Leita í fréttum mbl.is

Viđvarandi skammtímavandi

Jón Steindór Valdimarsson, framkvćmdastjóri Samtaka iđnađarins, skrifar góđan leiđara í nýjasta tölublađ fréttabréfs SI. Ţar rćđir hann međal annars um hin sérkennilegu rök andstćđinga ađildar Íslands ađ Evrópusambandiđ ađ ađild sé ekki lausn á skammtímavanda ţjóđarinnar. Ţetta er kallađ í rökfrćđi ,,afvegaleiđing" (red herring á ensku eđa Smoke screen) ţar sem andstćđingum er boriđ á brýn ákveđin skođun og svo eru fćrđ rök gegn ţeirri skođun.

Viđ sem teljum ađ ađild Íslands ađ Evrópusambandinu sé af hinu góđa höfum aldrei haldiđ ţví fram ađ ţetta sé skammtímalausn heldur fyrst og fremst langtímalausn á miklum sveiflum í íslensku efnhagslífi. Jón Steindór segir međal annars í leiđara sínum:

Samtök iđnađarins hafa alla tíđ veriđ óţreytandi ađ benda á nauđsyn stöđugleika og jafnvćgis. Ţađ sé forsenda ţess ađ geta byggt upp alţjóđlegt og samkeppnishćft atvinnulíf og halda ţví í landinu. Langt er síđan Samtökin hófu ađ benda á ađ međ ţví ađ skipta um umgjörđ efnahags- og gjaldeyris mála skapast skilyrđi til ţess ađ vinna bug á ţessum viđvarandi vanda. Ađild ađ Evrópusambandinu og upptaka evru er ađ mati Samtaka iđnađarins besta leiđin til ţess. Ţađ er ekki nein skyndihugdetta sem orđiđ hefur til á síđustu mánuđum ţegar gefiđ hefur á bátinn. Ađild ađ ESB er ekki skyndilausn og hún leysir okkur alls ekki undan ţví ađ kunna fótum okkar forráđ í efnahagsmálum. Hún er hins vegar upphafiđ ađ ţví ađ losna undan samfelldum skammtímavanda.

Leiđarann er hćgt ađ lesa á vef Samtaka iđnađarins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband