Leita í fréttum mbl.is

Úr auðlindaskýrslu Sjálfstæðisflokksins!

Í tengslum við auðlinda-umræðuna og ESB er algengt sjónarhorn Nei-sinna að auðlindir þjóðarinnar eins og jarðhitinn, fallvötnin og hugsanleg olía, falli undir lögsögu ESB. Í þeim efnum er gott að vísa á auðlindaskýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins. Þeim sem fylgjast með Evrópuumræðunni er kunnugt um afgstöðu flokksins til Evrópu sem varð ofan að loknum landsfundi. Í umræddri skýrslu segir meðal annars:

,,Niðurstaða undirritaðra er að aðild að sambandinu muni ekki hafa verulegar breytingar á málefni er tengjast raforku, vatni, jarðvarma, olíu og gasi. Aðild að ESB hefði engin áhrif á yfirráð Íslands yfir Drekasvæðinu. Aðildin mun heldur ekki hafa verulegar breytingar á regluverkið er gildir um hálendið eða á málefni Norðurheimskautsins."

Sjá;  http://www.evropunefnd.is/audlindir/drog/3/
Þessu til stuðnings má einng benda á frétt MBL, þar sem rætt er við orkumálastjóra, Guðna Jóhannesson, sem segir hið sama. Lesið fréttina hér
Evrópusamtökin hvetja til þess að svara rangfærslum Nei-sinna við sem flest tækifæri og með hjálp nútíma samskiptatækni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Exclusive" og "shared competence" í Lissabon sáttmálanum fela í sér endanlegt forræði ESB í málaflokkum. Hinsvegar er það rétt að við munum ekki finna mikið fyrir því í þessum málaflokkum á meðan engin ákveður að breyta reglugerð í Brussel.

Sé það gert þarf hinsvegar ekki að spyrja Íslendinga fyrst.

Svo ég nýti mér nútíma samskiptatækni til að svara hálfsannleika.   

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Tilvitnunin er gott dæmi um að það er ekki bara spurning um hvað er sagt heldur líka hvernig. Ef maður breytir aðeins litanotkun ...

,,Niðurstaða undirritaðra er að aðild að sambandinu muni ekki hafa verulegar breytingar á málefni er tengjast raforku, vatni, jarðvarma, olíu og gasi. Aðild að ESB hefði engin áhrif á yfirráð Íslands yfir Drekasvæðinu. Aðildin mun heldur ekki hafa verulegar breytingar á regluverkið er gildir um hálendið eða á málefni Norðurheimskautsins."

... þá virkar þetta ekki eins afgerandi.

Haraldur Hansson, 29.4.2009 kl. 17:59

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

En heldurðu að þeir myndu ekki spyrja okkur? Myndu þeir ryðjast yfir okkur? Myndum við kyngja því?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 29.4.2009 kl. 17:59

4 identicon

Ruddust þeir ekki yfir okkur í Icesave málinu? Hefðum við ekki tekið á okkur ábyrgðina þá hefði ógnin við fjármálastöðugleika í Evrópu ekki verið minni þótt við hefðum verið í ESB.

Síðast þegar ég vissi voru stjórnmálamenn við völd í ESB-ríkjum eins og öðrum ríkjum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband