22.11.2009 | 12:14
Gömlu brýnin skeggræddu
Það var stund gömlu brýnanna í Sprengisandi Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni (mynd). Þar mættust Jón Baldvin Hannibalsson, Styrmir Gunnarsson, Ragnar Arnalds og Halldór Blöndal. Þeir skeggræddu margt og mikið, efnahagsmál, stjórnmál og ekki síst Evrópumál. Athyglisvert var að heyra Styrmi Gunnarsson viðurkenna að hér hafi stórkostleg mistök verið gerð í hagstjórn.
Ragnar Arnalds, fyrrum formaður Heimssýnar skellti alfarið skuldinni á reglur ESB um fjármálastarfsemi og sagði þetta vera helstu orsök hrunsins. Halldór Blöndal tók undir með Ragnari og Styrmi í andstöðu þeirra við ESB. Það var því á brattann að sækja fyrir Jón Baldvin í málflutningi sínum. Hann sagði m.a. að heildarstaða sjávarútvegsins væri nú verri en fyrir hrun, vegna stórkostlegs gengisfalls krónunnar.
Það sjónarmið kom fram hjá báðum aðilum að eitthvað þyrfti að gera í gjaldmiðilsmálum landsins, þar sem krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill Íslendinga.
Þáttinn má heyra á www.visir.is eða www.bylgjan.is.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Ef evran hefði verið gjaldmiðill Íslands væru sennilega flest útflutningsfyrirtæki, og þ.m.t. útgerðarfyrirtæki, gjaldþrota vegna hás gengis evrunnar. Einfaldlega vegna þess að erfiðlega gengi þá að selja vörur til annarra landa. Útflutningur ríkja sem nota evruna eins og Finnlands og Írlands hefur verið stórkostlegan skaða af háu gengi hennar sem endurspeglar á engan hátt stöðuna í hagkerfum landanna. Útflutningsfyrirtæki hafa flutt rekstur sinn í hrönnum frá þessum ríkjum og þangað sem annar gjaldmiðill en evran er notuð. Þannig hafa mörg slík fyrirtæki flutt sig frá Finnlandi og yfir til Svíþjóðar en Svíar nota enn sænsku krónuna. Spurningin er hvort betra er að lánin hækki á sama tíma og tekjurnar aukast líka verulega eða að sala dragist verulega saman og fyrirtækin geti ekki borgað af lánunum þó lægri séu? Nei, það er engin spurning. Það síðarnefnda er miklu verra.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.11.2009 kl. 13:38
Rök ESB aðildarsinna halda engu vatni og stangast hvert á annars horn. Rök okkar þjóðfrelsismanna gegn ESB aðild og fyrir fullu sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar og það að rök okkar virðast hafa náð eyrum u.þ.b. 2/3 hluta landsmanna fer afskaplega mikið í taugarnar á þeim. Þeirra stóri ESB rétttrúnaður virðist ekki ætla að eiga uppá pallborðið hjá þjóðinni þetta virðist hafa hrakið stóran hóp ESB sinna í skografir upphrópana og uppnefninga eins og að kalla okkur sem viljum ekki ganga þessu Bandalagi tafarlaust á hönd "NEI SINNA"
Lélegur málflutningur og dæmir sig sjálfur. Hvar eru rök ykkar og svarið þið rökum okkar með málefnalegum hætti ekki útúrsnúningum. Ég auglýsi eftir því. Ykkur vantar sárlega sterkari rök og klárari áróðursmeistara. Meira að segja þó JBH sé klár þá á hann enginn svör við sterkum rökum okkar þjóðfrelsismanna.
Þar höfum við andstæðingar aðildar algerlega vinninginn, hvar eru ykkar menn sem hljóta að vera mikið hér á þessari áróðurssíðu ykkar. Það heyist varla í þeim, en við þjóðfrelsismenn höfum hér tögl og haldir í umræðunni og hrekjum rök ykkar og áróður hér enn og aftur útí hafshauga.
Gunnlaugur I., 22.11.2009 kl. 17:45
Jón Baldvin lýsti því meira segja yfir fyrir skömmu að hann teldi að inngöngu í Evrópusambandið yrði hafnað í þjóðaratkvæði. Sennilega rétt hjá honum þó því verði auðvitað ekki tekið sem gefnu.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.11.2009 kl. 20:14
Þetta stenst náttúrulega ekki. Samkvæmt þessu ættu t.d. flest svissnesk útflutningsfyrirtæki að vera gjaldþrota í dag. Svissneski frankinn er jú svo sterkur.
Hákon Ísfeld Jónsson, 22.11.2009 kl. 23:19
Til að svara Hákoni Ísfelld, þá er það rétt að Svissnenski frankinn er sterkur og það þrátt fyrir að Sviss inni í miðri Evrópu er ekki í ESB.
Sjálfsagt einangrað land eins og þið ESB sinnar viljið halda fram um Ísland.
En hátt gengi lítils og sjálfstæðs gjaldmiðils getur alveg staðist ef innistæða er fyrir því og efnahagur og atvinnuhættir eru þeir sömu og eða mjög svipaðir á öllu myntsvæðinu, eins og er í Sviss.
Þetta stenst hinns vegar ekki með Evruna þar sem hún nær yfir fleiri lönd með að sumu leyti ólíka og mismunandi atvinnuhætti og mismunandi útflutningsverslun.
Þetta á sérstaklega við um Íra og Finna og reyndar mörg önnur ESB lönd líka eins og Spán og mörg af nýju austantjalds landvinningum ESB Stórríkisins.
Þar bara passar ekki að hafa svona miðstýrðan gjaldmiðil sem haldið er uppi með handafli Þýskra og Franskra peningastjórnunar cómmizara innan ESB apparatsins.
Frosin Evran hefði komið enn verr fyrir íslenskan efnahag í kjölfar hrunsins og sett íslenskan útflutningsiðnað í frost og a.m.k. þrefaldað atvinnuleysið miðað við hvað það er núna.
Gunnlaugur I., 23.11.2009 kl. 10:57
...en það er náttúrlega æðislegt að vera með gjaldmiðil sem er hruninn í verðgildi, enginn reiknar með (og í) á erlendri, grundu, sem er braskað með og er verkfæri spákaupmanna. Gjaldmiðill sem er gjaldfelldur bara svona þegar það þarf. Gjaldmiðil sem þarf að eyða hrikalegum fúlgum í til þess eins að halda honum lifandi, á floti, eða hvaða orð nú eru notuð. Þetta er alveg súper!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 23.11.2009 kl. 13:32
Það þarf engan að undra að íslenska krónan sé lágt skráð nú um þessar mundir en hún er nú samt að vinna sitt verk. Eftir allt það sem á undan er gengið að nánast allt bankakerfi þjóðarinnar hrundi á einni nóttu. Að stórum hluta var þessi ofvöxtur bankakefisins mögulegur áhættusæknin gerð leyfileg vegna þess að eftirlitsverkið var meingallað og hriplekt allt gert í anda og þágu þessa margrómaða fjórfrelsisins í EES samningnum og var svo í ofanálag með meingallað og handónýtt regluverk sem kom beint frá ESB apparatinu og við tókum hér upp eins og heilagur páfagaukur hefði oss verið sendur.
Síðan beitir þetta ESB Bandalag og apparöt þess sér með fjárkúgunum og algerlega ólögmætum hætti gagnvart Íslandi og meinar okkur meira að segja að leita réttar okkar fyrir dómstólum.
Svo viljiði að við göngum þessu Stórríki kúgunar og óréttlætis á hönd.
ÉG SEGI NEI TAKK OG ÞAÐ MUN STÆRSTUR HLUTI ÞJÓÐARINNAR LÍKA GERA.
MENN ERU BÚNIR AÐ SJÁ REFASKOTTIN UNDAN SAUÐAGÆRUNNI Á ÞESSUM ANNARS KLÆÐALAUSA KÚGUNARRISA !
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !
Gunnlaugur I., 23.11.2009 kl. 14:42
Naflausi ESB-bloggari, það er betra en að vera með gjaldmiðil sem hentar engan veginn viðkomandi hagkerfi, tekur ekkert tillit til þess og því líklegri til þess að valda skaða frekar en að gera gagn. Svo ekki sé minnzt á sem stendur á algerum brauðfótum vegna þess að efnahagslegt bakland hans á enga samleið.
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.11.2009 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.