćttulegir einangrunarsinnar

Mađur veit varla hvort mađur á ađ hlćja eđa gráta eftir ađ hafa lesiđ grein Bjarna Harđarsonar alţingismanns í 24 stundum rétt fyrir jólin. Ţađ er langt síđan ţvílíkt samansafn af fordómum, rangfćrslum og afbökunum á stađreyndum hefur veriđ sett á blađ í Evrópuumrćđunni hér á landi. Líklegast ţarf mađur ađ fara alla leiđ aftur í umrćđuna um EES samninginn á árunum 1992-93, ţegar einangrunarsinnar reyndu í örvćntingu ađ koma í veg fyrir samţykkt samningsins á Alţingi, til ađ finna sambćrilegan málflutning. Ef til vill eru svipađir tímar ađ koma upp á Íslandi núna og ţađ skýri öfgarnar í málflutningi alţingismannsins.

Kveikjan ađ ţessari grein Bjarna virđast hafa veriđ ummćli Eiríks Bergmanns Einarssonar í Silfri Egils fyrir skömmu ţar sem hann var fenginn til ađ gefa sína sýn á ţróun mála í Evrópu. Bjarni titlar Eirík formann Evrópusamtakanna en ţađ er hann ekki og hefur aldrei veriđ. Sá sem ţessa grein skrifar er formađur Evrópusamtakanna og hefur veriđ um nokkurra ára skeiđ. Eiríkur er ekki heldur stjórnmálamađur heldur forstöđumađur Evrópufrćđaseturs Háskólans á Bifröst og hefur rannsakađ Evrópusamrunanna hér á landi um margra ára skeiđ. Ţeir eru örugglega vanfundnir íslenskir frćđimenn sem ţekkja ţennan málaflokk betur en Eiríkur.

Bjarni skrifar eins og í gangi sé alsherjarsamsćri embćttismanna í Brussel ađ trođa vilja sínum á saklausa borgara Evrópu. Ţeir sem eitthvađ hafa kynnt sér ţróun Evrópu undanfarna áratugi vita ađ Evrópusambandiđ er samband sjálfstćđra ríkja sem hefur vaxađ og dafnađ í skjóli aukins lýđrćđis og alţjóđavćđingar undanfarna áratugi. Kjarni valdsins liggur hjá ţjóđríkjum Evrópusambandsins í formi ráđherraráđsins. Ţessi bábilja sem einangrunarsinnar klifa sífellt á um ađ Ísland muni tapa fullveldi og sjálfstćđi ef ţađ gengi í Evrópusambandiđ á ekki viđ rök ađ styđjast. Eru til dćmis Bretland, Danmörk, Svíţjóđ og Holland ekki sjálfstćđ ríki? Auđvitađ eru ţau ţađ og Ísland yrđi áfram frjálst og fullvalda ríki ţótt ţađ gengi í Evrópusambandiđ líkt og vinaţjóđir okkar á meginlandinu.

Stjórnarsáttmálinn sem kenndur er viđ Lissabon gengur fyrst og fremst út á ađ ađlaga Evrópusambandiđ ađ ţeim veruleika sem blasir viđ međ stćkkun ţess undanfarin misseri. Stjórnskipulag sambandsins var ađ mestu leyti sett upp međ hliđsjón af 6 ađildarríkjum en ţau eru nú orđin 27 og á eftir ađ fjölga á komandi árum. Bjarni virđist gleyma ţví ađ öll ţessi ríki hafa af fúsum og frjálsum vilja gengiđ inn í ţetta bandalag enda telja ţau hagsmunum betur borgiđ í ţessu samfloti en hvert og eitt ađ reyna ađ verja sína hagsmuni. Ţvert á ţađ sem Bjarni reynir ađ fćra rök fyrir ţá hlusta leiđtogar Evrópu á íbúa sína og hafa ákveđiđ ađ ađlaga sáttmálann ađ vilja meirihluta fólks í álfunni.

Ţađ er undarlega árátta margra einangrunarsinna ađ blanda Stalín og Hitler í evrópuumrćđuna líkt og Bjarni gerir í grein sinni. Ţađ er vćgast sagt mjög ósmekklegt enda vita ţeir sem eitthvađ hafa kynnt sér sögu Evrópu eftir seinna stríđ ađ helsti hvatinn ađ samruna Evrópu er einmitt sá ađ koma í veg fyrir ađ ţeir hildarleikir sem álfan gekk í gegnum árin 1914-18 og 1939-1945 endurtćki sig. Ţađ hefur gengiđ eftir enda hefur aldrei áđur í sögu Evrópu veriđ jafn langt friđarskeiđ og undanfarin 60 ár.

Bjarni hefđi betur lesiđ ágćta grein Jóns Sigurđssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem var birt fyrir skömmu á heimasíđunni framsokn.is., áđur en hann reiđ fram á ritvöllinn. Í greininni segir Jón međal annars: ,,Í stofnunum Evrópusambandsins geta Íslendingar vćnst skilnings úr ýmsum áttum. Vitađ er um afstöđu smáţjóđa til margra mála. Ţarna eru mörg eyjasamfélög, landshlutar og minnihlutaţjóđir, auk Norđurlandamanna. Ţađ er ekki skynsamlegt ađ útiloka hugsanlega ađild Íslands ađ Evrópusambandinu fyrirfram". Auk ţess hefđi Bjarni Harđarson gott af ađ kynna sér dćmin sem Jón nefnir um ađildarsamninga ađ ESB. Ţar sýnir Jón ađ umrćđur manna hérlendis byggjast ađ miklu leyti á misskilningi.

Sem betur fer tókst einangrunarsinnum ekki ađ koma í veg fyrir samţykkt EES-samningsins fyrir rúmum áratug. Fćra má sterk rök fyrir ţví ađ lífskjör Íslendinga vćru ekki jafn góđ og ţau eru í dag ef Evrópusinnar í Sjálfstćđisflokknum, Framsóknarflokknum og Alţýđuflokknum hefđu ekki sameinast um ađ koma samningnum í gegn. Ţađ sama á viđ í núverandi ástandi. Stađa íslensku krónunnar er byrđi á efnahagslífinu og kemur í veg fyrir áframhaldandi jákvćđa ţróun atvinnumála hér á landi. Einnig hafa veriđ fćrđ rök fyrir ţví ađ matvćlaverđ myndi lćkka hér á landi viđ inngöngu í Evrópusambandiđ. Lćkkun vaxta og lćkkun matvćlaverđs myndi ţýđa mikla kjarabót fyrir almenning hér á landi. Látum ţví ekki hćttulega einangrunarsinnar koma í veg fyrir áframhaldandi ţróun íslensk samfélags.

Andrés Pétursson er formađur Evrópusamtakanna

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband