Leita í fréttum mbl.is

Óstöðugleiki = viðskiptahindrun

Ragnar SverrissonRagnar Sverrisson, kaupmaður á Akureyri og formaður Kaupmannasamtaka Akureyrar, skrifaði fína grein í Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum um starfsumhverfi verslunar.

Þar segir hann meðal annars:

,,Í greinargerð nefndar, sem lögð var fyrir síðasta aðalfund SVÞ,  eru leiddar sterkar líkur að því að sameiginleg mynt hefði getað lækkað kostnað verslun árið 2008 um röska 14 milljarða króna. Auk þess er bent á að vaxtastigið lækkar með brotthvarfi verðtryggingar og rekstarumhverfið verður stöðugra en áður hefur þekkst hér á landi en óstöðugleiki felur beinlínis í sér viðskiptahindranir. Þá eru talið að lækkun gjalda sem leiðir af inngöngu í ESB gæti verið 7,5% eða röskir 4 milljarðar á verðlagi ársins 2006.

Hér er fátt talið sem stendur í greinargerðinni en hvert þessara atriða felur í sér gríðarlega fjármuni sem nú er kastað á glæ fyrir utan þau viðskiptatækifæri sem ekki er hægt að nýta vegna þess að við erum utangarðs í Evrópu samstarfinu. Niðurstaða SVÞ er því sú að það þjóni hagsmunum verslunar og þjónustu að ganga í ESB og taka upp evru. ´Þetta var staðfest í skoðanakönnun meðal aðildarfélaga SVÞ þar sem 80% voru á sama máli."

Greinin í heild sinni er hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ótrúleg einföldun, hvað með útflutningsgreinar sem bundnar verða af gjaldmiðli sem tekur alls ekkert tillit til þeirra, ef þær standa sig ekki, verður lítill peningur til að eyða í verslun. 

Með lágu vextina sem Evrópusinnar sjá í hillingum langar mig að spyrja, eru það þessir lágu vextir sem Bretar og Hollendingar eru að bjóða Íslenskri þjóð á Icesave skuldina 5,5%, það eru til lægri vextir á markaði hérlendis.  Sennilega væri rétt að hugsa þessí rök fyrir inngöngu og upptöku Evru upp á nýtt.

Kjartan Sigurgeirsson, 9.12.2009 kl. 12:40

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Kjartan það er ótrúleg einföldun að bera sífellt fyrir sig "útflutningsgreinunum" sem eiga að lúta alveg sömu lögmálum og önnur viðskipti. Útflutningsgreinarnar hafa ekki og muni ekki verja hagsmuni "dreifðra byggða" né aðra þolendur viðskiptahafta í þessu þjóðfélagi. Stórfelld viðskiptasvik með gjaldeyri einsog er frá sagt í fréttum dagsins eru lýsandi dæmi um hvernig "útflutnings"-greinar haga sér.

Svo finnst mér að þú getir ekki gert þig breiðan yfir Icesafe skuldbindingum frekar en nokkur Íslendingur annar. Þetta sameiginlega skipðbrot þarf ekki þitt komment. Þetta er svo útrætt að til dæmis vaxtaprósentan sem þú nefnir er búið að margtyggja ofaní þig að er föst langtímavaxtaprósenta en ekki fljótandi rentur frá degi til dags eins og þau kjör sem þú vitnar til. Við núverandi aðstæður býðst hvergi í heiminum neitt þessu hagstæðara. Að Ísland skuli vera komið í ruslflokk (nánast) virðist ekki lækka þi þér rostann.

Gísli Ingvarsson, 9.12.2009 kl. 13:27

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Af útflutningsgreinum höfum við tekjur, hvort sem einhverjir í þeim geira eru hrappar eða ekki, án þeirra tekna gengur hvorki verslun í"dreifðum byggðum" né annarsstaðar á landinu.

Þennan þvætting KGB foringjanna um að vextir séu lægri ef þeir eru fastir, kaupi ég ekki.  Það vill þannig til að vaxtastig sveiflast til og það er aðeins hægt að loknu tímabili að fullyrða hvort föstu vextirnir hafi verið hærri eða lægri en fljótandi vextir.  Það er ekkert lögmál þar um.  Ég hef fyrir framan mig dæmi núna um fljótandi vexti á langtíma láni í Evrum en það er 2,64 %, eftir að Íslenskur banki er búinn að setja sitt  álag ofan á.

Mér þykir það frekar illt í efni ef tjáningafrelsiseftirlitsmenn meina manni að nefna Icesave eða einhvað sem því tengist án þess að manni séu gerðar upp skoðanir á málinu í heild og skellt á mann ábyargð á því að Ísland skuli komið í ruslflokk.

Að mínu mati er svon málflutningur í Ruslflokki

Kjartan Sigurgeirsson, 9.12.2009 kl. 14:15

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Vel mælt og hraustlega en tjáningarfrelsi er ekki að segja það sama aftur og aftur.

Það sem þú segir er eitthvað sem þú hefur tekið upp eftir stjórnarandstöðuþingmönnum innan og utan stjórnar.

Fljótandi vextir eru annað fyrirbæri en fastir. Það er mjög gott að semja um fasta vexti á óvissutímum. Við skuldum og verðum að greiða fyrir það í gjaldeyri og þá er einsgott að sá gjaldeyrir sé innan handa en ekki í vasa útgerðarmanna sem ekki hafa hugsað sér að borga fyrir þig né mig krónu.

Það hentar þeim vel en ekki þér að þeir geta flutt sitt fé í gegnum EES samninginn hindrunarlaust og sett upp fyrirtæki erlendis sem þeir selja varninginn sjálfum sér og þá er það þeirra en ekki okkar gróði sem þar myndast vi frekari viðskipti innan ESB.

Þó það sé langtímamarkmið að komast yfir Evrur á íslandi sem mynt fyrir laun og lán þá er það ekki í hendi og þangað til verðum við að ná tak á öllum þeim gjaldeyri sem útflutningurinn skapar. Ég myndi núna beita mér fyrir því í þínum sporum í stað þess að væla yfir IceSafe sem er þreytandi og gagnslaust. Den tid den sorg.

Gísli Ingvarsson, 9.12.2009 kl. 15:36

5 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það má segja að þarna séu tveir fyrir einn, bæði túlkað út frá því að ég nefndi Icesave vexti hvaða skoðanir ég hef á Icesave og svo fæ ég að vita hvaðan ég fæ hugmyndirnar.

Ég sé ekki hvað óheiðarlegir útgerðarmenn koma vaxtastigi í heiminum við, fastir vextir eða fljótandi. 

Það er aftur alveg hárrétt hjá þér við verðum að koma skikk á krónuna.

Hvar þú finnur væl yfir Icesave veit ég ekki, og hefði gaman að því að þú bendir á það.

Kjartan Sigurgeirsson, 10.12.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband