Leita í fréttum mbl.is

ESB-aðild: Kjör neytenda myndu batna, segir Talsmaður neytenda

Gísli TryggvasonÍ Morgunblaði dagsins er viðtal við Gísla Tryggvason, sem gegnt hefur starfi Talsmanns neytenda í fjögur ár. Neytendamál og neytendaréttur hafa fengið vaxandi athygli á undanförnum árum. Neytendamál snerta einnig ESB-málið, enda neytendalöggjöf mjög sterk innan ESB. Í viðtalinu fer Gísli yfir víðan völl en hann er einnig afdráttarlaus í skoðun sinni á aðild að ESB og telur án vafa að Ísland muni hagnast á aðild.

Orðrétt segir hann: ,,Nefnd á vegum forsætisráðuneytisins leitaði um daginn eftir sjónarmiðum mínum um hvaða áhrif ESB-aðild kynni hugsanlega að hafa...tel ég að möguleikar að hafa áhrif í Brussel í þágu neytenda myndu stórbatna og það sem meira er um vert, kjör neytenda myndu batna verulega. Það er óumdeilanlegt af þeim sem til þekkja," sagði Gísli í samtali við Morgunblaðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband