Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Íslenskir "pílagrímar" í norsku viðtali

DagsavisenEins og sagt var frá hér á blogginu fóru Nei-sinnar í "pílagrímsför" til fyrirheitna landsins, Noregs, um síðustu helgi. Norðmenn hafa jú sagt tvisvar sinnum NEI í atkvæðagreiðslu um aðild að ESB og eiga því Evrópu (og væntanlega heimsmet) í greininni. Íslenskir NEI-sinnar ætla sér að læra að frændum vorum, svo sannarlega!

Og þeir komust í pressuna, m.a. þá norsku. Í Dagsavisen birtist viðtal við fjóra Nei-sinna. Kíkjum á það.

,,For EU er Island nøkkelen til å få Norge med i EU. På landsmøtet denne helgen vil vi bygge nettverk med Nei til EU fordi vi har en felles interesse i å holde Island utenfor EU, fastslår Asmundur Einar Davidson, leder av Heimssyn."

Þýðing: ,,Ísland er lykillinn að því að fá Noreg inn í ESB. Þessvegna ætlum við að nota helgina til þess að mynda netverk með Nei till EU, vegna þess að það eru sameiginlegir hagsmunir okkar að halda Íslandi utan ESB, segir Ásmundur Einar Daðason..."

Íslendingarnir eru því s.s. ekki bara að gera þetta fyrir sjálfa sig, heldur líka Norðmenn, sem eru á móti ESB. Bloggari hélt að þetta væri til þess að verja fullveldi og sjálfstæði Íslands, en ekki fyrir einhvern hóp Norðmanna.

P-Vil,,– Vår hovedbekymring er at EU er så ivrige etter å få Island med i EU at de kaster penger etter oss. Vi er en befolkning på bare 300.000 innbyggere, og da skal det ikke så store summer til for å bestikke oss, sier Pall Vilhjalmsson, styremedlem i Heimssyn."

Þýtt: Við höfum mestar áhyggjur af því að ESB sé svo æst í Ísland að það komi til með að lokka okkur með peningum. Og þar sem við erum bara 300.000, þarf ekki svo háar fjárhæðir til þess brjóta siðferði okkar, segir Páll Vilhjálmsson..."

S.s. ESB ætlar að kaupa Ísland og fá það ódýrt. Íslendingar eru léttkeyptir samkvæmt mati Páls.

Og hann heldur áfram í viðtalinu: ,,– Vi har hatt to meningsmålinger på rad som viser at 70 prosent er mot islandsk EU-medlemskap. Det er ingen sjanse for at opinionen kommer til å snu, sier Vilhjalmsson."

Þýtt: ,,Tvær skoðanakannanir í röð hafa sýnt að 70% eru á móti aðild. Viðsnúningur á þessu er útilokaður, segir Páll Vilhjálmsson."

Sigurviss, vissulega, en bíðum nú við, ENGIN skoðanakönnun sem birst hefur, sýnir 70% andstöðu við aðild. Heitir þetta ekki að fara frjálslega með staðreyndir? Kíkjum á gögn frá Gallup, en á þeim sést að rétt tæpur helmingur landsmanna var á móti aðild í lok ágúst (efri mynd). Í könnun fyrir Stöð tvö í byrjun nóvember, var þessi tala um 54% (http://www.visir.is/article/2009535643082) Þetta er því langt frá 70% Páls. Og á neðri myndinni sést að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill aðildarviðræður. Það vilja Nei-sinnar ekki og ekki leyfa lýðræðinu (og þingræðinu) að hafa sinn gang. Því má svo bæta við að þetta ferli er rétt að byrja og þjóðin á í raun eftir að fá miklar upplýsingar um ESB.

adild-saga-0800-0809

ESB-almenningur-vidraedur

Í umræddu viðtali í Dagsavisen (upplag c.a. 40.000 skv. Wikipedia) tekur Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, líka til máls og segir um gjaldmiðilsmálin:

,,– Da finanskrisen rammet Island lette alle etter en «quick fix» og så innføring av euro som løsningen. De forestilte seg at bare vi fikk euro ville Island være tilbake der vi var i 2007 slik at alle kunne gå å kjøpe seg en ny Range Rover, sier Konrádsdottir spøkefullt. "

Þýtt: Þegar kreppan skall á leituðu allir eftir "hraðlausn" og sáu Evruna sem lausn. Með Evrunni væri hægt að byrja að lifa aftur eins og það væri 2007 og kaup sér nýjan Range Rover..."

Halló! Unnur: Getur ekka verið að með Evrunni séu menn að leita að gjaldmiðli sem er alþjóðlega viðurkenndur og virkar eins og alvöru gjaldmiðill á að gera? En ekki gjaldmiðill, sem einn daginn svínvirkar fyrir innflytjendur og hinn daginn fyrir innflytjendur?

Ekki tala Nei-sinnar um neinar lausnir í þessu sambandi, þau vilja greinilega hafa gjaldmiðil sem t.d. hefur kostað Landspítalann 2 milljarða í gengistap (sjá hér). Að ekki sé talað um aðra aðila í samfélaginu.

Og í lokin talar Ásmundur Einar um Icesave og segir: ,,– Storbritannia og Nederland vil aldri gå med på verken forhandlinger eller medlemskap i EU for Island før pengene er tilbakebetalt, mener Asmundur Einar Davidson."

Þýtt: Bretland og Holland samþykkja aldrei samningaviðræður og aðild Íslands að ESB fyrr en þeir hafa fengið peningana greidda til baka...." 

Í fyrsta lagi er það ráðherraráð ESB, sem ákveður að hefja skuli aðildarviðræður, ekki einstök aðildarlönd. Og í öðru lagi verður að teljast afar ólíklegt að Bretland og Holland myndu stoppa aðild á landi eins og Íslandi.

Ef um deilumál yrði að ræða yrði fundin lausn á slíku. Þannig virkar ESB. Menn verða að átta sig á eðli sambandsins. Þetta hlýtur því að vera einlæg óskhyggja, þessar hugmyndir Ásmundar, sem nú er orðinn Nei-sinni nr. 1 á Íslandi.


Til hamingju með fullveldisdaginn!

Coat_of_arms_of_Iceland_svgÞann 1. des árið 1918 urðum við Íslendingar fullvalda þjóð. Af því tilefni vilja Evrópusamtökin óska landsmönnum til hamingju með daginn!

Margt hefur breyst í henni veröld síðan þá, heimurinn tekur stöðugum breytingum. Ný vandamál og nýjar áskoranir birtast. Á þeim verður að taka. Um leiðir og aðferðir er deilt. Það heitir lýðræði. Ísland stendur að mörgu leyti á krossgötum og sú umræða um afstöðu Íslendinga gagnvart umheiminum, sér í lagi Evrópu, er hluti af þessu.

Í raun má segja að þetta sá barátta tveggja hugmyndaheima: Evrópusinna, sem vilja styrkja enn frekar sambandið og samskiptin við Evrópu og hóps fólks sem vill gera hlutina öðruvísi. Hvernig, er ekki alltaf á hreinu, því þar blandast m.a. saman hugmyndaheimar einstaklinga á sitthvorum jaðrinum á hin pólitíska litrófi.

Jón Sigurðsson Evrópusinnum er fullveldið afar kært. Það er ekki markmið Evrópusinna að afsala fullveldi Íslendinga. Slíkt væri að gera lítið úr baráttu manna á borð við Jóns Sigurðssonar, sem ekki bara barðist fyrir sjálfstæði Íslands, heldur einnig borgaralegu samfélagi manna á Íslandi, í ætt við það sem hann hafði kynnst í Danmörku.

Framundan fyrir Íslendinga er vegur sem fyrst um sinn verður e.t.v. grýttur og holóttur. Það er hinsvegar von okkar Evrópusinna að honum megi breyta í þægilega akbraut til Evrópu en ekki þá blindgötu sem við höfum komið okkur í sjálf, því þegar öllu er á botninn hvolft erum við jú hluti af henni Evrópu.

 

 


Betra ESB með Lissabon-sáttmála

Janos HermanJanos Herman, nýlega skipaður sendiherra framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi, skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Þar sem hann fjallar um Lissabon-sáttmálann, sem tekur gildi í dag. Í gein sinni nefnir Janos nokkrar ástæður fyrir því að sáttmálinn gerir ESB að betra ESB! Hann segir m.a.:

,,Fyrir það fyrsta mun sáttmálinn bæta lýðræði og gagnsæi í ESB. Möguleikar almennings til áhrifa á vettvangi sambandsins aukast, til dæmis með svokölluðu "borgaralegu frumkvæði", en með því getur tiltekinn fjöldi einstaklinga haft bein áhrif á stefnu sambandsins. Völd Evrópuþingsins, sem og þjóðþinga aðildarríkjanna, aukast. Með sáttmálanum verður stofnskrá um grundvallarréttindi borgaranna (Charter of Fundamental Rights) lagalega bindandi. Einnig kveður sáttmálinn á um rétt aðildarríkja til að segja sig úr sambandinu.

Í öðru lagi styrkjast innviðir sambandsins. Reglur um ákvarðanatöku verða samræmdar og meirihlutaákvarðanir innleiddar í fleiri málaflokkum. Frá og með 2014 mun ákvarðanataka í ráðherraráðinu lúta reglunni um "tvöfaldan meirihluta". Hún gerir ráð fyrir að á bak við hverja ákvörðun sé 55% atkvæða aðildarríkja og 65% af fólksfjölda sambandsins. Hinn nýkjörni forseti leiðtogaráðs ESB, Herman Van Rompuy, tekur að hluta til yfir formennsku í ESB. Aðildarríkin halda þó áfram að skiptast á um að gegna formennskuhlutverki.

Í þriðja lagi verður ESB í betri stöðu til að láta að sér kveða á alþjóðavettvangi. Samningsstaða ESB styrkist samfara því að sambandið fær stöðu sjálfstæðs lögaðila. Hlutverk nýs talsmanns á sviði utanríkis- og öryggismála, Catherine Ashton, verður að samræma utanríkismálastefnu sambandsins og gera hana sýnilegri. Að auki hefur Lissabon-sáttmálinn þýðingu fyrir frekari stækkun ESB, en sterkari innviðir gera sambandinu betur kleift að taka á móti fleiri aðildarríkjum. Það er von til þess að nýtt og sterkara ESB geti um sinn hætt innri naflaskoðun og einbeitt sér að því að takast á við brýn alþjóðleg úrlausnarefni."

Og síðar segir hann: ,,Ég er sannfærður um að breytingarnar sem Lissabon-sáttmálinn hefur í för með sér verði jákvæðar fyrir Ísland. Almenningur, viðskiptalíf og stjórnvöld í ESB og á Íslandi hafa tengst nánum böndum ekki síst fyrir tilstilli samningsins um evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samkomulagsins. Lissabon-sáttmálinn styrkir þau sameiginlegu gildi sem mynda grunninn að nánu samstarfi okkar."

Lesa má alla greinina hér


Jón og Styrmir "slógust" í Silfrinu!

RífastÞeir Jón Baldvin Hannibalsson og Styrmir Gunnarsson áttust svo sannarlega við í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag, sem vinir, en "skoðana-andstæðingar." Hér er farið um víðan völl og það hitnaði í kolunum. Horfa hér

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband