Leita í fréttum mbl.is

Agnesi svarađ

Andrés PéturssonAndrés Pétursson, formađur Evrópusamtakanna skrifar snarpa grein í MBL í dag, ţar sem hann svarar Agnesi Bragadóttur, einum virtasta blađamanni (konu!) blađsins. Ummćli hennar i sunnudagspistli hennar í gćr, 23. maí hafa vakiđ athygli, sérstaklega er hún fullyrđir ađ ESB muni taka yfir auđlindir landsins, ef Ísland gengur í ESB. Í grein sinni segir Andrés m.a.:

,,Ţađ er hins vegar miklu alvarlegra ţegar ţú í grein ţinni í sunnudagsblađi Moggans 23. maí sl. kemur enn og aftur međ margleiđréttar rangfćrslur ađ Evrópusambandiđ ćtli sér ađ taka yfir auđlindir Íslands. Hvar hefur ţú haldiđ ţig undanfarin ár ţegar allir helstu sérfrćđingar bćđi erlendir og innlendir hafa margoft bent á rugliđ í ţessum málflutningi?! Ég veit ađ ţađ ţýđir lítiđ ađ benda ţér á menn eins og Eirík Bergmann, Ađalstein Leifsson, Auđunn Arnórsson, Úlfar Hauksson, Baldur Ţórhallsson eđa Kristján Vigfússon ţví í ţínum huga eru ţetta ekki helstu sérfrćđingar ţjóđarinnar í málefnum Evrópusambandsins heldur einstaklingar sem eru „illa“ haldnir af Evrópusýkinni eđa aftaníossar Samfylkingarinnar og ţví ekki hlutlausir álitsgjafar. En gćti ekki veriđ ađ ţessir ađilar hefđu hreinlega kynnt sér ţessi Evrópumál af gaumgćfni og ţess vegna styddu ţeir Samfylkinguna!

Ég vil ţví benda ţér á álit auđlindanefndar Sjálfstćđisflokksins (og ekki telst sá flokkur hluti af ađdáendaklúbbi ESB og ţví hlýtur ţetta ađ vera marktćkur álitsgjafi) varđandi hugsanlega ađild Íslands ađ Evrópusambandinu. Í álitinu segir međal annars:

„Niđurstađa undirritađra er ađ ađild ađ sambandinu muni ekki valda verulegum breytingum á málefnum er tengjast raforku, vatni, jarđvarma, olíu og gasi. Ađild ađ ESB hefđi engin áhrif á yfirráđ Íslands yfir Drekasvćđinu. Ađildin mun heldur ekki valda verulegum breytingum á regluverkinu er gildir um hálendiđ eđa á málefni norđurheimskautsins.“

Lesa má greinina í heild sinni á www.evropa.is

Einnig er vert ađ benda á ađ á www.mbl.is/esb er ađ finna fjölda greina um ESB, m.a. um orku og auđlindamál. T.d. viđtal viđ Guđna Jóhannesson, Orkumálastjóra, ţar sem hann tjáir sig um ţetta. Lesiđ hér


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband