Leita í fréttum mbl.is

Hvað gera bændur þá?

GHÁStjórnmálafræðingurinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, ritaði grein í Morgunblaðið á sunnudaginn um landbúnaðarmál og afstöðu Bændasamtaka Íslands gagnvart því ferli sem fór í gang við aðildarumsókn Íslands að ESB. Í greininni segir Gunnar m.a:

,,Samtök bænda hafa einnig rætt Evrópumálin. Þau hafa komist að þeirri niðurstöðu að ESB sé ekkert fyrir íslenska bændur. Þau hafa einnig ákveðið að taka ekki þátt í umræðunni á meðan umsóknarferli stendur. Bændasamtökin vilja því ekki einu sinni ræða ESB. Samtökin nota Bændablaðið til þess að koma boðskap sínum á framfæri.

Er þeim stætt á þessari afstöðu? Íslenskur landbúnaður er sá landbúnaður sem nýtur hvað mestra styrkja á byggðu bóli, samkvæmt OECD og tölum landbúnaðarsamtakanna. Árið 2005 var þetta um 10 milljarðar króna. Framlag landbúnaðar til landsframleiðslunnar var 1.1% árið 2006 og í greininni starfaði 3,8% vinnuafls í landinu (var 38% árið 1940). Til samanburðar má geta þess að rekstrargjöld Hafnarfjarðarbæjar árið 2007 námu svipaðri upphæð. Þetta er því eins og að íslenskur almenningur myndi greiða fyrir allan rekstur Hafnarfjarðarbæjar.

Laun bænda eru einnig sér kapítuli útaf fyrir sig. Meðallaun þeirra eru með þeim lægstu á almennum vinnumarkaði. Vitað er að búmennskan dugar mörgum ekki til að ná endum saman. Grípa því margir til allskyns aukavinnu. Þetta er staðfest í nýrri skýrslu, Litróf búskapar og byggða, sem Háskóli Íslands gaf nýlega út. Þar kemur fram að 70% fjölskyldna, ,,hafa einhverjar tekjur af launavinnu eða verktakastarfsemi utan býlisins. Þetta er með því hæsta sem gerist í Evrópu,” segir í skýrslunni. Í henni kemur einnig fram að áhyggjur vegna nýliðunar í landbúnaði eru ofarlega í huga bænda. Meðalaldur bænda árið 2006 var 52 ár.

Þá eru margir bændur gríðarlega skuldsettir, sérstaklega mjólkurbændur. Fyrir skömmum voru fréttir í fjölmiðlum þess efnis að um 10% þeirra glímdu við mjög alvarleg fjárhagsvandræði og stefnir nokkur fjöldi þeirra í gjaldþrot.

Hvað varðar styrki er það athyglisverð staðreynd að íslenskir bændur fá tvöfalt meiri styrk en bændur innan ESB, sem hlutfall af verðmæti framleiðslunnar. Um er að ræða 30% innan ESB, en yfir 60% hér á landi. Þetta má lesa í Hagtölum bænda árið 2007.

Af þessu má því draga eftirfarandi ályktun: Hér er um litla grein að ræða, en mikilvæga, allir íslenskir neytendur vilja jú íslenskar landbúnaðarafurðir og bera traust til landbúnaðarins. Það hafa kannanir sýnt. En hún kostar, svo um munar. Staða greinarinnar vekur einnig þá spurningu hvort bændur hljóti ekki að velta fyrir nýjum kostum? Eða er óbreytt ástand óskastaðan?"

Grein Gunnars má lesa í heild sinni á www.evropa.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvað gera bændur þá?

Þeir kjósa sér til dæmis nýja ríkisstjórn eða nýja forystumenn eða tala við Alþingismenn sína. Það er kosturinn við að vera sjálfstætt ríki sem ræður eigin lögum. Þeir þurfa því ekki að ákalla embættismenn í Brussel eða 27 ríkisstjórnir 27 landa 3500 kílómetra í burtu. Þeir labba bara á næsta kjörstað í næstu kosningum og kjósa. Einfalt

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.10.2009 kl. 20:51

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Eða berja potta fyrir framan byggingu framkvæmdastjórnarinnar...

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.10.2009 kl. 21:19

3 Smámynd: Jón Þór Helgason

Síðan er þessi ágæti stjórnmálafræðingur ekki nægjalega lesinn til að átta sig á að hér á landi fellur rekstur búnaðarskóla, skógrækt og landgræðsla undir Landbúnað.  Beingreiðslur eru um 8,5 milljarðar.  sem er með sanni styrkjur til bænda.  Hinsvegar er ég á móti því að tala um styrk því þetta kerfi var til vegna afskipta verkalíðshreyfingarinar að kjörum bænda til að koma í veg fyrir hækkanir á Vísitölu Neysluverðs.

 En ég skil vel að þessi illa mentaði sagnfræðingur (hvað er stjórnmálafræðingur annað en sagnfræingur sem les atburðarásina miðað við pólitík og engu öðru) fatti þetta ekki.  þetta stendur náttúrulega ekki í málsgögnum flokkana, sérstaklega ekki í gögnum samfylkingarinnar.  Það voru einhver gögn um þetta mál hjá Alþýðubandalaginu en þau hurfu eins og gögnin um icesave í sumar.  Alþýðuflokksmönnum er illa við þettan hluta sögunar.

 Hitt er og verra að þessi stuðninsmaður ESB veit ekki að ESB skilgreinir Landbúnað þannig að Sjávarútvegur fellur undir hann líka.

Þá breytast tölurnar dálítið mikið, því að Sjávartúrvegur leggur til ca 4,5% til landsframleiðsluar hér á landi. Á móti fá þeir styrki, sjómannafslátt, ca 1 milljarð og afslátt af tryggingargjaldi sem er líklega annað milljaður.

 Þetta tvennt breytir tölunum dálítið mikið og hlutföllum um styrki all mikið.

Með tekjur fyrir utan atvinnugreinina vil ég segja að ástæðan er sú að öll bú eru tilgreind með eina aðal tekjulind og síðan með hliðarbúskap. Dæmi: dæmi stórt kúabú og síðan 50 kindur.  í þessu tilfelli fellur búið undir skilgreininguna kúabú en með aukatekjur í annari grein.

Margir bændur fara síðan á fjall og fá greitt fyrir það, aðrir fá tekjur af laxveiðiám. Aðrir fá tekjur af túnþökusölu, sumir selja hey. Aðrir legja út tæki sín til að fá betri nýtingu á þau.

mitt álit á þessari grein; vel skrifuð grein sem sýnir yfirgripsmikla vanþekkingu á málefninu.

Jón Þór Helgason, 6.10.2009 kl. 23:31

4 identicon

Common Fisheries Policy er fjármagnað með framlögum sem nema innan við 1% af budgeti ESB. Til samanburðar þá er um 45% af budgeti ESB varið til landbúnaðar og dreifbýlisstyrkja ýmissa.

Landbúnaður á Íslandi er öflugur þrýstihópur á framfæri ríkisins. Þessi þrýstihópur hefur dafnað vel sl. ár undir verndarvæng Davíðs Oddssonar og Guðna Ágústssonar með öflugar stofnanir og víðtæk sambönd í stjórnkerfinu. Fellur reyndar allt vel að verstu hliðum ESB

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 09:48

5 Smámynd: Jón Þór Helgason

Þráinn, hvaða tillögur hefur Samfylkinginn komið fram í landbúnaðarmálum?

 Kynntu þér afskipti verkalíðshreyfingarinnar að málefnum Íslensk Landbúnaðar.  Ástandið hefur batnað eftir að vinstri flokkarnir fóru frá árið 1991.  Þá fóru menn að gefa mönnum tækifæri á að stækka og búa til hagkvæmni.

Það byggði enginn fjós í 20 ár frá 1975 til 1995. Á meðan jókst framleiðni ekki í landbúnaði. Famleiðni eykst ekki nema með fjárfestingum.  Greinin í dag er skuldsett þar sem til að gera búinn arðbær eru menn að stækka. 

Bændur sem þrýstihópur?  ekki skrítið  er horft er til þess að 3,8% þjóðarinnar vinnur við landbúnað.  Og sennilega önnur 3% sem hafa beinan hag af atvinnugreininni, þjónusta of fl.

Berðu saman tölur um hlutfall niðurgreiðslna nú og fyrir 5 árum og hvað þá lengur.  Þá skilur þú hvað er að gerast. þú ættir að geta fengið þær hjá bændasamtökunum.

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 7.10.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband