Leita í fréttum mbl.is

Úlfar mættur með greinaröð í Fréttablaðið!

Úlfar HaukssonBúast má við miklum umræðum um kosti og galla Evrópusambandsaðildar í kaffi- og matarboðum jólahátíðarinnar. Þá er þeim mun mikilvægara að hafa staðreyndir á hreinu  enda verður sjávarútvegurinn sá málaflokkur sem mestu máli skiptir varðandi útkomu í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er því mikið fagnaðarefni að Úlfar Hauksson(mynd), doktorsnemi við HÍ og vélstjóri á Sólbak EA, skrifar góða grein um þennan málaflokk í Fréttablaðið í dag. Úlfar skrifar læsilegan texta og er þar að auki einn helsti sérfræðingur Íslendinga um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þetta er fyrsta grein af þremur. Úlfar segir meðal annars í greininni:

,,Sameiginleg sjávarútvegsstefna innan ESB í einhverri mynd virðist vera besti vettvangurinn til að semja um þessi mál. Það hefur a.m.k. ekki tekist að sýna fram á annað með afgerandi hætti.
Niðurstaðan er því sú að þeir sem kalla eftir því að stjórn fiskveiða í ESB verði alfarið færð til þjóðríkja afhjúpa í senn vanþekkingu sína á fiskveiðum og á landfræðilegum aðstæðum strandríkja við Norðursjó og nálægum hafsvæðum; höfða til þjóðernistilfinninga en ekki heilbrigðrar skynsemi."

Hægt er að lesa greinina í heild sinni á þessari slóð:

http://www.visir.is/article/20091203/SKODANIR03/934637987


Hægt er að lesa fleiri greinar um sjávartúvegsstefnu ESB á heimasíðu Evrópusamtakanna á
http://www.evropa.is/category/sjavarutvegsmal/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Miðstýrð sjávarútvegsstefna ESB er einn óskapnaður frá upphafi til enda og hefur leitt til nær algjörs hruns í greininni, eyðingu fiskistofna, sóunar verðmæta og spillingar og sjóðasukks.  Marg búið er að reyna að lagfæra og stagla eittthvað í þennan óskapnað en allt ber að sama brunni, ásýnd skepnunnar versnar sífellt.

Bretum var sagt að þeir væru svo stórir í sjávarútvegnum og svo fjölmenn þjóð þegar þeir gengu inn þannig að þeir myndu hafa mikil áhryf á stefnu Sambandsins. Slík loforð gengu síður en svo eftir. Engir eru eins brjálaðir útí vitleyisganginn og Breskir sjómenn og útgerðarmenn.

Fyrir skömmu voru hér á Íslandi forsvarsmenn sjómanna og útgerðarmanna bæði frá Skotlandi og Írlandi og þeir vöruðu okkur mjög alvarlega við því að ganga í ESB. Slíkt myndi aðeins leiða til hörmunga og vesældar fyrir þennan höfuðatvinnuveg þjóðarinnar. Reynsla þeirra væri hörmuleg og enginn leið virtist vera fyrir þá að hafa áhryf á miðstýrða skrifræðisapparatið í Brussel.

Ekki er allt fullkomið í íslenskum sjávarútvegi eða stjórnun hans en þar er nú unnið að jákvæðum breytingum og útvegurinn og öll umgjörð íslensks sjávarútvegs er hrein hátíð miðað við þann óskapnað sem yfirstýring ESB tilskipanakerfisins hefur leytt yfir Evrópskan sjávarútveg.

Allar  tilraunir til breytinga og lagfæringa taka mjög langan tíma og verða svo útþynntar í málmiðlunar frumskógi skriffinnanna. ESB apparatið og fatlað stjórnkerfi þess er í raun algerlega ófært um að búa þessum atvinnuvegi aðbúnað sem er nokkurn tímann verður sjálfbær eða lagi. Það hefur reynslan ótvírætt sýnt.

Enda bera engir sem við atvinnuveginn vinna innan ESB minnstu virðingu fyrir þessum ráðum og nefndum og því reyna allir sem vettlingi geta valdið að svindla og fara fram hjá heimskunni og vitleysunni sem frá þessum sjálfskipuðu skrifræðis apparötum kemur.

Viljum við virkilega rústa íslenskum sjávarútvegi þá göngum við auðvitað í ESB eins og þið viljið.

Ég og mikill meirihluti þjóðarinnar vill það ekki !

Gunnlaugur I., 3.12.2009 kl. 16:34

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess má líka geta að Úlfar er fyrrum formaður Evrópusamtakanna :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.12.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband