Leita í fréttum mbl.is

,,Eins og vatn af gæs" (Um leiðara MBL)

BorpallurÍmyndum okkur ,,senu" í framtíðinni, (sem er kannski ekki alveg út úr kortinu!): Forsætisráðherra Noregs tilkynnti í morgun að olíuvinnslu yrði hætt í Noregi innan þriggja ára. Ástæðan er að olíuauðlindir Norðmanna eru að tæmast.

Allir vita að Norðmenn eru olíuþjóð og olía stendur fyrir um helmingi af útflutningi Norðmanna. En allir vita að olían er ekki óþrjótandi auðlind. Hvað gerist ef olíuna þrýtur. Þetta er ekki bara "sena" sem Norðmenn hræðast, heldur allar olíuþjóðir.

Morgunblaðið gerir það að umfjöllunarefni sínu í dag þá staðreynd að Norðmenn hafi tvisvar sinnum fellt aðild að ESB. En ef verulega myndi á bjáta hjá Norðmönnum, hvert skyldu þeir sækja stuðning? Myndu þeir fara til Rússlands (ekki hefur það gefist Íslandi vel að undanförnu)? Myndu þeir fara yfir til Kanada, eða Bandaríkjanna? Nei,langlíklegast er að þeir myndu sækja til Evrópu.

Leiðarahöfundur (les: Davíð Oddsson) segir í leiðara sínum:,, Áhugi ýmissa á Evrópusambandsaðild Íslands er því beinlínis tengd vanmáttarkennd og vonbrigðum þjóðarinnar. Þær tilfinningar munu smám saman rjátlast af henni og þar með stuðningurinn við Evrópusambandið.

Síðustu skoðanakannanir sýna að sjálfstraust þjóðarinnar er aðeins að styrkjast og þegar það gerist mun sá hræðsluáróður, sem nú er stundaður hér á landi af þeim sem síst skyldi, hrökkva af henni eins og vatn af gæs."

Fyrst má kannski benda á að það hefði átt að standa ,,tengdur" því áhugi er karlkyns orð, en hvað um það.

Það er hinsvegar áhugavert að velta fyrir sér hvaða vonbrigði leiðarahöfundurinn er að tala um. Skyldi það vera vonbrigði með þá efnahagsstefnu sem ritstjórinn stóð fyrir sem forsætisráðherra og þann skefjalausa ný-líberalisma a la Thathcher og Ronald Reagan (Trickle-down-economy), sem hér hefur ríkt, allt fram að hruni.

Svo gefur leiðarahöfundur sér að þetta muni bara ,,rjátla af fólki" og fólk muni vakna eins og eftir vondan draum.

Hann gleymir því hinsvegar að hér býr fólk sem trúir á hina evrópsku hugsjón og hugsjónir sem tengdar eru samvinnu Evrópuríkja. Trúir á að Ísland tilheyri með eðlilegum hætti því evrópska samfélagi sem þar er að finna! Það trúir því líka að Ísland þurfi að finna sér stað í heimskerfinu í kjölfar hruns kommúnismans og þeirra gríðarlegu breytinga sem það hafði í för með sér. Heimsmyndin er gjörbreytt.

Síðan er talað um hræðsluáróður og að hlutir muni hrökkva af þjóðinni eins og ,,vatn af gæs." Þetta er bara ekki svona einfalt. Og ef hræðsluáróður er að finna hjá Evrópusinnum, þá eru þeir svo sannarlega ekki einir um það. Andstæðingar hafa t.d. líka verið duglegir við að spá endalokum íslensks landbúnaðar o.s.frv. Slíkt hefur hvergi gerst í Evrópulandi, sem gerst hefur aðili að ESB! Þetta veit leiðarahöfundur MBL.

Hér með er leiðarahöfundi bent á greinasafn Evrópusamtakanna á www.evropa.is. Er þar að finna mikinn hræðsluáróður?

Hann á kannski fylgismenn sem trúa því að þetta sé svona einfalt, að þetta "ESB-rugl" muni bara ,,rjátla af" fólki. En þetta er ekki svona einfalt. Ekki heldur hjá Norðmönnum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt, þetta þetta hefur rjátlað af fólki og biturð þín gagnvart velgengni Norðmanna er skiljanleg því barátta ykkar fyrir aðild er töpuð.

Andstæðingum aðildar mun fjölga enn frekar með hverri þraut sem þjóð okkar leysir og ég ég sendi ykkur samúðarkveðju í tapaðri baráttu um leið og ég segi að áróðurslega var a ykkar afar ósannfærandi þrátt fyrir hjálpandi fjölmiðlahendur.

Kannski hefðu hæfileikameiri einstaklingar geta gert meira fyrir báráttuna ykkar, en sem betur fer þá eru þeir flestir í vinningsliðinu sýnist mér :)

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 03:32

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

GG: Biturð? Fyrirgefðu, en hvar sérð þú biturð i þessari færslu? Verið er að benda á staðreyndir og hluti sem menn hafa verið að tala um allt frá því á síðustu öld, þ.e. að auðlindir jarðar séu ekki óþrjótandi! Af hverju safna Norðmenn öllum þessum peningum inn á olíureikningana? Jú, eins og þeir segja sjálfir, til að eiga til framtíðar! Og hversvegna? Jú, þeir reikna með því að einn daginn verði kannski staðan sú að olían fer þverrandi.

Kynntu þér einnig málflutning ýmissa sem tengjast landbúnaði og dómsdagsspár þeirra. Lestu t.d. Bændablaðið, það er á netinu!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 23.10.2009 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband