17.11.2009 | 18:16
Bóndinn og stjórnin...
Ásmundur Daðason, nýr formaður Nei-sinna, veður af stað með miklum göslaragangi. Á www.visir.is er haft eftir honum í dag að hann vilji gera Samfylkingunni lífið leitt. Er það aðalmarkmið hans? Eru samtök Nei-sinna að verða að stjórnmálaafli? Á fundi á Sauðárkróki fyrr í vikunni sagði hann einnig þetta:
,,Við erum komin á þessa braut, að sækja um aðild að ESB en við megum ekki hengja haus, sagði Ásmundur og sagði að stoppa þurfi umsóknarferlið á næsta þrepi enda telur hann að ekki sé meirihluti á Alþingi til að halda áfram með málið. Við slátrum ESB kosningunni, sagði Ásmundur og lofaði fundarmönnum því að hann muni ekki tipla í kringum Samfylkinguna í ESB málinu..." (leturbreyting, ES)
Ásmundur er ungur bóndi og sjálfsagt vanur ýmsum slátrunum, en hvort honum verður að ósk sinni er alls ekki víst. Það kemur einfaldlega í ljós síðar, þegar íslenska þjóðin hefur sagt sitt. Það vilja Nei-sinnar hinsvegar ekki að hún fái tækifæri til.
Eins og sagt hefur verið frá fengu Nei-sinnar nýja stjórn og það enga SMÁRÆÐIS stjórn. Alls eru 41 einstaklingur skráður í hina nýju stjórn. Hafa Nei-sinnar ekki verið að gagnrýna "bjúrókratíið" í Brussel. Hvað er þá þetta? Politburo?
Ps. Ásmundur: Munt þú beita þeir fyrir að opnað verði fyrir frjáls skoðanaskipti á vefsíðum samtaka þinna? Það er nefnilega ekki hægt. Er það ekki ólýðræðislegt? Svo virðist sem Evrópusamtökin séu mun lýðræðislegri samtök en þín.
(Ljósmyndin er ekki af Ásmundi, en valin í samræmi við ummæli hans)
Sjá upprunalega heimild: http://www.feykir.is/archives/16168
ÁDE hefur vakið athygli, það verður ekki af honum tekið, kíkjum aðeins á bloggið:
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Já það má segja það að þið hjá Evrópusamtökunum heiður skilinn fyrir það að leyfa hér athugasemdir og frjáls skoðanaskipti. Ég vona að Ásmundur Daðason nýr formaður Heimssýnar samtaka sjálfstæissinna gagnvart ESB leyfi slíkt hið sama á heimasíðu sinni. En opið og virkt lýðræði er samt alls ekki það sem ESB apparatið er þekkt fyrir, þvert á móti. Miðstýrð þungglammaleg og umboðslaus commisararáðin sem ekki eru valin af fólkinu taka ákvarðanirnar. Spillingin er óhjákvæmilegur fylgifiskur slíkra embættis valdastofnana, eins og aftur og aftur hefur illilega komið í ljós.
ESB þingið er svona aðeins smá sýnirhorn af punt fulltrúa lýðræði. Það ræður samt nánast engu, ekki einu sinni hvaða mál eru þar tekin fyrir. það er allt ákveðið af innstu valdaklíku kómmizararáðana, sem halda fast um völdin og bitlingana.
Við sem viljum ekki ganga inní þetta ríkjasamband ESB erum engir "NEI sinnar" eins og þið viljið uppnefna okkur. Við viljum bara að þjóðin fái að ráða sínum málum sjálf án þess að fórna stórum hluta sjálfstæðis síns og ákvarðanatöku um eigin frmtíð til þessa gagnslausa skrifræðisapparats. Við höfum líka viljað að ákvarðanir um þetta yrðu teknar á lýðræðislegum grundvelli en það vildu ESB sinnar ekki heyra á minnst. Þeir vilja véla okkur og þvæla inní þetta lúmskulega umsókinarferli. Aldrei mátti kjósa um það hvort þjóðin yfirleitt vildi fara í þessar viðræður. Það var nú lýðræðisást ykkar ESB sinna. EN ÞIÐ NÁÐUÐ MEÐ VÉLABRÖGÐUM AÐ KOMA ÞJÓÐINNI Í ÞETTA UMSÓKNARFERLI. ÉG ÓTTAST EKKI HVAÐ ÞJÓÐIN MUNI AÐ LOKUM GERA - ÞVÍ HÚN MUN KOLFELLA ESB SAMNINGINN OG VELJA ÁFRAM FULLT SJÁLFSTÆÐI LANDSINS ÁN SPILLTRA OG ALLT UM VEFJANDI HRAMMA BRUSSEL VALDSINS !
Gunnlaugur I., 17.11.2009 kl. 18:51
Að leyfa athugasemdir er til lítils þegar spurningum beint að færsluhöfundum er ekki svarað.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.11.2009 kl. 19:09
Fyrirgefðu kæri Axel, en spurningin virðist hafa farið framhjá ritstjórn bloggsins, hver var hún?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.11.2009 kl. 19:34
Þrisvar hef ég spurt út í veru Evrópsamtakana í European Movement (hér, hér og hér) og verið að velta fyrir mér hvort samtökin styðji stefnu þeirra regnhlífasamtaka um stofnun "sameinaðs evrópsks sambandsríkis"?
Axel Þór Kolbeinsson, 17.11.2009 kl. 19:48
Sælir
Evrópusambandið mun dæla peningum í áróður til að fá fólk til að glepjast við að ganga í ESB. Það er líðræðisleg umræða þeirra.
Mig vantar upplýsingar um hvar ég get sótt um styrk til ESB fyrir hönd félagasamtaka til að berjast á móti þessu skrímsli. Getur evrópusamtökinn, hin líðræðislegu samtök bent á hvar ég á að snúa mér?
Annars óttast ég að ég þurfi að stefna ESB fyrir mannréttindadómstól Evrópu fyrir að nota stærð sína til að nýðast á fámennri þjóð með ólíðræðislegum hætti.
Ef ESB er fyrir líðræði ættu þeir að láta félagasamtök sem berjast á móti ESB hafa jafn mikinn pening og hina. ég óttast að peningaflæðið sé dálítið einhliða.
kv.
Jón Þór
Jón Þór Helgason, 17.11.2009 kl. 20:23
ESB er ekki sambandsríki eins og sumir halda. Sambandið samanstendur af fullvalda lýðræðisþjóðum sem ráða sínum málum sjálfar en hafa samstarf í ákveðnum málaflokkum s.s. verndun votlendis og mannsali. Það er allt og sumt.
ESB, 17.11.2009 kl. 20:30
En Lsabonn?
hvar fæ ég styrkinn?
hvers vegna eyðir ESB svo miklum peningum í markaðsstarf?
Jón Þór Helgason, 17.11.2009 kl. 20:35
Enda sé ég engan skrifa það hér ESB. European Movement er hinsvegar með það að sinni stefnu að beita sér fyrir sameinuðu evrópsku sambandsríki, rétt eins og UEF, JEF og fleiri slík samtök á meginlandinu, og slík samtök hafa verið kröftug í lobbýisma í Brussel. Hugmyndiafræðin á bak við það er eldri en Evrópusambandið.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.11.2009 kl. 20:36
Athugasemd ESB hér að ofan er alveg mögnuð!
Ef þetta væri allt og sumt þyrfti ESB ekki að hafa löggjafarvald, ekki að setja sér stjórnarskrá, ekki að reka seðlabanka og halda úti sameiginlegri mynt, ekki að hafa ríkisstjórn (commission), þing og forseta.
Annað hvort er einhver að grínast big time, eða hefur svikist um að lesa heima. Ég hallast að því að þetta sé djók. Magnað samt.
Eins konar pjé-ess:
Ásmundur Einar leyfir athugasemdir (hér).
Haraldur Hansson, 17.11.2009 kl. 21:52
Alveg er þetta einstakt að föðurlandssvikararnir eru farnir að kalla félaga í Heimssýn „Nei-sinna“.
Mun meira viðeigandi væri hið gamla góða orð „þjóðfrelsissinni“.
Dæmi: „Eru samtök Nei-sinna að verða að stjórnmálaafli?“ verður þá „Eru samtök þjóðfrelsissinna að verða að stjórnmálaafli?“
Prófessorar í íslenskum fræðum myndu eflaust taka undir það að endurbætta útgáfan sé, að öllu leyti, vandaðri íslenska.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 22:03
Axel: Í því sem er ,,objectives" er ekki nefnt orðið "state" eða ríki. ESB er hinsvegar samband fullvalda ríkja. Þú verður að átta þig á uppbyggingunni, áður en þú alhæfir. Evrópusamtökin deila gildum Evrópuhreyfingarinnar, sem var stofnuð á undan ESB, eða forvera þess.
HH: Ekki er verið að tala um blogg ÁED, heldur Nei-samtakanna ykkar! Þar fer engin lýðræðisleg umræða fram!
PGI: Samtökin sem berjast gegn aðild eru Nei-samtök í eðli sínu, segja bæði Nei við umsókn, Nei við viðræðum og Nei við aðild!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.11.2009 kl. 22:13
fed·er·al play_w2("F0065700") (fdr-l, fdrl)
Axel Þór Kolbeinsson, 17.11.2009 kl. 22:15
Móðurmál eiginkonu minnar er enska og hún skilur þetta á sama hátt og ég.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.11.2009 kl. 22:16
Orðið "federal" ætti ekki að vefjast fyrir neinum nema þeim sem hafa pólitíska hagsmuni af því.
Því má bæta við að í fyrstu drögunum að Stjórnarskrá Evrópusambandsins (sem nú heitir Lissabon-sáttmálinn) var orðið "federal" notað til þess að lýsa eðli sambandsins. Aðalhöfundur hennar, Valéry Giscard d'Estaing, viðurkenndi í samtali við Wall Street Journal að hann hefði skipt því út fyrir annað orð sem þýddi nákvæmlega það sama til þess að villa um fyrir almenningi. Eða með hans eigin orðum:
"I knew the word 'federal' was ill-perceived by the British and a few others. I thought that it wasn't worth creating a negative commotion, which could prevent them supporting something that otherwise they would have supported," he told the Wall Street Journal. "So I rewrote my text, replacing intentionally the word 'federal' with the word communautaire, which means exactly the same thing."
http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/1435550/Giscards-federal-ruse-to-protect-Blair.html
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.11.2009 kl. 22:40
Axel: Svona "copy-paste"-æfingar eru alger óþarfi, bloggari skilur alveg hvað átt er og þar breytir þjóðerni eiginkonu þinnar engu þar um! Eða erum við að tala um bandarísk húsgögn?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.11.2009 kl. 22:42
....Hjörtur mættur, velkominn!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.11.2009 kl. 22:42
Það er vel greinilegt að föðurlandssvikarar eru hrifnir af orðaleikjum.
Hverjum grunnskólanema er það ljóst að lítið mál er að skilgreina má hvað sem „nei-eitthvað“.
„Samtök ykkar föðurlandssvikara berjast gegn sjálfstæði Íslands og eru því í eðli sínu nei-samtök, enda segja þau nei við þjóðfrelsi, nei við íslenskri menningu og svo mætti lengi telja.“
Orðið „nei-sinni“ er hinsvegar augljóslega afar óheppilegt fyrir hvern þann sem vill skrifa vandað mál, þar sem til er mun betra orð, eins og ég benti rækilega á hér að ofan.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 22:44
Takk fyrir nafnlausi bloggari Evrópusamtakanna.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.11.2009 kl. 22:45
Hjörtur, af hverju er ekki opið fyrir spjall hjá ykkur Nei-sinnum? Finnst þér það ekki ólyðræðislegt?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.11.2009 kl. 22:45
Pétur: Orðið NEI lýsir ykkur best!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.11.2009 kl. 22:46
Það er annars við hæfi að deila með ykkur grein sem ég ritaði um þetta mál í Morgunblaðið fyrir nokkrum árum síðan:
Íslenzkir sambandsríkissinnar?
Sennilega þætti fáum það fréttir ef ég segði að Evrópusamtökin vildu að Ísland gengi í Evrópusambandið. Hins vegar yrði e.t.v. eitthvað annað uppi á teningnum ef ég segði að samtökin vildu að Evrópusambandið þróaðist yfir í það að verða að sambandsríki. Það vill nefnilega svo til að Evrópusamtökin eru aðili að regnhlífarsamtökunum European Movement sem hafa höfuðstöðvar í Brussel, en meginmarkmið þeirra samtaka er að stuðla að því að Evrópusambandið þróist yfir í að verða „sameinað evrópskt sambandsríki“ (united federal Europe) ef marka má heimasíðu þeirra. Reyndar skilst mér að skiptar skoðanir séu í þessum efnum innan European Movement og að þar skiptist menn einkum í tvær fylkingar. Annars vegar þá sem telja þróun Evrópusambandsins hafa gengið of langt með samþykkt Maastricht-sáttmálans árið 1992 og hins vegar sambandsríkissinnana sem vilja sjá sambandið þróast yfir í að verða að sambandsríki sambærilegu við Bandaríkin. En hvað sem líður skiptum skoðunum innan European Movement þá breytir það ekki því að meginmarkmið samtakanna er alveg skýrt.
Hver er afstaðan?
Bæði í ljósi þessa, sem og þeirrar alvarlegu pólitísku krísu sem Evrópusambandið hefur búið við síðan Frakkar og Hollendingar höfnuðu fyrirhugaðri stjórnarskrá sambandsins í byrjun sumars 2004, held ég að það væri vel við hæfi að Evrópusamtökin upplýstu það hvernig þau vilji sjá þróun Evrópusambandsins í framtíðinni. Eru samtökin hlynnt því meginmarkmiði European Movement að þróa eigi sambandið yfir í að verða að einu ríki? Eða fylla þau þann flokk innan samtakanna sem telja það Evrópusamband, sem við stöndum frammi fyrir í dag, vera komið út fyrir æskileg mörk? Einnig væri fróðlegt að vita hvort Evrópusamtökin séu því fylgjandi að fyrirhuguð stjórnarskrá Evrópusambandsins nái fram að ganga (sem var enduskoðuð fyrir skemmstu en er í raun nær nákvæmlega sama plaggið)? Sem stofnanir sambandsins eru notabene þegar fyrir margt löngu byrjaðar að innleiða að stóru leyti þrátt fyrir að hún hafi ekki enn tekið gildi hvort sem sú verður raunin að lokum eða ekki. Það er því alveg eins víst að hún taki gildi fyrr en síðar með einhverjum hætti og enn ljósara að litlar líkur eru á því að þau vinnubrögð sem notuð verða til þess verði lýðræðisleg.
Vaxtarverkir unglings?
Nái stjórnarskrá Evrópusambandsins sem slík fram að ganga mun hún klárlega verða hornsteinninn í því evrópska stórríki sem marga Evrópusambandssinna dreymir um. Spurningin er bara hvort forystumenn Evrópusamtakanna dreymir sama draum. Formaður samtakanna, Andrés Pétursson, sagði í grein í Morgunblaðinu 28. júní 2005 að líkja mætti þeirri pólitísku krísu sem Evrópusambandið stæði frammi fyrir í dag við vaxtarverki unglings sem væri „að breytast í fullorðna manneskju.“ Maður spyr sig því óneitanlega að því í hvað sambandið eigi nákvæmlega að breytast að mati formannsins? Eitt ríki kannski? Það er allavega vandséð að Evrópusambandið geti tekið aðra stefnu verði mikið meiri samruni innan þess en orðinn er. Sambandið er í dag a.m.k. miklu nær því að vera einhvers konar sambandsríki en nokkurn tímann alþjóðastofnun. Er þetta það sem formaður Evrópusamtakanna á við með þeirri fullorðnu manneskju sem hann sér fyrir sér að Evrópusambandið breytist í?
Sambandsríkissinnar
(Birtist upphaflega í Morgunblaðinu 8. september 2005)Að þessu sögðu verður að teljast afar ólíklegt að Evrópusamtökin séu þeirrar skoðunar að þróun Evrópusambandsins hafi gengið of langt. Raunar verða orð formanns samtakanna ekki skilin öðruvísi en svo að hann telji að þróun sambandsins sé einmitt komin of skammt á veg. Spurningin er bara hvernig Evrópusamtökin sjái fyrir sér þróun Evrópusambandsins í framtíðinni eins og áður segir. Í ljósi ummæla formanns samtakanna, sem og veru þeirra í regnhlífarsamtökum evrópskra sambandsríkissinna, liggur beinast við að draga þá ályktun að Evrópusamtökin séu samtök þeirra Íslendinga sem vilji sjá Evrópusambandið breytast í sambandsríki og Ísland verða hluta af því. Ég leyfi mér hins vegar að efast stórlega um að meirihluti landsmanna sé tilbúinn að skrifa upp á þá ömurlegu framtíðarsýn.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.11.2009 kl. 22:48
Nafnlausi bloggari:
Þú fyrirgefur en mér er ekki kunnugt um að það komi á nokkurn hátt í veg fyrir lýðræðislega umræðu um Evrópumál hér á landi þó ekki sé boðið upp á athugasemdakerfi á heimasíðu Heimssýnar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.11.2009 kl. 22:50
...þetta var nú ekkert æðislegt svar!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.11.2009 kl. 22:54
Svarið ætti að vera hverjum sem er ljóst af því sem ég sagði. Nei, mér þykir ekkert ólýðræðislegt við það. Eiríkur Bergmann Einarsson er t.a.m. með lokað á athugasemdir á bloggsíðu sinni og hefur haft þann háttinn á um árabil. Er hann s.s. ólýðræðissinnaður fyrir vikið ? Það hlýtur að vera að þínu mati. Ég er þó ekki þeirrar skoðunar. Ef ég er ósáttur við skrifin á bloggsíðu hans get ég einfaldlega svarað þeim á mínu eigin bloggi eða annars staðar.
Es. Hvað "z"-tuna varðar er það mikill misskilningur að notkun hennar sé bundin við sjálfstæðissinnaða einstaklinga eins og þið Evrópusambandssinnar hafið stundum ýjað að (hvað svo sem það kemur málinu við). Það eru vafalaust rétt eins margir Evrópusambandssinnar sem nota hana að sama skapi og nægir að nefna Ólaf Þ. Stephensen, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, og Auðunn Arnórsson, blaðamann á Fréttablaðinu ;)
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.11.2009 kl. 22:56
Eyddirðu út eigin athugasemd vegna fljótfærni :D
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.11.2009 kl. 22:57
Ég biðst afsökunar ef það hefur farið illa í þig/ykkur að ég skuli setja orðabókarskilgreiningu á enska orðinu Federal, en miðað við svarið frá ykkur þar á undan taldi ég best að rifja það upp. State og Federal Union er ekki það sama og því ekki um ríki að ræða eins og þú/þið snúa út úr með. Federal Union væri alltaf samansafn margra ríkja.
Ég get ekki skilið stefnu European Movement öðruvísi en að þau berjist fyrir evrópsku sambandsríki, rétt eins og annað meðlimafélag; Union of European Federalists.
Því stendur spurningin: Styðja Evrópusamtökin íslensku þetta markmið, og ef ekki hversvegna eru Evrópusamtökin meðlimur í þessum regnhlífarsamtökum?
Axel Þór Kolbeinsson, 17.11.2009 kl. 23:00
Ég áttaði mig á að talað var um síðu Heimssýnar en lét linkinn á Ásmund Einar fljóta með sem pjé-ess að gamni.
Þótt þú segir "ykkar" þá hef ég engan aðgang til að skrifa á heimasíðu Heimssýnar, hvað sem síðar kann að verða, enda aðeins verið í hreyfingunni í tvo daga.
Hvað er lýðræðisleg umræða?
Opin málefnaleg umræða er af hinu góða og til eftirbreytni að Evrópusamtökin bjóði upp á það. En að kalla alltaf þá sem eru á öndverðri skoðun Nei-sinna og tala um Nei-samtök bendi ekki til að menn séu beint tilbúnir í málefnalega umræðu.
Þá standa menn skrefi nær leiðara Fréttablaðsins í dag sem hafði að geyma of mörg dæmi um hallærislega stimplagerð. Alvöru málefnaleg umræða er betur þegin.
Haraldur Hansson, 17.11.2009 kl. 23:01
Axel: Það er búið að svara þér, lestu það sem stendur hér að ofan...
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.11.2009 kl. 23:11
Þess utan er auðvitað alls ekkert að því að vera einhvers konar Nei-sinni þegar það sem barist er gegn er neikvætt :)
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.11.2009 kl. 23:13
Það var ekki svar heldur útúrsnúningur...
Axel Þór Kolbeinsson, 17.11.2009 kl. 23:13
Haraldur: Lýðræðisleg umræða er eitthvað sem gerir það kleift að ræða ýmis sjónarmið og hugmyndir með opnum hætti. Það er hægt hér, þó í grunninn séu sjónarmiðin aðeins tvö, með og á móti ESB. En það koma alltaf vinklar, misáhugaverðir þó, en það er bara eins og gengur.
Ps. Hjörtur, tók út komment, vegna þess að þú varst búinn að svara, kommentið var óþarfi....
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.11.2009 kl. 23:15
Axel, nafnlausi ESB-bloggarinn hefur rétt fyrir sér, hann hefur þegar svarað þér sbr.:
"Evrópusamtökin deila gildum Evrópuhreyfingarinnar, sem var stofnuð á undan ESB, eða forvera þess."
Evrópusamtökin eru m.ö.o. samtök federalista. Það er gott að fá það staðfest þó svo að það sé gert af aðila sem virðist ekki þora að standa fyrir máli sínu undir eigin nafni.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.11.2009 kl. 23:15
Nafnlausi ESB-bloggari: Þú svaraðir mér annars ekki, er Eiríkur Bergmann ólýðræðislegur fyrst hann leyfir ekki athugasemdir á blogginu sínu?
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.11.2009 kl. 23:16
Axel: Er það að deila gildum útúrsnúningur? Bíddu, skilur þú ekki íslensku? Nú er ritari hættur að botna í þér, kominn háttatími?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.11.2009 kl. 23:17
Þið s.s. styðjið markmið European Movement um evrópskt sambandsríki. Takk fyrir svarið.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.11.2009 kl. 23:18
Já þeir gera það ef marka má nafnlausa ESB-bloggarann.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.11.2009 kl. 23:20
Ekki er ritara þessa bloggs kunnugt um ástæður þess að EB lokaði fyrir athugasemdir. Þær, bæði ástæðurnar (og athugasemirnar) geta verið margskonar, allt frá hóli, til mannorðsmeiðinga. En almenna reglan hlýtur að vera sú að opið kerfi sé lýðræðislegt.
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.11.2009 kl. 23:21
Umræðan um Evrópumálin er opin. Það getur hver sem er tjáð sig um það efni sem birtist á heimasíðu Heimssýnar rétt eins og t.a.m. það efni sem birtist á bloggsíðu Eiríks Bergmanns.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.11.2009 kl. 23:27
Axel: Nú ertu farinn að tuða. Orðið "state" er hvergi notað, eins og bent hefur verið á.
Strákar (hér er engin kona, því miður, þetta er bara "kallasnakk"), nú þarf ritari að fara að sofa, það er víst vinnudagur á morgun. Takk fyrir (að mestu leyti) málefnalegt spjall, á lýðræðislegri síðu!
ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.11.2009 kl. 23:27
The United States of America is not a state by itself, but a federated union of states.
Does the Icelandic European Movement agree with its parent organisation on the objective of a united, federated Europe?
Axel Þór Kolbeinsson, 17.11.2009 kl. 23:35
Þvert á móti held ég að neikvæðni sé nokkuð sem eigi mun frekar við föðurlandssvikarana, sem sjá svo fátt jákvætt við landa sína og vilja helst selja þá undir erlent vald, fyrir nokkur kokteilboð.
Hinsvegar verður ekki hjá því komist að benda á það hvers konar orðskrípi orðið „nei-sinni“ er. Sérstaklega þegar mun vandaðra orð eins og þjóðfrelsissinni er til og á sér langa hefð að auki.
Augljóslega á það orð vel við meðlimi Heimssýnar og því mun heppilegra að nota það þegar skrifa á góða íslensku.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 23:58
Svo má einmitt bæta því við að enska orðið „state“ hefur einmitt ekki nákvæmælega sömu merkingu og íslenska orðið „ríki“
Benda má á skemmtileg dæmi eins og Ráðsstjórnarríkin, sem á ensku hétu „Soviet Union.“ En Evrópusambandið heitir jú „European Union“ á ensku.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 00:01
Það er fáránlegt og nánast hlægilegt að samtök sem vilja stuðla að opinni og lýðræðislegri umræðu leyfi ekki athugasemdir á sinni eigin síðu.
Hjörtur, geturðu ekki skilið að eftir því sem fleiri vefsíður og fjölmiðlar loka fyrir athugasemdir og greinar allra eða ákveðinna einstaklinga, því lokaðri verður umræðan?
Því fleiri sem hafa opið fyrir umræður því opnari verður umræðan. Þú værir ekki að skrifa hér ef það væri lokað fyrir athugasemdir.
Annars hef ég einfaldan hátt á þessu. Ég einfaldlega les ekki bloggsíður sem eru á móti tjáningarfrelsinu og loka fyrir athugasemdir eða sía aðeins inn þær sem henta þeirra eigin sjónarmiðum.
Theódór Norðkvist, 18.11.2009 kl. 02:45
Theódór:
Það vill raunar svo til að Heimssýnarbloggið var opið fyrir athugasemdir lengi vel þar til tekin var loks sú ákvörðun að loka fyrir slíkt vegna vaxandi fjölda ómálefnalegra innleggja. Óþekkti ESB-bloggarinn dró strax þá ályktun hér að ofan að það hefði verið ástæða þess að Eiríkur Bergmann lokaði á athugasemdir á sínu bloggi. En hins vegar gaf hann sér að ástæða þess að ekki væri opið á athugasemdir hjá Heimssýn væri einhver ólýðræðislegur hugsunarháttur.
Það skiptir s.s. máli hvaða skoðanir viðkomandi hefur. Þeir sem loka á athugasemdir og vilja ekki ganga í Evrópusambandið eru ólýðræðislegir. Þeir sem gera slíkt og vilja í sambandið eru að gera það vegna ómálefnalegra innleggja. Málefnalegt...
Það er annars vitanlega ákvörðun hvers og eins hvernig hann hagar sínum vefsíðum rétt eins og það er val hvers og eins hvaða síður hann les.
Hjörtur J. Guðmundsson, 18.11.2009 kl. 09:48
Sammála Theódór hér að ofan. Les ekki blogg Björns Bjarnasonar, Hannesar Hólmsteins og svor framvegis. Finnst að þeir eigi að vera sérmerktir svona einræðupistlar svo hægt sé að ganga fram hjá þeim án þess að glepjast til að opna þá. Sumir áskilja sér réttt til að lesa yfir og hafna athugsemdum án þess að það komi fram neinsstaðar. Það er líka vafasamt í opinni umræðu.
ESB andstæðingar nota tækifærið hér til að leggja undir sig umræðuna þar sem enginn nennir eða getur tekið þátt í svona bulli einsog þeir síendurtekið leggja á mann. Annað hvort er ESB Federal eins og USA eða Union einsog Soviet Union!
Það getur ekki verið neitt orginalt einsog það sannarlega er enn sem komið er hvað sem á eftir að gerast.
Frá mínum bæjardyrum er ESB séð frábær tilraun til að móta stjónmál í dag til að taka á verkefnum til framtíðar. Slík hugsun er ekki til í stjórnmálalífi Íslendinga og því framandi eðlilega. Hér stjórna menn frá degi til dags klukku tíma til klukkutíma allt eftir því sem ríkustu hagsmunaðilar fyrirskipa. Nú hefur útgerðarlobbíið beitt fyrir sig sjálfsprottnum samtökum einsog Heimsýn til að koma í veg fyrir að Íslendingar geti lært af samstarfi við aðrar þjóðir hverning reka á þjóðfélagið.
Gísli Ingvarsson, 18.11.2009 kl. 09:59
Ég hef ekkert minnst á Evrópusambandið, einungis Euopean Movement og veru Evrópusamtakana í þeim regnhlífarsamtökum, og spurt hvort Evrópusamtökin styðji markmið European Movement um "united, federal Europe"
Axel Þór Kolbeinsson, 18.11.2009 kl. 10:03
Hjörtur:
Auðvitað er hverjum og einum frjálst að stýra umferð á sinni síðu. Hverjum og einum er líka frjálst að segjast standa fyrir opinni umræðu á sinni síðu með lokað fyrir umræðu á sinni síðu. En er það mjög málefnalegt eða trúverðugt?
Ég gef lítið fyrir skýringar Heimssýnar um að þeir hafi lokað fyrir athugasemdir vegna ómálefnalegra athugasemda.
Evrópumálin eru heit mál. Ef skítmoksturinn er svona svakalegur í umræðunni ætti hann líka að vera svakalegur á þessari síðu. Ekki get ég séð það af innleggjum á þessum þræði.
Ég hallast frekar að því að það hafi komið of mikið af óhentugum sjónarmiðum fram á bloggi Heimssýnar, sem þeir hafa engin rök gegn. Þess vegna hafi þeir gengið í ólýðræðislega flokkinn sem þeir segjast berjast á móti.
Theódór Norðkvist, 18.11.2009 kl. 11:50
Aðeins til að svara Theódór Norðkvist, þá finnst mér umræðan hér af hálfu okkar þjóðfrelsissinna þ.e. andstæðinga ESB aðildar hafa verið mjög málefnalega og innan okkar raða eru mjög rökfastir bloggarar s.s. Hjörtur Guðmundsson og Haraldur Hansson og reyndar miklu fleiri, sem færa ávallt mjög málefnaleg og sterk rök gegn ESB aðild. Við Þjóðfrelsissinnar höfum algerlega snúið þjóðinni á okkar band með málefnalegri umræðu og ekki svo hefur það líka hjálpað til að ESB apparatið hefur afhjúpað skítlegt eðli sitt í ICESAVE málinu.
Mér persónulega finnst að Heimssýn eigi strax að opna fyrir umræður á bloggsíðu sinni. Við Þjóðfrelsissinnar höfum svo miklu betri og sterkari málstað að því meiri sem umræðurnar verða því meira styrkir það og eflir þjóðfrelsis málstað okkar !
Gunnlaugur I., 18.11.2009 kl. 12:11
Gunnlaugur, ég tek alveg undir með þér að Hjörtur og Haraldur, sérstaklega sá síðarnefndi sem er góður kunningi minn, eru mjög færir bloggarar. Einstrengingslegir, en góðir pennar. Ég var ekki að draga það í efa.
Rétt að taka fram að Haraldur er með opið fyrir athugasemdir og ég fagna því að NEItendur við ESB (sem er með margfalt betri NEYtendavernd en Ísland) tjái sig hér, þó þeir loki sjálfir fyrir athugasemdir. Það hjálpar okkur bara að gera upp hug okkar.
Hvað hörku Breta, Hollendinga og ESB í okkar garð varðar skaltu skoða hana í ljósi þessarar fréttar. Hún verður skiljanleg þó kannski ekki endilega réttlætanleg.
Þeir hafa séð sem er að þetta land er bara hreiður glæpamanna.
Theódór Norðkvist, 18.11.2009 kl. 13:17
Það er eitt að einstaklingar kjósi að loka fyrir athugasemdir á bloggi sínu enda persónulegur vettvangur. En að samtök loki fyrir umræðu er ótækt og ekki til þess fallið að auka trúverðugleika þeirra.
Páll Geir Bjarnason, 18.11.2009 kl. 19:29
Svona á lýðræðisleg umræða að vera! Nokkuð sem samtök Nei-sinna geta ekki státað sig af!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 18.11.2009 kl. 19:46
Eins og áður segir þá er það nákvæmlega engin forsenda lýðræðislegrar umræðu um eitt eða neitt hvort virkt athugasemdakerfi er á vefsíðum á vegum Heimssýnar eða annarra.
Hjörtur J. Guðmundsson, 18.11.2009 kl. 21:57
Neinei Hjörtur, en auknir tjáningarmöguleikar í fjölmiðlum auka vægi lýðræðislegrar umræðu. Því getur þú ekki neitað.
Páll Geir Bjarnason, 18.11.2009 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.