18.3.2008 | 10:17
Hvað tökum við yfir margir reglugerðir ESB?
Enn og aftur hefur umræðan blossað upp um hve mikið Íslendingar taka upp af reglugerðum ESB. Árni Snævarr fréttamaður svarar Sigurði Kára Kristjánssyni í Morgunblaðinu í dag, eftir að Sigurður Kári var enn og aftur að halda á lofti 6.5% tölunni. Olli Rehn, stækkunastjóri ESB sem sér um aðildarsamninga við nýjar aðildarþjóðir, segir að Ísland hafi tekið yfir 3/4 af regluverki sambandsins. Eiríkur Bergmann, forstöðumaður Evrópufræðsetursins á Bifröst, skrifaði ágæta grein um þetta árið 2005. Þar segir meðal annars:
,,Evrópusambandið setur lög með ýmsum hætti sem hafa mismunandi vægi. Tilskipanir (e. directives) eru rammalöggjöf og yfirleitt viðamestar en reglugerðir (e. regulations) og ákvarðanir (e. decisions) eru margfalt fleiri. (Eiríkur Bergmann Einarsson: 2003, kafli 3.8). Samkvæmt svari utanríkisráðherra, þar sem fram kemur að byggt er á upplýsingum frá EFTA-skrifstofunni í Brussel, hefur Evrópusambandið sett eftirfarandi fjölda reglna frá því EES-samningurinn gekk í gildi árið 1994 og fram til ársins 2004: Samtals 1.047 tilskipanir, 27.320 reglugerðir og 10.569 ákvarðanir. (sjá viðauka). Evrópusambandið greinir mjög skýrt á milli þessara ólíku gerða en í svari utanríkisráðherra er þeim öllum grautað saman og látið duga að nefna að á sama tíma hafi Íslendingar tekið upp alls 2.527 gerðir í gegnum EES-samninginn, (sjá viðauka). Með þessari aðferð fékk utanríkisráðherrann út að Ísland taki 6.5% af reglugerðaverki ESB í innlend lög.
Þessi framsetning gefur ekki rétta mynd af stöðu og þátttöku Íslands í Evrópusamrunanum. Fyrst skal nefna að ótækt er að leggja tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir Evrópusambandsins að jöfnu enda greinir ESB ávalt vel þar á milli. Sem dæmi þarf oft sérstaka lagalega ákvörðun þegar ákveðið er að niðurgreiða einstaka búvörur til einstakra bænda í einstökum aðildarríkjum. Ákvarðanir eru því ekki bindandi fyrir aðildarríkin heldur aðeins fyrir þann sem hún snertir. Einstaka lagaákvarðanir ESB rata því ekki endilega inn í reglusafn aðildarríkjanna. Þegar meta á hvaða hlutfall af reglugerðaverki ESB ratar inn í íslensk lög verður því að draga slíkar ákvarðanir frá. Eins er vægi þessara gerða afar ólíkt. Hlutfall og umfang tilskipana skipta mestu og ekki síður til hvaða sviða þær ná. EES-samningurinn nær fyrst og fremst til innri markaðarins, sem er innsti kjarninn í evrópsku samstarfi, en þar hefur verið meiri tilhneiging en annarstaðar að notast við tilskipanir. Reglugerðir eru hins vegar mjög notaðar í landbúnaði sem hefur sérstakann sess innan stofnana ESB en getur vart talist til mikilvægustu sviða í starfsemi ríkja þess. Sú aðferð að slá saman þessum tegundum lagaákvarðana gefur því villandi mynd."
Hægt er að lesa greinina í heild sinni á eftirfarandi slóð: http://www.bifrost.is/default.asp?sid_id=22905&tId=1
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Facebook
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.