Leita í fréttum mbl.is

Góð einkunn Íslands - MBL

MBLMorgunblaðið birti frétt þess efnis að Ísland fái góða einkunn frá Olli Rehn, stækkunarstjóra ESB. Vitnað er í nýja skýrslu ESB um þau ríki sem nú hafa sótt um aðild að ESB. Orðrétt segir í fréttinni: ,,Þar kemur fram að Ísland byggi á langri lýðræðishefð og hafi í gegnum evrópska efnahagsbandalagið tekið upp stóran hluta laga sem gilda hjá ESB. Jafnframt sé Íslandi aðili að Schengen landamærasamstarfinu.

Ísland sé mikilvægur liðsmaður ESB í málefnum Norðurslóða og hjá ESB sé verið að vinna að undirbúningi að aðildarviðræðum við Ísland."

Heimild fréttarinnarer fréttasíðan EurActiv, en þar kemur einnig fram að ESB sé að skipta um áherslur varðandi mat á umsóknum ríkja, á þann hátt að meira tillit verði tekið til aðstæðna í hverju ríki fyrir sig. Með þessu sýnir því ESB umsóknarríkjum meiri sveigjanleika og metur hvert ríki fyrir sig, aðstæður og svo framvegis. Kemur slíkt ekki Íslandi til góða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband