Leita í fréttum mbl.is

Sækjum um aðild að ESB

Evrópusamtökin hafa á undarförnum árum lagt áherslu á nánari samvinnu við samstarfsþjóðir okkar í Evrópusambandinu. Þar eiga Íslendingar samherja í lausn þeirra alvarlegu vandamála , sem nú kalla á átak og samvinnu allra jarðarbúa svo sem loftslagsbreytingar af manna völdum, misskiptingu lífsgæða og fyrirsjáanlegar breytingar á nýtingu ýmissa auðlinda náttúrunnar.

Við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja í fjármálum alþjóðasamfélagsins hljótum við að svipast um eftir bandamönnum við lausn þess vanda sem þjóðarbúið nú glímir við. Hinn hlutfallslega smái gjaldmiðill okkar er nú orðinn undirrót alvarlegs þjóðarvanda.

Aðild að Evrópusambandinu er ekki skammtímalausn fyrir íslenska bankakerfið, en slíkri aðild myndi fylgja fyrirheit um þátttöku í öflugu myntbandalagi að fullnægðum skilyrðum sem sett hafa verið í því skyni að vernda gildi og trúverðuleika hinnar sameiginlegu myntar. Ef íslensku bankarnir hefðu þróast í umhverfi hinnar sameiginlegu myntar Evrópusambandsins væru starfsskilyrði þeirra önnur og betri en í dag. Og þjóðin stæði ekki andspænis jafn alvarlegu fjárhagslegu áfalli eins og nú er raunin á.

Evrópusamtökin skora nú á almannasamtök, stjórnvöld og löggjafarvald að sameinast um þá stefnu að undirbúin verði á markvissan hátt umsókn íslenska lýðveldsins um inngöngu í Evrópusambandið. Um leið verði fyrstu skrefin stigin í því að samræma íslenska hagstjórn þeim reglum sem gilda fyrir aðildarríki evrópska myntbandalagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Nú þarf ríkisstjórnin að fara að virða ósk almennings, atvinnulífsins, iðnaðarins, verkalýðshreyfingunnar og lífeyrissjóðanna. Tilkynning um undirbúning fyrir aðildarviðræður þarf að berast á næstu dögum.

Samfylkingarmenn verða nú að hætta að halda sig til hlés. Þjóðin þarf á henni að halda. 

Jón Gunnar Bjarkan, 8.10.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband