12.10.2009 | 22:26
Mogginn og Lissabon-sáttmálinn
Morgunblaðið, sem hefur kúvent í Evrópumálum, með tilkomu Davíðs Oddssonar og Haraldar Johannesen, leggst til atlögu gegn Lissabon-sáttmálanum á leiðarasíðu sinni í dag. Þetta er væntanlega bara forsmekkurinn að því sem koma skal á síðum blaðsins, sem eins og alþjóð veit, er nú í eigu einstaklinga sem auðgast hafa á kvótakerfinu.
Í leiðaranum er það látið í veðri vaka að með upptöku Lissabon-sáttmálans verði sú breyting á starfsháttum ESB, að það muni nú fara að vinna gegn, jafnvel ganga á, hagsmuni smáríkja:
,,Stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu færa ýmis rök fyrir máli sínu. Ein röksemdin er sú að innan Evrópusambandsins gildi í raun sú óskráða regla að aldrei sé gengið nærri grundvallarhagsmunum ríkja. Þetta hefur haft þýðingu í umræðunni hér á landi vegna þess að fáum Íslendingum dettur í hug að taka þá áhættu að setja sjávarauðlindina undir yfirráð útlendinga. Hér hefur almennt samkomulag ríkt um að þessi undirstaða efnahags þjóðarinnar yrði að vera á forræði Íslendinga. Sjónarmið þeirra sem kosta kapps um að koma Íslandi inn í Evrópusambandið hafa verið þau að vegna þeirrar starfsvenju að ganga ekki nærri grundvallarhagsmunum ríkja þurfi Íslendingar ekki að óttast um fiskimiðin. Evrópusambandið muni taka fullt tillit til hagsmuna Íslands þegar kemur að þessum grundvallarhagsmunum landsins.
Um þetta hefur alla tíð verið ástæða til að efast enda vægast sagt vafasamt fyrir Ísland að leggja grundvöll sinn undir óskráðar vinnureglur Evrópusambandsins. Nú, þegar útlit er fyrir að Lissabon-sáttmálinn verði að veruleika, hljóta efasemdirnar að verða enn sterkari, jafnvel hjá heitustu stuðningsmönnum Evrópusambandsaðildar Íslands. Og síðar segir leiðarahöfundur að ástæðan sé m.a. sú að auka eigi vald þingsins og dregur af því þá ályktun að þá muni þingið fara að vinna gegn hagsmunum þjóða í sambandinu: ,, Þingmenn myndu ekkert víla fyrir sér að setja reglur sem færu þvert á hagsmuni einstakra þjóða.
Leiðarahöfundur gerir svo fiskveiðar að umtalsefni sínu og gefur algerlega í skyn að með innleiðingu Lissabon-sáttmálans muni áhrifameira þing byrja á því að taka ákvarðanir sem koma niður á smærri ríkjum sambandsins. Ekki er neinum blöðum um það að fletta að hér hugsar leiðarahöfundurinn um íslenskan fisk og fiskimið.
En, myndu smáríki ESB láta bjóða sér að yfir þau yrði rúllað á áhrifameira þingi ESB? Af þeim 27 ríkjum sem eru aðilar að ESB, eru AÐEINS sex ríki, sem eru verulega stór og það eru Þýskaland, Frakkland, Spánn, Ítalía, Bretland og Pólland. Önnur ríki eru lítil, séð á heimsvísu. Þau yrðu því 21 á móti sex. Er líklegt að stóru ríkin myndu fara að haga sér með einhverjum fantaskap gegn hinum? Það væri auðveldasta leiðin til þess að sá fræjum klofnings og óeiningar innan sambandsins að hegða sér með þeim hætti sem leiðarahöfundur MBL er að ímynda sér.
Evrópa er rödd sem þörf er á í heiminum í dag. Rödd Evrópusambandsins þarf að heyrast meðal þeirra valdablokka sem ráða lögum og lofum í heimspólitíkinni. Rödd sem boðar frið, samvinnu, mannréttindi, og ekki síðast en síst, umhyggju gagnvart þeim áskorunum sem t.d. eru sífellt að verða meira áberandi á sviði umhverfismála. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Íslendinga. Hvernig ætlum við að vera með í þróun þessara mála? Ein, alein, hér úti í Atlantshafi?
Lissabon-sáttmálinn hefur það að megin markmiði að betrumbæta ákvarðanatöku innan ESB. Þetta er sáttmáli sem miðar að því að gera sambandið betur i stakk búið að taka ákvarðanir fyrir hóp þjóða sem árið 2004 samanstóð af 15 ríkjum, en er nú 27, eftir inngöngu fjölmargra ríkja ,,Austur-blokkarinnar. Það er ekkert smáræðis verkefni! Og það ætti leiðarahöfundurinn/ritstjórinn að vita, sérstaklega ef það var "sá eldri" þeirra sem sat við lyklaborðið.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Já já, Sá þetta í dag.
Aðra eins steypu og fáfræði les maður ekkert annarsstaðar en hjá ofsa andsinnum, sem td. má sjá á bloggum ýmiskonar, og fá ofurmáta steypuþörf ef minnst er á ESB.
Skrautlegt alveg.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.10.2009 kl. 22:56
Eruð þið fylgjandi því að setja fiskveiðar og sjávarútvegsmál Íslendinga, ákvarðanir um möskvastærð, aflasókn, heildarafla, friðun svæða og tegunda, reglur um útbúnað skipa og samninga um sameiginlega stofna undir forræði Evrópubandalagsins? Já eða nei!
Jón Valur Jensson, 13.10.2009 kl. 02:59
"Evrópa er rödd sem þörf er á í heiminum í dag. Rödd Evrópusambandsins þarf að heyrast meðal þeirra valdablokka sem ráða lögum og lofum í heimspólitíkinni. Rödd sem boðar frið, samvinnu, mannréttindi, og ekki síðast en síst, umhyggju gagnvart þeim áskorunum sem t.d. eru sífellt að verða meira áberandi á sviði umhverfismála. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Íslendinga. Hvernig ætlum við að vera með í þróun þessara mála? Ein, alein, hér úti í Atlantshafi?"
Hvaða einkun gefurðu þessu Ómar Bjarki. Þú hefur vafalaust eitthvað málefnalegt fram að færa eins og alltaf.
Það vantaði bara Horst Wessel undir þessu.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2009 kl. 10:59
Jón Valur, þetta hljómar svolítið "Búsh-ískt", annðhvort ertu með okkur eða á móti. Þetta er ekki svona klippt og skorið. Maður verður að átta sig á því hvernig ESB starfar.
Jón Steinar: Hefur þú lesið mikið um hann og aðra slíka?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 13.10.2009 kl. 12:23
Það er verið að safna liði, fjármagni og fjölmiðlum til að berjast á móti inngöngu Íslandi í ESB.
Hér er gengið hreint til verks, komnir launaðir starfsmenn o.s.frv. enda telja þeir sem hér hafa komist í álnir vegna sérlaga frá Alþingi sem ganga svo langt í að verja sérhagsmuni þeirra að mannréttindi eru brotin, þessir aðilar munu kosta til öllu sem þarf til að koma í veg fyrir inngöngu okkar í ESB.
Mjög harðvítug barátta er framundan um aðildina að ESB þar sem miklir einkahagsmunir íslenskra útgerðamanna eru undir.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.10.2009 kl. 14:02
Þú ert ekki mikill sjálfstæðismaður, Friðrik Hansen Guðmundsson. Þá meina ég: Ekki mjög helgaður vörn íslenzks sjálfstæðis. Eða fyndist þér allt í lagi, að mestöll löggjöf okkar (sennilega um 98%) kæmi frá Evrópubandalaginu?
Ljóst er á svari Evrópusamtakanna til mín, að þeim er það þvert um geð að þurfa að svara í raun; sennilega er það feimnismál á þessari síðu. Skiptið þá niður spurningunni í einstaka liði hennar og svarið hverjum fyrir sig!
Spurning var: Eruð þið fylgjandi því að setja fiskveiðar og sjávarútvegsmál Íslendinga, ákvarðanir um möskvastærð, aflasókn, heildarafla, friðun svæða og tegunda, reglur um útbúnað skipa og samninga um sameiginlega stofna undir forræði Evrópubandalagsins?
Jón Valur Jensson, 13.10.2009 kl. 15:10
Formúlan hjá mogganum í dag er:
Leiðarinn: væl út í EB, Seðlabankann, AGS og ríkisstjórnina
Skoðanir: skrifaðar af gömlum vinum ritstjórans
Hræðilegt að sjá hvað blaðamennskunni hefur sett niður og hvar er Agnes Braga, var henni skipað í "frí"
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.10.2009 kl. 17:22
Kæri Jón Valur: Evrópusinnar telja að Ísland muni í raun halda sínum veiðiréttindum og öðru, m.a vegna hefðarinnar. Aðrar hugmyndir hafa komið upp, s.s. eins og að landhelgin verði að sérstöku stjórnunarsvæði. Ertu virkilega þeirrar skoðunar að Evrópusinnar vilji bara afhenda allt heila klabbið? Ekki þessa einfeldni! Þetta mál verður að leysa með samningum við ESB. Ef við tökum ákvarðanirnar og ESB ,,stimplar" þær bara, hvar liggur þá hið raunverulega vald?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 13.10.2009 kl. 17:41
Ég held, að þið hafið lítt hugsað þetta mál í neinni dýpt. Ég bið um sérstök svör um tiltekin atriði, svo sem um afstöðu ykkar til ákvarðanavalds Evrópubandalagsins um möskvastærð neta, lokun og friðun hólfa, aflasókn og heildarafla, friðun tegunda, reglur um útbúnað skipa og samninga um sameiginlega stofna, en það eina, sem kemur frá ykkur, virðist forðast það eins og heitan grautinn að taka á þessu. Er það vegna vanþekkingar á málaflokknum (og hversu marktæk eru þá skrif ykkar um sjávarútvegsmál) eða af því að þetta er eitthvað viðkvæmt í ykkar húsum?
Hér má líka bæta við: Eruð þið sammála því, að ákvörðun um selveiðar, hvalveiðar og hákarlaveiðar við Ísland verði í höndum stofnana á vegum Evrópubandalagsins?
Jón Valur Jensson, 13.10.2009 kl. 21:00
Og hvað með allan kvótann? Göngum við í ESB fer kvótinn á Íslandsmiðum í raun á uppboðstorg innan ESB. Útlendingar fá þá
fullt frelsi að kaupa upp íslenzkar útgerðir, og komast þannig
bakdyrameginn inn í okkar auðugu og dýrmætu fisksimið. Hafa
ESB-sinnar reiknað út þann stórkostlega efnahagslega skaða sem
af þessu gæti hlotist.? Hversu trollvaxinn virðisauki gæti þannig
horfið út úr íslenzku hagkerfi! Trúlega ekki. ESB-trúboðið kærir sig
ekki að vita af slíkum smámunum!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.10.2009 kl. 13:53
Svo ættuð þið ekki að sýta það, að fullveldissinnaður maður er kominn á ritstjórastól Morgunblaðsins. Eins og Kjartan Gunnar Kjartansson blaðamaður benti á í mjög góðri DV-grein, hefur það ástand ríkt hér í fjölmiðlaheiminum síðustu misserin, að allir sex aðalfjölmiðlarnir hafa verið undir stjórn manna sem eru fylgjandi inngöngu/innlimun Íslands í Evrópubandalagið, þ.e. Ríkisútvarpið, Ríkis-Sjónvarpið, Stöð 2, Bylgjan, Morgunblaðið og Fréttablaðið, eins og sézt hefur á umfjöllun þeirra! Gjarnan mættu fleiri fjölmiðlar en Morgunblaðið breyta um stefnu í þessum afgerandi sjálfstæðismálum okkar!
Jón Valur Jensson, 14.10.2009 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.