Leita í fréttum mbl.is

Góð hugmynd SUF

Þjóðin á rétt á því að fá að vita hvernig aðildarsamningarnir okkar verða, þannig að það er hagsmunarmál fyrir alla - sama hvort þeir séu með eða á móti aðild - að aðildarviðræður fari framm þannig að umræðan geti byggst á raunverulegum aðildarsamningum en ekki aðeins á því hvernig samið hefur verið við önnur lönd Evrópu til þessa. Þar sem samningaviðræður milli Íslands og Evrópusambandsins munu taka innan við ár, vegna þess að við höfum þegar tekið upp 3/4 af regluverki þess í gegnum EES samninginn og Schengen, þá er augljóslega mikið hagsmunamál fyrir Íslensku þjóðina að fá að vita nákvæmlega hvað það myndi þýða að klára að taka upp síðasta fjórðung regluverks Evrópusambandsins hér á landi.

Ungir Jafnaðaramenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, ályktaði um sama efni í síðustu viku, og þá ályktun má sjá hér. Þar segir meðal annars;

Meirihluti þjóðarinnar er hlynntur samningaviðræðum - þar á meðal margir sem eru andvígir aðild Ísland að Evrópusambandinu. Ungir Jafnaðarmenn telja það hagsmunamál bæði þeirra sem eru fylgjandi og andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu að samningsmarkmið verði skilgreind, sótt um aðild og landsmönnum öllum gefinn kostur á að kjósa um aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

mbl.is SUF vill kosningar um hvort hefja eigi ESB viðræður í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband