Leita í fréttum mbl.is

Styrmir Gunnarsson:Loka,loka,loka!

Styrmir Gunnarsson

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, rithöfundur og yfirlýstur ESB-andstæðingur (í stjórn samtaka Nei-sinna), var gestur í Vikulokum Hallgríms Thorsteinssonará RÚV milli 11-12 í dag. Þar kom fram að hann vill skera mikið niður í Utanríkisþjónustunni og þar með skerða tengsl Íslands við umheiminn. Hann vill loka sendiráðum á Indlandi og í Kanada. 

 Nei-sinnar hamra sífellt á því að Ísland eigi að hafa frelsi til að gera tvíhliða viðskiptasamninga við aðrar þjóðir. Hvernig á það að vera hægt án sendiráð og fagfólks í samskiptum við önnur lönd? Eru þetta ekki einhverjar hálf-hugsanir sem menn grípa til í einhveri örvæntingu? Með aðild að ESB fengi Ísland aðgang að öllum viðskiptasamningum ESB, við öll helstu efnahagsveldi heims!

Hér er listi yfir þau ríki sem ESB hefur tvíhliða samninga við. Smellið á "virk" lönd. Á þessum lista eru m.a. Indland, Kína, USA, og Kanada, svo einhver séu nefnd.

http://ec.europa.eu/trade/: Kíkið einnig á þetta. Hér kemur m.a. fram að ESB varði um 1 milljarði Evra á á árunum 2006-2008, til að efla viðskipti við þróunarlönd. Á gengi dagsins, um 185 milljarðar íslenskra króna!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er nú svo merkilegt með það að Evrópusambandið er að ég bezt veit ekki með fríverzlunarsaming við neitt þessara ríkja sem nefnd eru, Indland, Kína, Bandaríkin eða Kanada. Eins og raunar má lesa um þarna. Í bezta falli eru einhverjar viðræður í gangi en þá yfirleitt á byrjunarreit.

Ísland er hins vegar t.a.m. með fríverzlunarsamning við Kanada í gegnum EFTA. Þá hefur verið góður gangur í viðræðum EFTA við Indland og viðræður á milli Íslands og Kína eru komnar langt á leið en eru í uppnámi núna vegna umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið.

Ísland og EFTA hafa raunar farið fram úr Evrópusambandinu í gerð fríverzlunarsamninga og fyrir nokkrum árum síðan lýsti Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, þeirri skoðun sinni að Ísland og EFTA ættu auðveldara með að ná slíkum samningi við Bandaríkin en Evrópusambandið.

Þess utan er Evrópusambandið reglulega í viðskiptastríðum við önnur markaðssvæði s.s. Kína og Bandaríkin með tilheyrandi gagnkvæmum refsiaðgerðum og þá gjarnan í formi verndartolla. Slík stríð snúast allajafna um mál sem tengjast ekki hagsmunum okkar Íslendinga á nokkurn hátt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.11.2009 kl. 15:44

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvað utanríkisþjónustuna varðar myndi sjálfstæð íslenzk utanríkisþjónusta innan tíðar heyra sögunni til ef við gengjum í Evrópusambandið enda stefnan að utanríkisþjónusta sambandsins sjálfs leysi utanríkisþjónustu einstakra ríkja þess að hólmi. Framvegis sæi þá Evrópusambandið um formleg samskipti okkar við ríki utan sambandsins þ.m.t. gerð fríverzlunarsamninga.

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.11.2009 kl. 15:49

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

ESB á í viðræðum við Indland, Kína og USA, ef þú kíkir á efri krækjuna. Stuðlar allt að miklum viðskiptum milli ESB og þessara ríkja.

Ef þið fáið ykkar fram, ætlið þið ekki og þurfið að efla til munar Utanríkisþjónusta til að standa í öllum tvíhliða samningum sem þið viljið gera? Eða eru bara örfáir einstaklingar sem eiga að standa í því. Hvert munið þið t.d. sækja fólk með þekkingu á efnahag og menningu Indlans, Kína etc, þegar á að efna til viðskiptasamninga?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 21.11.2009 kl. 18:25

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

Sparnaður og sóun er kjarni málsins þarna.

Í einhverjum tilvikum dugar okkur ágætlega að vera í samstarfi með örðum Noðrurlöndum með sendiráð og hafa þar okkar fulltrúa.

Ef Norðurlöndin tækju sing vú saman - t.d. Danmörk Noregur, Ísland Færeyjar og Grænland og  gerður samstarfssamninga um  rekstur Norrænna sendiráða...

myndi það ekki spara öllum stórfé?? Það er alveg hægt aðspara án þess að verða neitt ´"lásí"

Kristinn Pétursson, 22.11.2009 kl. 10:43

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kjarni málsins er þessi:

ESB hefur ekki gert neina fríverslunarsamninga eða tollasamninga í þeim tilgangi að lækka tolla á fiski. Það hefur EFTA gert og það hefur Ísland gert.

Þegar viðræðuferlinu við ESB líkur er hægt að vinna  að hagsmunum Íslands.

Sigurður Þórðarson, 22.11.2009 kl. 10:45

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er bara enginn að tala um að einangra eitt eða neitt kæri nafnlausi ESB-bloggari, hefurðu heyrt t.d. um hugtakið hagræðingu?

Þess utan er ágætt að þú viðurkennir að Evrópusambandið sé ekki með tvíhliða viðskiptasamninga við umrædd ríki sambærilega við fríverzlunarsamninga heldur standi í bezta falli í viðræðum um slíka samninga.

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.11.2009 kl. 11:09

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess utan eins og Sigurður kemur inn á þá er fríverzlunarsamningur ekki endilega það sama og fríverzlunarsamningar. Þeir samningar sem EFTA hefur gert, svo ekki sé talað um þá sem Ísland hefur gert eitt, hafa algerlega tekið mið af hagsmunum Íslands en samningar sem Evrópusambandið gerði legði seint sérstaka áherzlu á okkar hagsmuni, svo ekki sé talað um þá samninga sem þegar hafa verið gerðir þar á bæ. Eins og í öllu öðru yrðu hagsmunir okkar Íslendinga aldrei annað en algert aukaatriði í bezta falli. Flestir ef ekki allir aðrir hagsmunir skiptu einfaldlega margfalt meira máli.

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.11.2009 kl. 11:13

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Alveg hárrétt sem Hjörtur bendir hér á. ESB myndi aldrei sérstaklega gæta hagsmuna smáríkis eins og Íslands þeir myndu fyrst of fremst gæta hagsmuna stóru ríkjanna og fjölmennisins þar. Þeir myndu ekki hika við að fórna fiskveiðihagsmunum Íslands í samningum við t.d. Rússa um meiri gasviðskipti á hagstæðari verðum. Þeir vilja komast yfir Ísland og norðurhjarann til þess að geta komist að þessum auðlyndum og notað þá sem skiptimynnt í sínum stóru hagsmunamálum.

Auðvitað þarf lítið ríki eins og Ísland að spara í sendiráðum og öðrum flottheitum ekki síst þegar að kreppir að eins og nú gerir. Það kunna svona þungglammaleg og sjálfupphafinn apparöt eins og ESB ekki að gera, þau kunna bara að þenja sig út og þar samtryggir hver hagsmunahópurinn hagsmuni hinns og forréttindi. Hver skammtur hvor öðrum, án aðhalds lýðræðisins.

Nýjustu fréttir af bruðlinu á þessum bæ eru þær að ný handvalinn eða skipaður forseti ESB sé settur á u.þ.b. helmingi hærri laun en sjálfur Barak Obama forseti Bandaríkjanna. Ekki hefur enn fengist uppgefið með hlunnindin og sposlurnar sem hann fær að skammta sér enda sjá embættismannanefndirnar yfirleitt mjög vandlega um að þær séu faldar fyrir almenningi og fjölmiðlum.

VALDASPILLING OG FYRRING einkennir alla stjórnarhætti þessa auma Bandalags sem er nú að breyta sér í Stórríki Evrópu sér til eigin dýrðar.

Ísland hefur ekkert að gera inní þetta Stórríki Evrópu. Sjálfstæði okkar og fullveldi er miklu meira virði en fórna því fyrir þennan hégóma.

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur I., 22.11.2009 kl. 11:31

9 Smámynd: Ingvar Sigurjónsson

Alltaf er jafnaumkunarvert að sjá Nei-sinna reyna að þyrla upp ryki í þessari umræðu með því að tala digurbarkalega um fríverslunarsamninga við Kína og Indland.  Staðreyndin er auðvitað sú að langlangmest utanríkisviðskipti Íslands eru við Evrópusambandslönd.  Það er augljóst að viðskiptahagsmunum okkar yrði best borgið með inngöngu í ESB.

Það er auðvitað mjög krúttleg hugsun hjá Nei-sinnum að við þurfum ekki á neinum bandalögum að halda, við getum allt sjálf því við erum "bezt í heimi".  Við sendum bara Svavar Gestsson til Kína og náum glæsilegum tvíhliðasamningi, eða hvað?  Því miður er þetta bæði barnalegt og sýnir lítinn skilning á því hvernig heimurinn hefur verið að þróast að undanförnu. 

Ingvar Sigurjónsson, 23.11.2009 kl. 11:00

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ingvar, heimurinn hefur einmitt verið að þróat í þá átt að vera að stækka, en Evrópa að minnka á mælikvarða efnahagsstærða. ESB er að verða að stærsta elliheimili jarðarinnar og framleiðni og efnahagslegur ávinningur er og hefur verið langtum minni þar en á flestum svæðum heimsins. Því skyldum við ganga þessu Stórríkjasambandi á hönd sem er á svona veikburða grunni.

ESB rekur miskunnarlausa hafta og tollverndarstefnu gagnvart þessum nýju vaxandi hagsvæðum til að verja sína síminnkandi framleiðslu og hagvaxtarstig.

Slíkt hentar ekki hagsmunum okkar Íslendinga. Við munum plumma okkur miklu betur með sjálfstæðum tvíhliða samningum í fiskveiðimálum eins í efnahags- og viðskiptum eins og við höfum gert við sum þessi svæði, þar á meðal Kanada. Samningur við Kína var langt kominn þegar hann var stoppaður vegna þessarar aumu ESB umsóknar.

Gunnlaugur I., 23.11.2009 kl. 13:23

11 Smámynd: Ingvar Sigurjónsson

Heimurinn hefur verið að þróast í þá átt að stórar þjóðir hafa verið að gerast umsvifameiri með tilkomu hnattvæðingar og litlar þjóðir hafa mátt sín lítils ef þau mynda ekki bandalög sín á milli.  Við höfum nú séð árangur okkur af því að reyna að standa á eigin fótum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.  Hins vegar hafa Evrópusambandsríkin tekið saman höndum og myndað eitt stærsta hagkerfi heims og þannig ekki troðist undir.  Þrátt fyrir að fullyrðing þín um að ESB sé að verða að elliheimili sé skáldleg, er hún einfaldlega ekki rétt.

Þrátt fyrir að tekist hafi að gera ágætan samning við Kanada er hlutdeild Kanada í utanríkisviðskiptum Íslands innan við 1%.  Vægi Evrópu er hins vegar um 80%.  Það er því afar eðlilegt fyrir okkur að taka upp evru.  Hagfræðingarnir Frankel og Rose hafa rannsakað áhrif sameiginlegar myntar og komist að þeirri niðurstöðu að þegar ríki taka upp sameiginlega mynt, eykst útflutningur til ríkja innan myntsvæðisins til muna án þess að það dragi úr viðskiptum við ríki utan myntbandalagsins.  Þetta hefur verið reynsla ESB ríkja.  Það myndi klárlega henta viðskiptahagsmunum Íslands að komast í þennan hóp.

 

Ingvar Sigurjónsson, 23.11.2009 kl. 15:16

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ingvar, í fyrsta lagi var það nafnlausi ESB-bloggarinn sem taldi Evrópusambandinu það í upphafi þessarar umræðu til tekna að hafa tvíhliða viðskiptasamninga við hin og þessi ríki sem síðan kom í ljós að var nú ekki alveg satt og rétt.

Í annan stað eru vissulega utanríkisviðskipti okkar í dag mest við ríki Evrópusambandsins en það er hins vegar ekki þar með sagt að svo verði um alla tíð. Evrópusambandið er að öllum líkindum hnignandi viðskiptaveldi ef marka má ófáar rannsóknir. Framtíðarmarkaðirnir eru einkum í Asíu en auk þess er talið að Bandaríkin muni nokkurn veginn halda sínum hluti í heimsviðskiptunum. Vægi Evrópusambandsins mun hins vegar minnka verulega frá því sem nú er á næstu áratugum.

Ef eitthvað er aumkunarvert er það að vera fastur í núinu og horfa ekki til framtíðar.

Þess utan hafa kenningar um aukin utanrikisviðskipti á milli evruríkja með upptöku evrunnar einfaldlega ekki gengið eftir.

Og ef þú hefur fylgst með fjölmiðlum vissurðu að mikil fólksfækkun er framundan innan Evrópusambandsins ef fer sem horfir og meðalaldur íbúa flestra ríkja þess hækkar hratt sem einfaldlega er ávísun á efnahagserfiðleika í framtíðinni.

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.11.2009 kl. 21:32

13 Smámynd: Ingvar Sigurjónsson

Sæll Hjörtur.  Það er alveg rétt að flestar spár gera ráð fyrir auknu vægi Asíumarkaða í framtíðinni á kostnað m.a. Evrópumarkaðsins.  Það tel ég vera jákvæða þróun og væri óskandi að ríki Afríku og Suður Ameríku gætu rétt hlut sinn á næstu áratugum líka.  Að segja að þá hljóti Evrópusambandið að vera “hnignandi viðskiptaveldi” er hins vegar afar frjálsleg túlkun sem ég er hreint ekki sammála.

Það er vitað mál að ríkar þjóðir versla meira en fátækar og að fjarlægð dregur úr milliríkjaviðskiptum.  Ríkustu þjóðir heims eru flestar í Evrópu og ekki líklegt að það breytist í náinni framtíð.  Auk þess er ólíklegt að landfræðileg lega Íslands breytist mikið.  Við erum og verðum Evrópuþjóð og ég tel engar líkur á öðru en að við munum áfram stunda flest okkar viðskipti við aðrar Evrópuþjóðir.

Ég er auk þess ósammála fullyrðingu þinni um að milliríkjaviðskipti evruríkja hafa ekki aukist með upptöku evru.  Ef þú skoðar hagtölur má sjá að útflutningur evruríkja jókst að meðaltali um 4-5% umfram hagvöxt eftir upptöku evru sem er töluvert meira en hjá minni þjóðum með eigin gjaldmiðil svo sem Noregi, Íslandi og Nýja Sjálandi.  Reyndar var hagvöxtur ekki minni á Íslandi en hann byggðist að miklu leyti á neyslu sem fjármögnuð var af erlendum lánum með afleiðingum sem við þekkjum vel.

Ingvar Sigurjónsson, 24.11.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband