Leita í fréttum mbl.is

Jón K. um ESB - fullveldi - samskipti viđ ađrar ţjóđir

Jón KristjánssonJón Kristjánsson fyrrverandi ráđherra og ţingmađur skrifar ágćta grein á www.pressan.is um fullveldiđ og samskipti viđ ađrar ţjóđir. Ţar segir Jón međal annars:

 ,,Hin gömlu samskipti viđ Bandaríkjamenn tilheyra tíma sem er liđinn og kemur aldrei aftur. Herinn fór einn góđan veđurdag og ég upplifđi ţađ ađ vera kallađur í skyndingu á ríkisstjórnarfund ţar sem okkur voru fćrđ ţau tíđindi. Ég er hins vegar ţeirrar skođunar ađ viđ eigum ađ rćkta samstarf og samskipti viđ Bandaríkin, en ţau byggjast miklu fremur á gagnkvćmum viđskiptum á öllum sviđum, en á stöđu okkar sem flugvélamóđurskips. 

Ég er einnig ţeirrar skođunar ađ viđ eigum ađ leggja mikla rćkt viđ tengsl okkar viđ önnur Evrópuríki. Viđ erum Evrópuţjóđ sem erum og höfum alltaf veriđ háđ sem greiđustum og bestum samskiptum viđ nágrannaríki okkar á öllum sviđum. Ekki eingöngu ađrar Norđurlandaţjóđir, heldur öll  ríki Evrópu. Ţćr hremmingar sem ţjóđin gengur í gegn um nú og ţau sárindi sem ţćr skapa breyta ţessu ekki.      

Nú um stundir er mjög áríđandi ađ gengiđ sé af heilindum til ţess verks ađ  ganga úr skugga um hvers konar samningur okkur býđst um ađild ađ Evrópusambandinu. Ég vil sjá viđrćđur í alvöru um stöđu sjávarútvegsins og landbúnađarins viđ ţćr ađstćđur. Síđan tekur ţjóđin afstöđu til ţess  á grundvelli ţeirra upplýsinga hvort hún vill tengjast sambandinu. Ég er hins vegar ţeirrar skođunar ađ ađild ađ samtökum annarra ţjóđa geti samrýmst fullveldi og sjálfstćđi Íslendinga."      

Greinin í heild sinni

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Kristjánsson fylgist ekki međ. Hiđ gamla Efnahagsbandalag Evrópu breyttist í Evrópuyfirráđabandalagiđ, bandalag međ stórveldismetnađ, sem nú er orđiđ sjálfstćđ lögpersóna međ eigin forseta og utanríkisráđherra og yfirgnćfandi úrslitavald fulltrúa stórţjóđanna, en Lissabon-sáttmálinn o.fl. ákvarđanir leiđa til ţess, ađ ţetta verđur eitt stórríki, sambandsríki međ hverfandi neitunarvaldi partanna, og ţá verđa smáríkin ţar eins og hver önnur héruđ í heildinni. Ísland myndi missa tök á nćstum öllu sínu löggjafarvaldi, ef viđ létum narrast inn í ţessa villtustu drauma, soon come true, hjá valdakörlunum í Brussel.

Jón Valur Jensson, 2.12.2009 kl. 13:56

2 Smámynd: Hjörtur J. Guđmundsson

Einmitt, og ríki Bandaríkjanna eru sjálfstćđ og fullvalda :)

Hjörtur J. Guđmundsson, 4.12.2009 kl. 13:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband