Leita í fréttum mbl.is

Lífseigar bábiljur, Aðalsteinn Leifsson í MBL.

ALVekjum athygli ykkar á mjög góðri grein Aðalsteins Leifssonar(mynd), lektors við HR, í Morgunblaðinu í dag. Þar fjallar hann um eitt helsta álitamál þjóðarinnar í samskiptum við Evrópusambandið, þ.e. framtíð íslensk sjávarútvegs innan ESB. Í sjálfu sér kemur ekkert nýtt fram í grein Aðalsteins, en það virðist vera að gamla bábyljan, um að hér myndi allt fyllast af erlendum togurum, dúkki upp aftur og aftur.

Þess má geta að Aðalsteinn er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í málefnum Íslands og Evrópusambandsins og hefur margra ára reynslu sem starfsmaður utanríkisþjónustunnar, EFTA og starfsmaður margra nefnda Alþingis sem hafa farið yfir málefni Íslands og ESB.

Það er því mikilvægt að halda þessum staðreyndum til haga. Aðalsteinn segir meðal annars:

,,Stærsta bábiljan í Evrópuumræðunni er sú að kvóti færist frá íslenskum stjórnvöldum til annarra aðildarríkja Evrópusambandsins. Staðreyndin er sú að allur kvóti í staðbundnum stofnum umhverfis Ísland verður áfram í höndum íslenskra stjórnvalda eftir aðild að Evrópusambandinu. Samkvæmt gildandi reglum Evrópusambandsins er kvóti í höndum þeirra ríkja sem hafa veiðireynslu í viðkomandi fiskistofni. Ekkert aðildarríkja ESB hefur veiðireynslu umhverfis Ísland í meira en 30 ár. Aldrei hefur verið litið lengur en 9 ár aftur í tímann þegar veiðireynsla er metin.  Þess vegna fer því víðsfjarri að við ESB aðild Ísland muni erlendir togarar gera sig heimakomna í íslenskri lögsögu. Við þurfum hvorki undanþágu eða sérlausn til þess að tryggja að allur kvóti verði í höndum Íslands eftir aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mikilsverð staðreynd  sem áhrifamenn í framkvæmdastjórn ESB hafa ítrekað staðfest, m.a. á opnum fundum á Íslandi......

Reglunum um eignarhald á kvóta á grunni veiðireynslu hefur hins vegar aldrei verið breytt og er einn af hornsteinum núverandi sjávarútvegsstefnu ESB. Breytingar eru ákafalega ósennilegar því þær hefðu í för með sér að verðmæti væru færð frá einu aðildarríki til að láta þau í hendur annars. Ef Íslendingar vilja fá algera staðfestingu á því að kvóti í staðbundnum stofnum verði í höndum Íslands, þá má setja ákvæði þess efnis í aðildarsamninginn. Aðildarsamningar hafa sama lagalega gildi og sáttmálar sambandsins og yrði því ekki breytt nema með samþykki Alþingis eða í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi. Með þessu væri gulltryggt að allur kvóti í staðbundnum stofnum innan íslensku lögsögunnar verði í höndum Íslands til frambúðar."

Hvetjum alla til að lesa þessa grein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband