Leita í fréttum mbl.is

EVRAN í MBL - Reykjavíkurbréf

MBLVert er að vekja athygli á umfjöllun sunnudagsútgáfu Morgunblaðisins á umræðunni um Evruna í Danmörku. Danir eru með sína krónu bundna við Evruna, en engu að síður er danska krónan berskjölduð gagnvart árásum spákaupmanna, sem smámynt í alþjóðlegu samhengi. Meiri en minni líkur eru á því að Danir muni ganga til þjóðaratkvæðis um Evruna árið 2011. Afstaða Sósíaíska Þjóðarflokksins (SF) mun þar ráða miklu, en þeir eru klofnir í málinu. Í umfjöllun blaðsins er að finna fjölda viðtala um málið. Lengri útgáfur af þeim er að finna á ESB-síðu MBL: www.mbl.is/esb

Í Reykjavíkurbréfi MBL er einnig að finn umræðu EVRU-mál hér á Íslandi og þá tillögu Sjálfstæðismanna um að taka upp EVRU, með aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins(!) og í samvinnu við ESB! Þetta nýjasta ,,útspil" Sjálfstæðismanna er að finna í formi sérálits þeirra í nýrri Evrópuskýrslu. Höfundur Reykjavíkurbréfs veltir þessu fyrir sér og skrifar:

Sérálit sjálfstæðismanna virðist því reist á hæpnum forsendum. Það athyglisverðasta við það er að með því viðurkennir Sjálfstæðisflokkurinn að krónan dugi ekki og Ísland þurfi evru. Hvað gerist þá eftir að látið verður á það reyna hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geti hjálpað okkur að fá evruna án þess að ganga í ESB? Ef það gengur ekki, hvaða ályktun ætla sjálfstæðismenn að draga af því? Að krónan verði að duga? Eða að eina leiðin til að fá nothæfan gjaldmiðil sé að ganga í Evrópusambandið? Af hverju geta menn ekki horfzt í augu við staðreyndir í stað þess að reyna að kaupa sér tíma með því að skálda einhvern gerviraunveruleika í utanríkismálum?

Þarf að segja meira?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Gott að geta verið þér svona sammála. Ég reyndi að kommentar á þessa frétt. Sjálsftæðismenn hafa ekki reynt að verja málstað sinn.

Gísli Ingvarsson, 19.4.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband