4.1.2008 | 09:12
Ísland er í Evrópu(sambandinu)
Erfiðleikar við að hafa minnsta gjaldmiðil í heimi hafa verið eldsneyti umræðu um Evrópusambandsaðild undanfarið ár og ekkert bendir til annars en að sú umræða muni aukast og dýpka á þessu ári. Ein af meginrökunum fyrir því að taka upp annan og stöðugri gjaldmiðil er að komast undan gjaldeyrisáhættu og minnka viðskiptakostnað. Öll íslensk fyrirtæki verða fyrir áhrifum af sveiflum í gengi íslensku krónunnar gagnvart gjaldmiðlum viðskiptaríkja og þarfnast aukins stöðugleika og minni viðskiptakostnaðar. Best er að hafa sama gjaldmiðil og viðskiptaríki því þá hverfur gjaldeyrisáhætta og kostnaður við að færa úr einum gjaldeyri í annan. Í þessu ljósi má setja spurningamerki við hugmynd Björgólfs Thors í áramótablaði Viðskiptablaðsins um upptöku svissnesks franka og við athugasemd forsætisráherra í Kryddsíld Stöðvar 2 um að bandaríkjadollar væri betri kostur en evra. Viðskipti við Sviss eru aðeins um 2% af utanríkisviðskiptum Íslands og viðskipti við Bandaríkin um 10% og fara minnkandi sem hlutfall af heildarutanríkisviðskiptum. Viðskipti Íslands við EES-ríki (ESB og EFTA) eru hins vegar um 70% af öllum utanríkisviðskiptum Íslands og viðskipti Íslands við þau ríki sem þegar hafa tekið upp evruna eru ríflega helmingur af utanríkisviðskiptum og fara vaxandi.
Jafnvel þó einhliða upptaka evru sé fræðilega fær þá er hún kostnaðarsöm og hefur í för með sér algert áhrifaleysi á peningamálastefnu. Umræða um evru þróast því fjótt í umræðu um aðild að Evrópusambandinu. Í þeirri umræðu er iðulega rætt um gildi þess að hafa frelsi til athafna utan ESB, til dæmis við gerð viðskiptasamninga eins og kom m.a. fram í viðtalinu við Björgólf Thor. Tilhneigingin er sú að bera saman ESB-aðild og fullt frelsi til að móta utanríkisviðskipti. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísland nýtur mjög takmarkaðs frelsis í alþjóðaviðskiptum. Ísland hefur tekið yfir reglur ESB á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til, sem eru vöruviðskipti, þjónustuviðskipti, frjálst flæði fjármagns og fólks og samkeppnisreglur. Í stuttu máli þá mótast allt viðskiptalíf Íslands af ákvörðunum ESB, ef undan er skilinn sjávarútvegur, landbúnaður og viðskiptasamingar við ríki utan ESB. Þýðir þetta að Íslandi sé í sjálfs valds sett að setja reglur um sjávarútveg og landbúnað eða að Ísland verði ekki fyrir áhrifum af ákvörðunum ESB á þessum sviðum? Nei, þvert á móti. Vegna fjórfrelsisins og afleiddra reglna þá mótast allt okkar viðskiptaumhverfi af ESB. Íslensks fyrirtæki geta ekki keypt fisk frá Rússlandi, öðru fullvalda ríki utan ESB, nema að viðkomandi rússneskur útflytjandi hafi uppfyllt heilbrigðisreglur og fengið úttekt hjá starfsmönnum ESB. Íslensk fyrirtæki geta ekki keypt tómatsósu frá Bandaríkjunum nema þær uppfylli reglur ESB og innri markaðarins. Íslendingar geta ekki selt Færeyingum spægipylsu nema að hafa til þess vottorð frá ESB.
Ísland hefur, í samfloti við önnur EFTA-ríki, 16 fríverslunarsamninga. Meginmarkmið samninganna er að reyna að tryggja íslenskum fyrirtækjum sömu samkeppnisskilyrði og fyrirtækjum í ESB og að halda einsleitni innri markaðarins. ESB er langstærsta viðskiptaveldi heims, með hartnær tvöfalt meiri utanríkisviðskipti en Bandaríkin. Jafnvel þó íslenska utanríkisráðuneytið hafi sýnt fádæma dugnað og útsjónarsemi við gerð fríverslunarsamninga, þá er erfitt eða ómögulegt að tryggja íslenskum fyrirtækjum sömu kjara og fyrirtæki aðildarríkja ESB njóta einfaldlega vegna þess að samningsstaða og tengsl ESB eru sterkari. Við aðild að Evrópusambandinu munu íslensk fyrirtæki njóta sömu kjara og samkeppnisaðilar í ESB. Rétt er að vega og meta það takmarkaða frelsi sem við höfum til að gera alþjóðlega viðskiptasamninga í því ljósi. Ísland er nú þegar hálfgildings Evrópusambandsríki vegna áhrifa EES-samningsins og viðskiptamynsturs. Hálfgildings aðildarríki vegna þess að Ísland á ekki aðild að ákvarðanatökuferli ESB og getur, t.a.m., ekki tekið upp evru eins og ESB-ríki. Full aðild felur í sér ákveðið afsal formlegs fullveldis en hin hagnýtu áhrif eru fyrst og fremst þau að áhrif Íslands aukast á sama tíma og opnast fyrir þátttöku í myntbandalaginu.
Aðalsteinn Leifsson, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Greinn birtist í Viðskiptablaðinu 3. janúar 2008
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Skil ekki afvherju hann ætti að vera hræddur við þá tilhugsun, því ef Evrópusambandið er jafn vonlaust og hann og aðrir andstæðingar þess halda framm, þá þurfa þeir ekkert að óttast í þjóðaratkvæðargreiðslu
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 14.1.2008 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.