Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
15.12.2007 | 08:10
Að taka upp evru einhliða
Ágæta áhugafólk um Evrópumál, Árni Páll Árnason alþingismaður skrifaði áhugaverða grein í Viðskiptablaðið í síðustu viku um möguleika þess að taka upp evru einhliða. Árni Páll segir meðal annars í greininni;
,,Það er því ljóst að Ísland getur ekki tekið upp evru einhliða án þess að eiga um það samráð og skoðanaskipti við ESB. Ganga má út frá því að ESB leggist gegn því. Þar sem samráðið er skyldubundið samkvæmt EES vaknar sú spurning hvort einhliða upptaka Íslands á evru gæti kallað á formlegar gagnaðgerðir ESB, sem jafnvel geti falist í að EES-samningurinn yrði felldur úr gildi að hluta gagnvart Íslandi. Slíkt er ekki útilokað. Jafnvel þótt ekki kæmi til formlegra gagnaðgerða af hálfu ESB fer það ekki fram hjá neinum sem til þekkir að möguleikar ESB til að draga lappirnar í framkvæmd EES-samningsins og gera hann þannig óframkvæmanlegan, eru nokkurn veginn ótæmandi.
Hægt að lesa greinina á heimasíðu Árna Páls. Greinin
11.12.2007 | 19:26
Molnar smám saman undan krónunni?
Í 24 Stundum í dag er sagt frá því að fyrirtækið Sparnaður ehf. ætli að bjóða upp á húsnæðislán í evrum í samvinnu við þýska fjármálafyrirtækið VKB á sambærilegum kjörum og í Þýskalandi. Í blaðinu segir.
Við stefnum að því að bjóða Íslendingum upp á íbúðalán í evrum á sams konar kjörum og þekkjast í Þýskalandi í náinni framtíð," segir Ingólfur Ingólfsson, stjórnarformaður Sparnaðar ehf. sem gert hefur samning við þýska fjármálafyrirtækið VKB um að koma á fót starfsemi fyrirtækisins hér á landi undir merkjum Bayern-Líf.
Ef okkur verður vel tekið eins og ég geri fastlega ráð fyrir stefnum við á að bjóða Íslendingum upp á sambærileg lánaviðskipti og þekkjast annars staðar í Evrópu sem allra fyrst," segir Ingólfur. Þá er hugsanlegt að íbúðalánin geti orðið með fimm prósenta vöxtum án verðtryggingar í staðinn fyrir sex til sjö prósenta verðtryggða vexti eins og tíðkast hérlendis nú."
Hægt er að skoða fréttina í heild sinni á http://www.mbl.is/mm/24stundir/index.html
7.12.2007 | 11:00
Mun ungbarnadauði aukast við inngöngu í ESB?
Þau ánægjulegu tíðindi bárust nýlega frá Sameinuðu þjóðunum að Íslendingar væru í efsta sæti á lífskjaralista samtakanna, Human Development Report 2007. Í þessu sambandi var þó sérkennilegt að heyra til sumra þingamanna, bæði í ræðu og riti, blanda Evrópuumræðunni á Íslandi inn í þennan árangur. Staðreyndin er nefnilega sú að það hefur lítil áhrif á röðun á þennan lista hvort Ísland er fullgildur meðlimur í Evrópusambandinu eða ekki.
Lífskjaravísitala Sameinuðu þjóðanna notar þrjá mælikvarða til að meta árangur.
- vísitölu langlífis sem nýfædd börn eiga í vændum.
- vísitölu menntunar sem ræðst af einum þriðja af fullorðinsfræðslu og tveimur þriðju af samanlagðri skólasókn á öllum skólastigum.
- vísitölu kaupmáttar þjóðartekna á mann.
Evrópusambandið er samstarf sjálfstæðra ríkja sem hafa ákveðið að vinna náið saman á ákveðnum sviðum, meðal annars í atvinnu- og efnahagsmálum. Í þessum málaflokkum þurfa löndin að lúta ákveðinni yfirstjórn ESB. Hins vegur kemur Evrópusambandið lítið nálægt uppbyggingu á heilbrigðis- og menntamálum í aðildarlöndunum nema þá óbeint í gegnum samstarf í gegnum mennta- og lýðheilsuáætlanir sambandsins. Það er því ljóst að tveir fyrstu mælikvarðar S.Þ. á lífskjaralistanum hafa lítið sem ekkert með Evrópusambandsaðild að gera.
Þátttaka Íslands í Evrópusamrunanum, þá sérstaklega aðild okkar að EES, er að flestra mati einn lykilþátturinn í þeirri miklu lífskjaraaukningu sem átt hefur sér stað á Íslandi undanfarin ár. Þó hafa margir hagfræðingar og forráðamenn í íslensku atvinnulífi bent á að ójafnvægi í hagkerfinu og örmyntin króna skapi óþarfa flækjustig og dragi þar með úr verðmætasköpun hér á landi. Þórarinn G. Pétursson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, hefur birt rannsóknir sem sýna að aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptaka evru myndi auka þjóðarframleiðslu um 4% og erlend viðskipti um 12%.
Þetta sýnir, þvert á fullyrðingar margra andstæðinga Evrópusambandsaðildar á Íslandi, að það myndi hafa jákvæð efnahagsleg áhrif á Íslandi að ganga í ESB. Innganga í sambandið myndi því eingöngu styrkja stöðu okkar á toppi lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna. Svarið við fyrirsögn minni á þessari grein liggur því í augum uppi. Aðild að Evrópusambandinu hefur lítið sem ekkert með ungbarnadauða að gera. Með sömu rökum og þessir þingmenn hafa beitt þá mætti einnig færa sönnur á að fjarvera Ísland úr Alþjóðakjarnorkumálaráðinu hafi tryggt okkur fyrsta sætið á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna!
Andrés Pétursson er formaður Evrópusamtakanna3.12.2007 | 18:10
Evrópa á döfinni
Ágæta áhugafólk um Evrópumál, Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og iðnaðarráðherra, skrifar áhugaverða grein um Evrópumál inn á heimasíðu Framsóknarflokksins í dag.
Þar segir Jón meðal annars: ,,Aðild að Evrópusambandinu kemur því aðeins til greina að hún sé liður í varanlegri framtíðarstefnu Íslendinga. Og hún getur því aðeins gengið að hún sé liður í þjóðarmetnaði okkar og tengist styrkleikum okkar, að við teljum okkur hafa eitthvað fram að færa á þessum vettvangi. Því munu frjálshyggjumenn og jafnaðarmenn ekki einir geta veitt þjóðinni forystu. Hér þurfa þjóðhyggjumenn líka að koma að máli."
Varðandi sjávarútvegsmálin segir hann; ,,Sameiginleg fiskveiðistefna Evrópusambandsins hvílir á þeirri forsendu að ekki var skilgreindur eignarréttur varðandi fiskistofna og fiskimið. Fiskveiðistjórnarkerfi Íslendinga hefur sérstöðu með ákvæði um þjóðarsameign. Má vera að styrkja þurfi ákvæðið áður en til aðildarviðræðna yrði gengið. Í annan stað hvílir fiskveiðikerfi Evrópusambandsins á þeirri forsendu að um sé að ræða viðurkennda virka veiðireynslu, sömu veiðistofna, og samliggjandi fiskimið. Ekkert af þessu á við um Íslandsmið."
Í lokin segir Jón; ,,Það er ekki skynsamlegt að útiloka hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrirfram. Ákvörðun um aðild á að taka með þjóðaratkvæði. Þessa ákvörðun verður að taka í sókn og metnaði en ekki í uppgjöf eða vörn."
Þetta eru athyglisverðir punktar sem Jón segir því mjög skiptar skoðanir eru um Evrópumálin innan Framsóknarflokksins. En það er greinilegt að Jón vill að umræðan haldi áfram.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir