Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll slær tóninn í ESB-aðildarumræðunni

Bæði Visir.is og Eyjan fjalla um ræðu Árna Páls Árnasonar sem hann hélt á ráðstefnu um Evrópumál í Ósló í gær. Það er greinilegt að ræðan hans Árna Páls hittir algjörlega í mark á þessum tímapunkti í evrópuumræðunni og við mælum með því að lesa hana þar sem hún er stórgóð, en hana má finna á heimsíðu hans arnipall.is.

Uppstilling Árna á því hversu mikil efnahagslegur ávinningur væri á aðild Ísland að Evrópusambandinu á móti þess sem við fengum við upptöku EES samningsins er sláandi;

Höfuðástæða aðildar Íslands að EES á sínum tíma var tollfríðindi fyrir fisk sem metin voru að verðmæti um tveggja milljarða íslenskra króna. Sem hlutfall af heildarútflutningstekjum var þessi upphæð 1.6% en 0,5% af vergri landsframleiðslu. Ef við skoðum hvað þessar hlutfallstölur þýða miðað við þjóðhagsreikning 2006, fáum við tölu milli 4 og 5 milljarða króna. Það er með öðrum orðum núvirt verðmæti þeirra hagsmuna sem mestu skipti fyrir okkur við aðild okkar að EES. Kostnaður heimila og fyrirtækja af íslensku krónunni er hins vegar í dag metinn á milli 50 og 100 milljarða króna á ári. Ekkert sýnir betur hversu gríðarlegir hagsmunir eru af því að fyrir íslensk fyrirtæki og heimili að fá stöðugan og viðskiptahæfan gjaldmiðil. Allir helstu stjórnmálaleiðtogar á Íslandi eru sammála um að evra verði ekki tekin upp sem lögeyrir á Íslandi án aðildar að Evrópusambandinu. Þess vegna mun spurningin um aðild verða áfram fyrirferðarmikil í umræðu á Íslandi.


Visir segir einnig frá því í kvöld að Sigurjón Árnason landsbankastjóri vilji að Íslendingar taki upp evru í náinni framtíð. Það er því ljóst að á þeim tímum sem krónan fellur um tugi prósenta og evran fer að ná upp í 100kr, að gjaldeyrisumræðan og evrópuumræðan munu vera mjög hávær allt þetta ár.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það "gleymdist" hjá ykkur að taka fram hjá ykkur að þessi ráðstefna í Noregi var haldin af Evrópusamtökunum þar í landi sem reyna nú í örvæntingu sinni að vinna stefnu sinni fylgi þar í landi eftir vægast sagt slæma útreið í skoðanakönnunum samfellt síðan sumarið 2005 og uppgjöf tveggja af helztu leiðtoga norskra Evrópusambandssinna, Stoltenbergs og Jaglands. Þetta minnir aðeins á það þegar umfjöllun birtist á heimasíðunni ykkar um árið um rannsóknarstofnun í Bretlandi sem hefði komizt að ákveðinni niðurstöðu en það "gleymdist" líka þá að taka fram að þessi meinta rannsóknastofnun voru brezku Evrópusamtökin.

Í annan stað virðist þessi ráðstefna, og hvað þá ræða Árna Páls, ekki hafa skilað sér í ýkja mikilli fjölmiðlaumfjöllun í Noregi. Ég hef séð eina frétt þar sem minnzt var á Árna og þá var hann kyrfilega eynamerktur sem Evrópusambandssinni svo það fór ekki á milli mála að hann er allt annað en hlutlaus í málinu.

Hvað Sigurjón Árnason áhærir er afara athyglisvert að hann talar ekkert um að hann telji gott að ganga í Evrópusambandið, bara að taka upp evruna. Nokkuð sem er mjög ólíklega tilviljun. 

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.2.2008 kl. 21:16

2 identicon

Það vindur lítið upp á sig að nota það sem rök að Árni Páll sé eyrnamerktur Evrópusambandssinni. Það er enginn hlutlaus þegar kemur að því að ganga í Evrópusambandið. Ég hef þá trú að menn eins og Árni hafi litið gagnrýnið á málið í upphafi og litið á rökin með og á móti og tekið svona afstöðu.

Ég vona að þú hafir gert það sama og til að láta það fylgja þá væri alveg hægt að eyrnamerkja þig sem andstæðing Evrópusambandssinna og taka álíka mikið mark á þér og þú virðist taka á honum Árna.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband