Leita í fréttum mbl.is

ESB umsókn leiđir til stöđugleika

Ágćta áhugafólk um Evrópumál, ţađ eru miklar hrćringar í íslensku ţjóđfélagi ţessa dagana og mikil umrćđa um gjaldmiđilsmálin. Fréttablađiđ birti grein um helgina eftir Heiđar Má Guđjónsson og Ársćl Valfells um einhliđa upptöku evru. Viđbrögđ viđ henni eru í blađinu í dag.

Fréttin í dag er svona:

Evrópusambandiđ hefur gefiđ til kynna ađ viđ séum velkomin í sambandiđ og ađ viđ getum ţá tekiđ upp evru eftir gildandi leikreglum en ef viđ tökum evru upp einhliđa kallar ţađ á hörđ viđbrögđ frá sambandinu," segir Ólafur Darri Andrason, hagfrćđingur Alţýđusambandsins.

Í Fréttablađinu í dag bregst hann, ásamt Eddu Rós Karlsdóttur hagfrćđingi og Manuel Hinds, fyrrum efnahagsráđgjafa Alţjóđabankans, viđ grein sem Heiđar Már Guđjónsson, framkvćmdastjóri hjá Novator, og Ársćll Valfells, lektor viđ Háskóla Íslands, rituđu í blađiđ um helgina. Ţeir Heiđar Már og Ársćll fćrđu rök fyrir ţví ađ Ísland taki einhliđa upp ađra mynt en krónu.

Edda Rós Karlsdóttir er í grundvallaratriđum sammála greiningu Ársćls og Heiđars á vandanum. Hún telur gjaldeyrisvaraforđann duga til ađ skipta út mynt og seđlum í umferđ, en ađ auki ţyrfti ađ hafa til reiđu evrur til ađ afhenda erlendum eigendum ríkisskuldabréfa, íbúđabréfa og innstćđubréfa. Mikilvćgt sé einnig ađ hćgt sé ađ auka lausafjárfyrirgreiđslu hratt og vel ef kerfislćg vandamál koma upp. Edda telur afar mikilvćgt ađ uptaka evru gerist međ fullum stuđningi Evrópska seđlabankans.

Manuel Hinds segist hafa mćlt međ upptöku evru, til ađ koma í veg fyrir ţá alvarlegu peningakreppu sem vofđi yfir framtíđ landsins, í ágúst á síđasta ári. Ţví miđur hafi veruleikinn orđiđ enn svartari en hann hefđi búist viđ. Hann segir;

Í stađ ţess ađ spyrja af hverju Ísland ćtti ađ taka upp evru ćtti spurningin ađ vera af hverju landiđ ćtti ađ halda í krónuna sem hefur reynst Íslandi dýr og mun reynast enn dýrari í framtíđinni,"

Í blađinu um helgina var síđan grein eftir írska prófessorinn Philip Lane. Hann segir međal annars:

Ţrátt fyrir ađ ekki sé unnt ađ fá ađild bćđi ađ ESB og evrusvćđinu á mjög skömmum tíma myndi ţađ strax stuđla ađ stöđugleika í íslensku efnahagslífi ađ tilkynna um áform um ađ hefja ađildarviđrćđur ... Ţar ađ auki myndu horfurnar á ađ landiđ fengi inngöngu í Efnahags- og myntbandalagiđ sjá Seđlabanka Íslands fyrir ţeirri kjölfestu sem ţyrfti til ađ koma krónunni aftur á flot á millibilstímabilinu og hann ţyrfti ţar međ ekki ađ sanna getu sína til ađ sjá íslensku efnahagslífi upp á eigin spýtur fyrir trúverđugri gjaldmiđilskjölfestu.

Andrés Pétursson formađur Evrópusamtakanna skrifađi grein í Morgunblađiđ í gćr sunnudag ţar sem hann hvetur til ađ íslensk stjórnvöld endurskođi afstöđu sína til ESB mála. Hann segir m.a.

Stađreyndin er hins vegar sú ađ Evrópusambandsađild er ekki truflun á vegferđ okkar upp úr lćgđinni heldur mikilvćgur áfangi á ţví ađ vinna okkur upp úr henni. Ađild ađ Evrópusambandinu er ekki skammtímalausn fyrir íslenskt efnahagslíf , en slíkri ađild myndi fylgja fyrirheit um ţátttöku í öflugu myntbandalagi ađ fullnćgđum skilyrđum sem sett hafa veriđ í ţví skyni ađ vernda gildi og trúverđuleika hinnar sameiginlegu myntar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband