Leita í fréttum mbl.is

Stórmerkileg grein Ţorgerđar Katrínar varaformanns Sjálfstćđisflokksins

Ágćta áhugafólk um Evrópumál, mitt í ţessum miklu efnahagslegu sviptivindum sem viđ erum ađ upplifa ţessa dagana birtist stórmerkileg grein eftir Ţorgerđi Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráđherra og varaformann Sjálfstćđisflokksins í Fréttablađinu á sunnudaginn. Ţar stappar hún stálinu í landsmenn og minnir á hina miklu áherslu sem stjórnvöld hafa lagt á fjárfestingu í menntun og rannsóknum. En svo fjallar hún um peningamálastefnu Seđlabankans og framtíđarhagsmuni Íslendinga í Evrópu. Ekki er hćgt ađ túlka ţessi orđ varaformanns Sjálfstćđisflokksins öđruvísi en hún telji ađ Íslendingar verđi ađ kúvenda í stefnu sinni í ţessum málum.

Ţorgerđur Katrín segir međal annars;

Ýmis mistök hafa veriđ gerđ á undanförnum árum. En viđ höfum líka sýnt fyrirhyggju til framtíđar á mörgum sviđum: Ţađ hefur til dćmis veriđ fjárfest mikiđ í menntun og rannsóknum á síđustu árum. Ţađ verđur ađ tryggja ađ sú fjárfesting skili sér af fullum krafti inn í okkar samfélag á ţessari ögurstundu. Viđ erum háţróađ ríki međ hörkuduglegt fólk. Í ţví felst okkar von, okkar áskorun.

Viđ verđum einnig á nćstu mánuđum ađ nýta okkur ţau sóknarfćri sem er ađ finna á sviđi orkufreks iđnađar og sjávarútvegs og auka ţar fjölbreytni og sköpunarkarft. Tćkifćrin eru svo sannarlega til stađar og munu hjálpa viđ ađ fleyta okkur í gegnum ţá erfiđu tíma sem framundan eru.

Viđ blasir, ađ sú peningamálastefna sem viđ höfum treyst á undanfarin ár hefur ekki skilađ ţeim árangri sem til var ćtlast, svo vćgt sé til orđa tekiđ. Háir stýrivextir Seđlabankans viđ ţćr ađstćđur sem nú eru uppi í íslensku samfélagi eru eins og öfugmćlavísa. Viđ verđum ađ endurheimta ţann stöđugleika sem hér ríkti og grípa til ţeirra ráđa sem nauđsynleg kunna ađ reynast í ţví sambandi. Íslenskt samfélag og íslenskt efnahagslíf ţolir ekki ađra rússíbanareiđ af ţví tagi sem viđ höfum nú upplifađ. Í náinni framtíđ er ljóst ađ viđ verđum ađ halda áfram ađ reyna ađ lađa ađ erlendar fjárfestingar inn í okkar samfélag á hinum mismunandi sviđum. Ţađ blasir viđ ađ núgildandi peningamálastefna og traust á gjaldmiđili okkar hefur beđiđ hnekki en ţađ er ekki til ţess falliđ ađ vera sá segull sem til ţarf fyrir fjárfesta.

Nýjar forsendur

Ţađ er einnig ljóst ađ umrćđa um tengsl okkar viđ Evrópusambandiđ verđur ekki lengur háđ á sömu forsendum og veriđ hefur til ţessa. Sum ţeirra áfalla sem viđ urđum fyrir má ađ minnsta kosti óbeint rekja til ađildar okkar ađ Evrópusamstarfinu og vísa ég ţar međal annars til ţeirrar heimildar sem íslenskir bankar höfđu til ađ byggja upp innlánsreikninga í öđrum ríkjum en međ íslenskri baktryggingu. Á hinn bóginn má einnig fćra rök fyrir ţví ađ hjá mörgu hefđi mátt komast, ef viđ hefđum átt ađild ađ ESB.

Hvert sú umrćđa sem nú fer í hönd um Evrópumál mun leiđa okkur er engin leiđ ađ spá fyrir um. Viđ verđum ađ velta fyrir okkur hver stađa okkar er og sjá hvernig ríkjum á evrusvćđinu reiđir af í ţeirri fjármálakreppu sem hugsanlega hefur ekki enn náđ hámarki sínu. Hitt er ljóst ađ viđ Sjálfstćđismenn höfum ávallt sagt ađ stefna okkar eigi ađ ráđast af köldu mati á ţví hvar og hvernig hagsmunum Íslands er best borgiđ til lengri tíma. Umhverfiđ er nú breytt, forsendur hafa breyst. Breyttar forsendur kalla á endurnýjađ hagsmunamat.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég hef alltaf sagt ţađ ađ Ţorgerđur Katrín er lang fćrasti stjórnmálamađurinn í Sjálfstćđisflokki og enn og aftur sannar hún mál mitt opinberlega. Ţađ er eins og hún sé eina manneskjan í sjálfstćđisflokknum sem ţori ađ taka upp umrćđuna. Ađrir í flokknum reyna bara ađ berja umrćđuna niđur, ćgilega vondir út í Samfylkinguna ef ţeir taka máliđ upp. Og opinberlega tyfta sjálfstćđisflokkurinn menn frá lífeyrissjóđum, verkalýđshreyfingunni, samtökum iđnađarins eđa samtökum atvinnulífsins ef ţeir dirfast til ađ lýsa skođun sinni. Ţađ bara má einfaldlega ekki tala um ESB í ţessu landi.

Jón Gunnar Bjarkan, 14.10.2008 kl. 17:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband