Leita í fréttum mbl.is

Atli Heimir: Vill aðildarviðræður við ESB

Atli Heimir SveinssonSamtök Nei-sinna héldu fullveldisfagnað sinn í gær í Salnum í Kópavogi. Þar var m.a. boðið upp á nýtt verk eftir okkar helsta tónskáld, Atla Heimir Sveinsson. Ber stykkið heitið Gunnarshólmi, eftir samnefndu kvæði Jónasar Hallgrímssonar.

Það hefur vakið nokkra athygli, viðtalið sem Fréttablaðið birti við Atla Heimi í gær, í tilefni af þessu. Í viðtalinu segir orðrétt:

,,Tildrög þess að lagið við Gunnarshólma er frumflutt í dag rekur Atli Heimir til kaffispjalls heima hjá honum við Styrmi Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra. „Styrmir er gamall vinur minn og skólabróðir og ég lofaði honum að heyra lagið. Hann vildi drífa í að láta flytja það nú á fullveldisdaginn. Ég er fylgjandi því að við ræðum inngöngu í Evrópubandalagið en þótt Styrmir sé á móti því þá vil ég ekki að það komi í veg fyrir að fólk njóti Jónasar. Hann er yfir dægurþras okkar hafinn og verður ekki dreginn í neinn dilk. Jónas er eitt af því fallega sem við eigum öll sameiginlegt.“

Atli Heimir er s.s. einn af þeim fjölmörgu sem vilja aðildarviðræður við ESB.

(Leturbreyting, ES)

Allt viðtalið við AHS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tónlistargáfa Atla Heimis er hafin yfir vafa. Það sama verður varla sagt um pólitíska hæfileika hans.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.12.2009 kl. 18:11

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Atli Heimir sagðist vilja "að VIÐ ræðum inngöngu í Evrópubandalagið", hann sagði EKKI, að hann vildi aðildarviðræður við ESB. Annars hef ég engar áhyggjur af því, að þessi vel gefni kunningi minn hafni "aðild" = innlimun, þegar hann áttar sig á öllu sjálfstæðisafsalinu sem því fylgir (Atli, lestu síðu Haraldar!). Og Jónas sjálfur hefði sveiað þessu stórveldi veg allra vega frá landinu okkar góða.

Jón Valur Jensson, 3.12.2009 kl. 04:44

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið! Ég hef engar áhyggjur af því, að hann SAMÞYKKI etc.!

Jón Valur Jensson, 3.12.2009 kl. 04:45

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og? Þetta lá fyrir fyrirfram þegar ákveðið var að óska eftir því að verkið fengist flutt.

En hvað vakir fyrir Fréttablaðinu? Tja, við vitum það :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.12.2009 kl. 13:26

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

En þess utan þá fer þeim reyndar hratt fækkandi sem vilja "aðildarviðræður" við Evrópusambandið, enn færri vilja umsókn um aðild að sambandinu og miklu færri vilja ganga í það.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.12.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband