13.3.2008 | 12:57
Á harðahlaupum frá veruleikanum
Það er merkilegt að fylgjast með umræðum um Evrópumál á undanförnum misserum. Sífellt fleiri eru að átta sig á því að núverandi fyrirkomulag efnhagsmál gengur ekki og jafnvel hörðustu andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu vilja skoða málefni íslensku krónunnar. Þeir fara hins vegar um víðan völl til að leita óraunhæfra leiða eins og að taka upp svissneskan franka, danska eða norska krónu þegar beinast liggur við að sækja um aðild að Evrópusambandinu og í kjölfarið fá aðild að Myntbandalagi Evrópu.
Morgunblaðið er í fararbroddi þessara afla og er á margan hátt í sérkennilegri afneitun. Á sama tíma og það birtir forsíðufréttir um slæma stöðu krónunnar og erfiðleika almennings á Íslandi vegna hávaxtastefnu yfirvalda hyllir það andstæðinga Evrópusambandsaðildar Íslands. Fréttaflutningur blaðsins af nýloknu Iðnþingi er gott dæmi um þetta. Mjög mikill samhljómur var á þinginu um breyttar áherslur í efnhagsmálum en samt sem áður birtir blaðið fyrirsögn þar sem segir að skiptar skoðanir hafi verið um málið. Í umfjöllun um þingið er til dæmis ekki minnst á ræðu Össurar Skaphéðinssonar iðnaðarráðherra né Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, en þess í stað er birt viðtal við nánast eina framsögumannsins á þinginu sem sá meinbugi á nánari samvinnu við Evrópusambandið, Illuga Gunnarsson þingmann.
Það skal tekið fram að undirritaður hefur mikið álit á Illuga og telur að hann hafi verið einna málefnalegastur allra andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Ræða Illuga á Iðnþingi olli mér hins vegar vonbrigðum því hún var full af gömlum tuggum um hagvöxt í Evrópu og útilokun Íslendinga frá alþjóðlegum viðskiptasamningum. Það kom því á óvart, en þó ekki, að Morgunblaðið skyldi mæra ræðuna með leiðara nokkrum dögum eftir Iðnþingið.
Illugi varpar þeirri hugmynd fram að við leitum leiða til að fá aðild að myntbandalaginu í gegnum EES samninginn í samvinnu við Norðmenn. Með þessum hugmyndum er bara verið að koma sér undan því að horfast í augu við staðreyndir. Íslensk og norsk stjórnvöld reyndu ítrekað á árunum 2001-2003 að fá EES samninginn uppfærðan en fengu alltaf sama kurteislega svarið frá Evrópusambandinu. ,,EES samningurinn verður virtur en hann er barn síns tíma og við höfum engan áhuga né hagsmuni af því uppfæra hann- punktur og basta. Þetta getur Illugi fengið staðfest hjá hvaða embættismanni utanríkisráðuneytisins eða EFTA.
Einnig heldur Illugi því fram að áhugi almenning á Evrópusambandsaðild sé eingöngu mikill þegar kreppir að í efnhagsmálum. Þetta er ekki rétt því nánast í hverri einustu könnun Capacent Gallup frá árinu 1995 hefur mikill meirihluti landsmann lýst yfir áhuga að við tökum upp viðræður við Evrópusambandið.
Á meðan andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu geta ekki bent á aðra raunhæfa langtímalausn á efnhagsvandræðum Íslendinga þá er ekki hægt að segja annað en það þeir séu á harðahlaupum frá veruleikanum. Með því eru þeir að skaða hagsmuni almennings og gjaldeyrisskapandi atvinnugreina með því að taka hagsmuni gamla íslenska flokkakerfisins fram yfir þjóðarhag.
Andrés Pétursson er formaður Evrópusamtakanna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.