Leita í fréttum mbl.is

Ekki bara fiskur og landbúnaður!

DramaESB snýst ekki bara um fisk og landbúnað fyrir okkur Íslendinga, þó þessi svið séu afar mikilvæg. Sé litið yfir "sviðið" (les: samfélagið) sést að við Íslendingar erum þátttakendur í Evrópusamvinnu á geysilega mörgum sviðum. Við sækjum til Evrópu og Evrópa sækir til okkar. Ánægjulegt dæmi um þetta má finna fréttavef stúdenta H.Í undir fyrirsögninni: Stúdentaleikhúsið fékk vænan styrk frá ESB. Í inngangi fréttarinnar segir: "Stúdentaleikhúsið hefur fengið nærri eina og hálfa milljón króna í styrk frá Evrópusambandinu til að safna gögnum og skrifa sögu leikhússins.Stúdentaleikhúsið fagnar 80 ára afmæli um þessar mundir en það hefur starfað frá árinu 1929."

Menning er hverri þjóð mikilvæg og virkilega ánægjulegt að Stúdentaleikhúsið geti nú ritað sína merku sögu, enda margir frægir listamenn leikið sín fyrstu hlutverk þar.

Hér er öll fréttin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband