Leita í fréttum mbl.is

Tvær beittar greinar í FRBL

Friðrik RafnssonTvær beittar og skemmtilegar greinar er að finna í Fréttablaði dagsins. Sú fyrr er eftir Friðrik Rafnsson, þýðanda, undir yfirskriftinni "Í nýju og skapandi samhengi." Þar skrifar segir Friðrik m.a.:

"Engin nútímaþjóð getur staðið ein, allra síst fámenn þjóð eins og við Íslendingar erum. Samstarf við aðrar þjóðir er okkur lífsnauðsyn, það hafa Íslendingar vitað og stundað frá upphafi byggðar hér. Samstarf við nágranna- og frændþjóðirnar á Norðurlöndunum hefur löngum verið eðlilegast og hentugast."

Og síðar segir: "Getur ekki verið að Evrópusambandið fyrir okkur Íslendinga nú á 21. öldinni, sé það samhengi sem Norðurlöndin voru okkur á síðari hluta þeirrar 20? Evrópusambandið er nefnilega ekki heimsveldi, eins og sumir hér virðast halda, heldur bandalag sjálfstæðra og fullvalda þjóðríkja. Þess vegna var það alveg hárrétt ákvörðun hjá meirihluta Alþingis um daginn að senda inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu..."

Öll greinin er hér

Hin greinin er eftir Véstein Ólason, prófessor, en þar fjallar hann, bæði með gamni og alvöru, um hrakfarir okkar Íslendinga. Í greininni, sem hann skírir "Þursaflokkurinn" segir hann meðal annars:

 "Að öllu gamni slepptu – því að hér er alvörumál á ferð – er eðlilegt að Alþingi vilji skoða Icesave-samninginn vel. Komi fram á honum „leyndir" gallar er sjálfsagt að reyna allt sem hægt er til að komast að samkomulagi um að bæta úr þeim án þess að hleypa málinu í uppnám. Það þarf hins vegar ekki að lesa þúsundir blaðsíðna af greinargerðum til að skilja hvernig þessi mál líta út utan frá. Íslensk fyrirtæki sökktu landinu í skuldafen með óábyrgu framferði. Þau ollu stórtjóni og vöktu athygli á sér fyrir glæfralegt, jafnvel glæpsamlegt, framferði í þeim löndum sem við þurfum nú að semja við. Íslenskar eftirlitsstofnanir reyndust ófærar um að koma í veg fyrir hamfarirnar. Þeir sem bera ábyrgð á fjármálum annarra ríkja (skattpeningum almennings) eða alþjóðlegra sjóða geta ekki afhent okkur ófafé án þess að hafa einhverjar vísbendingar um að Íslendingar ætli að leysa sín mál sómasamlega og fylgja stefnu sem öðrum virðist trúverðug og geri okkur kleift að standa við skuldbindingar. Er það ofbeldi?"

Öll greinin er hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband