Leita í fréttum mbl.is

Athyglisvert sjónarhorn sjómanns - hvað með bændur?

Í fréttaskýringarþætti RÚV um ESB vakti viðtal við sjómanninn Guðmund Geirdal sérstaka athygli bloggara. Um var að ræða óvenju skynsamlegt sjónarhorn á sjávarútvegsmálin. Viðtalið má sjá í heild sinni hér

Bloggara er spurn: Eiga bændur innan sinna vébanda talsmenn svipaðrar nálgunar? En sem kunnugt er hafa samtök bænda neitað að ræða aðild, segja einfaldlega NEI við aðildarviðræðum við ESB. Hvað þýðir það? Er það ekki yfirlýsing um að bændur vilji óbreytt ástand?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Við Bændur vitum alveg hvað bíður okkar í samkeppninni innan ESB.  Þar er gjörspillt styrkjakerfi sem ég er búin að reyna átta mig á í 15 ár. En það er ekki hægt rekja styrkina. það eru allt aðrar tölur sem eru gefnar upp  en reyndin er. Núna síðast kom það upp úr kafinu að ein kjötvinnsla í Danmörku Danish Crown Fær 8 milljarða kr í árlegan stuðning frá ESB, sem álíka upphæð og allur ríkistuðningur til landbúnaðar á Íslandi,  Þeir eru með mikinn innflutning til íslands og þar kom skýringin á lágu verði á svínakjöti þaðan.

í dag eru engir styrkir til svína og kjúklinga framleiðslu á Íslandi

Og svona í lokin til að leiðrétta það sem kom fram í þessum "frábæra" fréttaþætti um ESB hjá RÚV, þá hafa 12000 manns afkomu af landbúnaði hér en ekki 4000.

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 25.7.2009 kl. 13:17

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Sæll Gunnar. En,: Hvernig sérð þú bændur/samtök bænda koma að aðildar/samningaviðræðum, þegar þið neitið alfarið þessu dæmi? Getið þið verið 100% vissir hvað er í boði? Sérðu engin tækifæri?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 25.7.2009 kl. 13:37

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég hef verið í sambandi við kollega minn þarna úti. Hann var að gefast upp á slagnum þegar hann ásamt 5 öðrum bændum ákváðu að ráða til sín lögfræðing og opna skrifstofu í Brussel til að gæta hagsmuna þeirra. Í dag vinna 4 á skrifstofunni að sækja um styrki og kenna þeim hvernig þeir eiga að leika skal á kerfið. Þetta er umhverfi sem við höfum engan séns í.

Það sem ég óttast allra mest er hvernig  einokunar verslunin hér heima kemur til með að vinna úr spilunum. Miðað við þau vinnubrögð sem viðhöfð eru kemur verð sjálfsagt til með að lækka nokkuð fyrst eftir opnun en ekki miðað við gengið í dag.

Það verslunin kemur til með að gera er að flytja nokkra gáma af kjöti og loka okkur úti þangað til að við lækkum verðin. þetta kemur til með að ganga þangað við leggjum upp laupana hægt og rólega og þegar innflutta kjötið verður komið í 40 til 50% af innflutningnum verður svo óhagkvæmt að framleiða og vinna þetta litla magn að verðið á því kemur til með að stórhækka. Á þessum tímapunkti verður verslun komin í það að panta, sjá um birgðahald, raða í hillur og taka á sig alla rýrnun sem hún gerir ekki í dag. Þetta verður skammgóður vermir eftir það verður verðið svona 30% dýrara en það hefur verið.

Íslenskur landbúnaður er er á hárfínni línu um að geta lifað. Þær tilraunir til útflutnings sem reyndar hafa verið, falla ekki á kaupendum heldur á tæknilegum hindrunum því allar þjóðir verja sinn landbúnað með odd og egg

Eins þarf gífurlega fjármuni í sókn erlendis og með svona pínu lítin og veikan heimmarkað er borin von um árangur. Málið mundi líta betur út með tryggan heimamarkað upp á 3 milljónir manna og verslun sem stæði með okkur en því er ekki að heilsa

Eins búum við mjög afkastalitla búfjárstofna vegna einangrunar. til að keppa þyrftum við að skipta um þá alla. þar hægt auka hagkvæmni um tugi %

Íslenska sauðféð er með afbrigðum lélegt til kjötframleiðslu í magni og hagkvæmni

Að skipta um búfé tekur 4-8 ár.

Ég get haldið lengi áfram en ég nenni því ekki

kveðja

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 25.7.2009 kl. 15:13

4 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Þriðja málsgrein átti að vera svona

Það sem verslunin kemur til með að gera er að flytja nokkra gáma af kjöti og loka okkur úti þangað til að við lækkum verðin. þetta kemur til með að ganga þangað við leggjum upp laupana hægt og rólega og þegar innflutta kjötið verður komið í 40 til 50% af markðnum verður svo óhagkvæmt að framleiða og vinna þetta litla magn að verðið á því kemur til með að stórhækka.  Á þessum tímapunkti verður verslun komin í það að panta, sjá um birgðahald, raða í hillur og taka á sig alla rýrnun sem hún gerir ekki í dag. Þetta verður skammgóður vermir sem tekur 3-4 ár eftir það verður verðið svona 30% dýrara en það hefur verið.

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 25.7.2009 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband