Leita í fréttum mbl.is

Reykjavíkurbréf MBL um ESB

MBLReykjavíkurbréf Morgunblaðisins í dag ber yfirskriftina ,,Evrópusambandið og væntingarnar" og fjallar þarf af leiðandi um ESB. Bréfið er gott dæmi um þá upplýstu og vönduðu umræðu sem þarf að fara fram um ESB-málið. Í því er m.a. komið inn á fjórar veigamiklar ástæður fyrir umsókn Íslands að ESB; gjaldmiðillinn, lækkun vaxta, lægra matvælaverð og endurreisn lánstrausts þjóðarinnar. Þá er einnig komið inn á samninga Norðmanna við ESB og þá staðreynd að þar var að finna ýmsar sérlausnir Norðmönnum í hag (ESB gengur jú út á málamiðlanir og samninga á milli aðila). Í Reykjavikurbréfinu segir orðrétt um samninga Norðmanna:

,,Hægt er að horfa til að minnsta kosti þriggja fordæma þegar metið er hvort Ísland eigi möguleika á sérlausnum í samningum við ESB.

Það fyrsta er samningar Noregs um aðild að ESB árið 1994. ESB átti þá veiðirétt í norskri efnahagslögsögu á grundvelli sögulegrar veiðireynslu, öfugt við það sem gerist í tilfelli Íslands. Í aðildarsamningi Noregs var kveðið á um að aflahlutdeild ESB í norskri lögsögu og Noregs í lögsögu annarra ESB-ríkja byggðist á sögulegri reynslu á árunum 1989-1993. Samningsaðilar máttu hvorki auka sókn í vannýtta stofna hvorir í annarra lögsögu né auka veiðar á tegundum utan kvóta.

Þannig tókst Norðmönnum að tryggja svo til óbreytta stöðu gagnvart ESB. Þeir fóru ennfremur fram á að fiskveiðistjórnunarkerfi þeirra norðan 62. breiddargráðu héldist óbreytt. Norðmenn fengu tímabundna undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni fram til 1998 og áttu þá að fara sjálfir algerlega með stjórn á þessu svæði. Eftir þann tíma átti það að falla undir sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna en þó þannig að fiskveiðistjórnunarreglur Norðmanna féllu inn í hana. Þetta er því dæmi um sérlausn þar sem ESB veitir ekki einu ríki undanþágu frá löggjöf sinni, heldur lýsir vilja til að breyta löggjöfinni til að koma til móts við hagsmuni aðildarríkisins.

Með aðild hefði Noregur fengið sömu áhrif á mótun sjávarútvegsstefnunnar og önnur aðildarríki og gott betur því að landinu var heitið því að það fengi embætti sjávarútvegsmálastjóra í framkvæmdastjórn ESB."

Einnig er fjallað um samninga Möltu og ESB árið 2004, sem fengu mjög hagstæð sérákvæði í sínum sjávarútvegsmálum.

Lesa má meira um það á www.evropa.is, á þessari krækju

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vaaaaá. en spennandi. tímabundin undanþága hér og undanþága þar og embætti sjávarútvegsmálastjóra að auki... og örugglega í marga mánuði...

Alveg svakalega fín rök fyrir þá sem eiga eftir að uppskera af verðmætum auðlindum okkar til eilífðarnáns. Forfeðurnir fengu nefnilega undanþágu í nokkra mánuði sko....

Þú ert nú eiginlega bara sölumáður á undanþágu sko

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 11:31

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ekki get ég nú séð að þetta hafi verið sérlega gott fyrir Norðmenn enda voru þeir greinilega ekki á sama máli og þú og kolfelldu þennan ESB samning.

Síðan þetta var hefur ESB svo bara versnað.

Sjávarútvegsstefnan er handónýt og alger öskuhaugamatur, sem betur fer fyrir Norðmenn fóur þeir ekki inní þetta ormétna Bandalag skrifræðisins.

Held að við Íslendingar eigum að fara að dæmi þeirra og segja;

       ÁFRAM ÍSLAND - ESB NEI TAKK !

Gunnlaugur I., 25.5.2009 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband