Leita í fréttum mbl.is

Leiðtogi norskra hægrimanna vill þjóðaratkvæðagreiðslu

Á vefnum amx.is er skýrt frá eftirfarandi:

Erna Solberg"Erna Solberg, leiðtogi Hægri flokksins í Noregi, opnar á þann möguleika að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi um nýja aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Hingað til hafa norskir ESB-sinnar hafnað tillögum að að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu til að kanna hug þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu, að því er Bergens Tidende skrifa og E24 vitnar til. Nú segir Solberg hins vegar að hún leggist ekki gegn slíku, þar sem það gæti komið Evrópuumræðunni af stað á nýjan leik í Noregi.

„Ég sé ýmsar ástæður til að taka málið upp að nýju enda eru 15 ár liðin frá því að við sóttum um aðild síðast. Þar ríður ekki síst á að komast að því hvaða áhrif aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur á EES-samninginn í Noregi,“ segir Solberg.

Flokksformaðurinn er þess fullviss að ný ESB- barátta verður þinguð fram fyrir næstu kosningar til norska Stórþingsins."

Sjá http://e24.no/makro-og-politikk/article3174788.ece

Greinilegt er að ESB-málið er búið að hrista upp í Norðmönnum og að umræðan þar er kominn á fullt aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband