Leita í fréttum mbl.is

Kolbrún hin hvassa

KBHvass pistill Kolbrúnar Bergþórsdótturá leiðarasíðu MBL í gær hefur vakið mikla athygli. Pistillinn sem ber heitið Sjálfstæðisflokkur - fyrir hverja, og í honum spyr Kolbrún spurninga sem er í sjálfu sér hverjum flokksformanni hollt að spyrja sig, t.d. hvað sé að gerast hjá flokknum? Í pistlinum segir Kolbrún meðal annars:

"Hvað er að gerast í Sjálfstæðisflokknum? Útbelgd þjóðremba er farin að ágerast í flokknum og það virðist veruleg hætta á því að hann einangrist og verði að harðlínuíhaldsflokki með takmarkað fylgi. Það hlakkar í andstæðingum flokksins vegna þeirrar vafasömu stefnu sem flokkurinn er að taka. Hinir, sem eru fjölmargir, og bera virðingu fyrir flokki sem svo oft hefur verið rödd skynseminnar, hafa áhyggjur af þessari þróun mála.

Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, virkar enn sem komið er hikandi og óöruggur. Í stað þess að hlusta á Evrópusinna í eigin flokki og gefa þeim svigrúm og frelsi hefur hann tekið afstöðu með þeim öflum innan flokksins sem þusa endalaust um afsal fullveldis gangi Ísland í Evrópusambandið. Evrópusinnuðum sjálfstæðismönnum virðist varla lengur vært í eigin flokki og hljóta að finna sér annan verustað. Nýr formaður er ekki að breikka eigin flokk heldur þrengja hann."

Allir muna hvernig Davíð Oddsson afgreiddi t.d. skýrslu Endurreisnarnefndar flokksins á landsfundinum í vor, þegar hann tróð upp með sitt "númer" á fundinum. Þar er m.a. vikið að Evrópumálum. Ef svo fer eins og Kolbrún talar um og flokkurinn "þrengist," má velta því fyrir sér hvort einhverjar fleiri svona skýrslur verði gerðar á vegum flokksins?

Svona til upprifjunar má sjá ræðu DO hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kolbrún Bergþórsdóttir er yfirlýstur stuðningsmaður Samfylkingarinnar og ESB.

Hún hefur akkúrat ekkert umboð til að tala niður til Sjálfstæðisflokksins, eða Sjálfstæðismanna. 

Sjálfstæðismenn móta sínar skoðanir sjálfir.

Axel Jóhann Axelsson, 10.8.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ekki hef ég verið sammála mörgu sem sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir, en í þessu máli er ég sammála þeim sem réttilega benda á að lítið verði eftir af sjálstæði þjóðarinnar ef hún lætur tæla sig inn í tröllaukið báknið, allt sem stefnir til meiri miðstýringar er eitur í mínum beinum, tel mig samt litla þjóðrembu, mikil miðstýring gagnast fyrst og fremst stjórmála-framapoturum, stórfyrirtækjaeigendum og fjármagnseigendum og býður heim hættu á auknu lögregluríki og smásmugulegu reglugerðarfargani. Við eigum að ganga á undan með góðu fordæmi og segja okkur skilið frá svikamyllu-arðráns-fjármálakerfi því sem jarðarbúar búa við, þótt töff yrði um tíma myndi almenningur annarra þjóða kannski taka við sér og varpa af sér okinu...semsé, alþjóðleg uppreisn gegn gjörspilltu kerfi, bylting með öllu sem slíku myndi fylgja, því að siðspillta elítan lætur ekki taka af sér forréttindi sín og gullgæs án öflugrar mótspyrnu, það hefur hún margoft sýnt í gegnum síðustu aldir og skirrist ekki við að stofna til styrjalda jafnvel ef með þarf eins og þeir sem eru ágætlega inn í heimi baktjaldamakks og valdabrölts þekkja, á toppi valdapýramídans er aðeins pláss fyrir siðblindingja...enda langar fáa aðra til að synda með hákörlum og velta sér með svínum í forinni.

“The issue which has swept down the centuries and which will have to be
fought sooner or later is the People vs. The Banks.”
- Lord Acton, Lord Chief Justice of England, 1875

"We began planning the Revolutionary War in order to issue our own money
again" -Benjamin Franklin .

"Men fight for liberty and win it with hard knocks. Their children, brought up easy, let it slip away again, poor fools. And their grand-children are once more slaves." -D H. Lawrence

Að láta báknið gleypa sig mun ekki færa komadi kynsóðum neitt annað en að verða einnig skuldaþrælar svikamyllukerfis, það þarf að ganga af því dauðu en ekki endurreisa það á kostnað almennings sem fæstir gera sér grein fyrir því að það er vitlaust gefið og að sumir eru með auka ása upp í erminni.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.8.2009 kl. 17:00

3 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Samfylkingunni var í lófa lagið að velja hægfarnari leið í ESB-málinu með betri undirbúningi. Það hefði valdið minni deilum og aukið svigrúm til þess að vinna að mikilvægari málum. En Samfylkingin sýndi það að hún hefur ekkert annað á stefnuskránni en að ganga í ESB og þóknast valdhöfum þar. Samfylkingin hefur enga aðra stefnuskrá, það sjá allir sem hafa augun opin. Samfylkingin hefur heldur ekki áhuga á samningsmarkmiðum því það er að hennar mati út í hött að reyna að átta sig á fyrirfram hvað maður vill fá út úr samningaviðræðum. Traustvekjandi stjórnmálaflokkur eða hitt þó heldur.

Þorgeir Ragnarsson, 10.8.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Kolbrún hlýtur að hafa stjórnarskrárbundinn rétt til þess að tjá sig um Sjálfstæðisflokkinn. Ef ekki, er þá ekki eitthvað að?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 10.8.2009 kl. 20:03

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Endilega reynið að hafa staðreyndirnar réttar. Davíð gagnrýndi skýrslu framtíðarnefndarinnar svokallaðrar en ekki Evrópunefndarinnar. Þess utan, Kolbrún ber enga umhyggju fyrir Sjálfstæðisflokknum enda aldrei stutt þann flokk. En henni er hins vegar mjög umhugað að troða Íslandi inn í Evrópusambandið og vildi gjarnan fá Sjálfstæðisflokkinn með sér í þann leiðangur. Henni gremst hins vegar eðlilega að vita að flokkurinn hefur ekki í hyggju að snúa baki við sjálfstæði þjóðarinnar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.8.2009 kl. 20:31

6 Smámynd: Jón Þór Helgason

Hversu margir eru stuðningmenn ESB sem tala fyrir inngöngu eru fyrstir að kjötkötlunum ef við göngum í ESB?

 Haldið þið að menn eins og Björgvin Sig, Össur og Baldur Þórhallss geti fengið betri vinnu en að sleikja frímerki í Brussel? 

Flestir þeir sem eru að tala um ESB eru fyrst og fremst að hugsa um eign hag, þar sem mikið af þessu fólki fær ekki betri vinnu en í skattaskjólnu Brussel (Starfsmenn ESB greiða ekki skatta). 

Þessi flýtir í betra líf í Brussel mótar umræðuna um Icesave. Því ekki má tefja leiðina til fyrirheitnalandsins.

Evrópusinnar mega skammast sín í hvernig þeir eru tilbúnir að knésetja þjóðina bara til að geta fengið bitlinga sjálfir.

Jón Þór Helgason, 11.8.2009 kl. 05:17

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið andskoti er ég sammála þér Jón Þór Helgason.

Árni Gunnarsson, 11.8.2009 kl. 05:36

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er nú rétt sem kolbrún bendir á, stórfurðulegur málflutningur Sj.st.fl. í öllum málum orðð.

"Útbelgd þjóðremba"  lýsir þessu tendensi býsna vel.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.8.2009 kl. 08:22

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hægrikratarnir vilja helst vinna með sjálfstæðisflokknum og ergist það því að geta ekki dregið hann með sér í ESB-leiðangur sinn. VG má muna það um leið og Bjarni Ben sýnir á sér ESB-hliðina mun Samfylkingin yfirgefa VG á innan við viku til að vinna með þeim sem hugur þeirra stendur til.

Héðinn Björnsson, 11.8.2009 kl. 08:52

10 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Sjáflstðisflokkurinn er ekki nálægt neinum af þessum "öfgahægriflokkum" meira segja vægir þjóðernissinnaðir flokkar eins og danski fólksflokkurin er meira "öfgahægri"

Alexander Kristófer Gústafsson, 13.8.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband