Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
10.9.2007 | 12:43
Er Ísland í Evrópu?
Ágæta áhugafólk um Evrópumál, við vekjum athygli ykkar á þessum fyrirlestri á morgun hjá Sagnfræðingafélaginu;
Þriðjudaginn 11. september hefjast hinir sívinsælu hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélags Íslands að nýju. Yfirskrift fundaraðarinnar í haust er, "Hvað er Evrópa?". Það er Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðaseturs sem ríður á vaðið í fyrsta hádegisfyrirlestri vetrarins og varpar fram spurningunni "Er Ísland í Evrópu?"
Er Ísland í Evrópu? Tvö gagnstæð öfl hafa undanfarið togast á um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Eins og á við um önnur opinevrópsk lýðræðisríki hefur Ísland fundið fyrir auknum efnahagslegum og pólitískum þrýstingi til að taka þátt í evrópsku samstarfi. Á hinn bóginn hefur sú mikla áhersla sem Íslendingar hafa allt frá tímum sjálfstæðisbaráttunnar lagt á formlegt fullveldi þjóðarinnar orðið til þess að Íslendingar hafa reynst tregir í taumi í evrópsku samstarfi. Þrátt fyrir áhersluna á formlegt fullveldi þjóðarinnar hafa íslensk stjórnvöld eigi að síður fundið leið til að taka virkan þátt í fjölþjóðlegu samstarfi þar sem ákvarðanataka er framseld til alþjóðlegra stofnanna. Almennt talað og með nokkurri einföldun má segja að ríkisvaldið hafi tvö meginhlutverk, annars vegar að verja landið og öryggi borgaranna og hins vegar að setja þegnum ríkisins lög. Íslensk stjórnvöld leystu landvarnarþáttinn með því að fá verktaka í Washington til að sjá um varnir landsins með varnarsamningnum frá árinu 1951. Hvað hinn þáttinn varðar má með svipuðum rökum halda því fram að ríkisstjórn Íslands hafi með EES-samningnum frá árinu 1994 fengið verktaka í Brussel til að sjá um lagasetninguna á nokkrum mikilvægum efnissviðum.
Í fyrirlestrinum er raunveruleg staða Íslands í samfélagi þjóðanna til skoðunar og spurt hvernig sú staða fellur að sjálfsmynd þjóðarinnar þar sem ofuráhersla er lögð á hið formlega fullveldi? Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
7.9.2007 | 13:58
Kaupþing næst yfir í evrur?
Skv þessari frétt Visi.is þá segir Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings að fyrirtækið ætli að skrá hlutafé bankans í evrum, og fylgja þar með í fótspor Straums Burðaráss sem ákvað það í byrjun vikunnar. Sigurður bætir um betur og segir að krónan sé orðin úreltur gjaldmiðill á Íslandi.
Almenningur notar þó enn krónuna og borgar í raun 10-12% vexti af lánunum sínum á ári, þannig að hér er Sigurður í raun bara að tala fyrir fyrirtækin í landinu. Það er hagur þeirra, sem og almennings, að þessu kerfi verið breytt sem fyrst. Ákallið um breytingar á gjaldeyrisstefnu Íslendinga hefur aldrei verið jafn mikið og síðastliðna mánuði, enda alltaf fleiri og fleiri að gera sér grein fyrir að núverandi ástand gangi ekki til frambúðar.
Sigurður talar þó um að einhliða upptaka evru sé raunhæfur möguleiki, en þar er núverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, ekki sammála heldur telur hann að innganga í ESB sé forsenda þess að taka upp evruna. Sama hver lendingin verður, þá sýnist okkur í Evrópusamtökunum að umræðan innan atvinnulífsins og stóru bankana sé komin það langt að það sé í raun bara tímaspursmál hvenær ráðandi armur Sjálfstæðisflokksins fari að viðra jákvæðari skoðanir gagnvart evru og inngöngu í Evrópusambandið.
Á fréttavefnum Eyjunni http://eyjan.is/ má finna fína úttekt á því sem Sigurður Einarsson segir í viðtalinu.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 11:15
Bull um sjávarútvegsstefnu ESB
Rannsóknamiðstöð um samfélags- og efnhagsmál (RSE) hélt fyrir skömmu metnaðargjarna ráðstefnu um smáríki og myntbandalög. Á RSE heiður skilið fyrir að standa að slíkri ráðstefnu enda viðfangsefnið einkar viðeigandi á þessum tíma mikilla sviptinga í alþjóðlegu fjármálaumhverfi. Á ráðstefnunni talaði meðal annars sænsk-enski hagfræðingurinn Gabriel Stein. Erindi hans var áhugavert en þó setti mann hljóðan þegar hann fór að fabúlera um Ísland og sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Á tæpitungulausri íslensku er hægt að segja að það sem hagfræðingurinn sagði um þau mál hafi verið hið mesta bull.
Gabriel Stein sagði að Ísland verði dregið fyrir Evrópudómstólinn vegna útilokunar annarra landa frá fiskimiðunum hér við land og dómstóllinn myndi að sjálfsögðu dæma Íslendingum í óhag. Þar með myndu íslensku fiskimiðin fyllast af spænskum og portúgölskum togurum. Þetta er gömul bábilja sem andstæðingar Evrópusambandsaðildar hafa lengi haldið á lofti þar til að þetta var endanlega hrakið í skýrslu Evrópunefndar Alþingis sem kom út í vor. Þar kemur skýrt fram að reglan um hinn svokallaða "hlutfallslega stöðugleika" er einn af hornsteinum sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Samkvæmt henni fengju aðeins íslensk fiskveiðiskip kvóta hér við land og þetta hefur verið staðfest bæði af fulltrúum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og fulltrúum Evrópudómstólsins.
Menn geta haft mismunandi skoðanir á því hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið. Það er þó grundvallaratriði að þau rök sem menn beita fyrir sér, hvort sem þau eru hagfræðileg eða pólitísk, standist skoðun. Því miður stóðst röksemdafærsla Gabriel Stein ekki og er það miður því margt af því sem hann sagði á ráðstefnunni var einkar áhugavert og einmitt fallið til þess að skapa umræðu um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna á þessum miklu umbrotatímum í efnhagsmálum í heiminum.
Áhugasömum er bent á þessa eldri færslu á þessu bloggi ef þeir vilja lesa meira um sjávarútvegsstefnu ESB og áhref hennar á Ísland við inngöngu í sambandið.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir