Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
6.12.2009 | 20:28
Úlfar - Lokagrein um ESB, Ísland og sjávarútveg
Í gær birtist í Fréttablaðinnu, þriðja/lokagrein Úlfars Haukssonar um Ísland, ESB og sjávarútvegsmál. Í lokagreininni segir Úlfar m.a. um úthlutun veiðiheimilda:
,,Engin ástæða er til að ætla að önnur sjónarmið en Íslendinga yrðu ráðandi við formlega ákvarðanatöku á hámarksafla á Íslandsmiðum í ráðherraráði ESB þar sem engin önnur ríki hefðu af því verulega hagsmuni. Eftir sem áður myndi sjávarútvegsráðherra Íslands móta tillögur um hámarksafla á Íslandsmiðum byggða á ráðleggingum fremstu vísindamanna og í samráði við hagsmunaaðila. Formleg ákvörðun færi síðan fram á vettvangi ráðherraráðsins þar sem sjávarútvegsráðherra Íslands mun eiga sæti. Íslendingar gætu svo úthlutað aflanum eftir því kerfi sem þeim hugnaðist best. Þetta er sá veruleiki sem blasir við án þess að nokkuð yrði sérstaklega að gert til að formfesta sérhagsmuni Íslands í aðildarsamningi."
Og síðar ritar Úlfar:
,,Að auki blasir sú staðreynd við að íslenska fiskveiðilögsagan er eins einagruð frá lögsögum annara ESB ríkja og hugsast getur. Jean-Luc Dehane, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, viðraði á sínum tíma hugmyndir þess eðlis að gera íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hluta af sjávarútvegsstefnu ESB ef til aðildarviðræðna kæmi. Hann sagði fordæmi fyrir því að önnur stjórnunarkerfi gildi á ákveðnum hafsvæðum, eins og til dæmis á svæðum við Írland og Hjaltlandseyjar. Hér var Dehane að opna á þá umræðu að íslenska fiskveiðilögsagan verði gerð að sérstöku stjórnsýslusvæði innan ESB. John Maddison, fyrrum sendiherra ESB í Noregi og á Íslandi, ljáði á sínum tíma einnig máls á svipuðum hugmyndum."
Lokagrein Úlfars má lesa hér
Einnig á www.evropa.is
6.12.2009 | 12:28
Áhugaverður fyrirlestur Guðmundar Hálfdanarsonar
Guðmundur Hálfdanarson hélt fyrirlestur á fullveldisdaginn, 1. des, í hátíðarsal Þjóðminjasafnsins. Á vefsíðu Sagnfræðingafélagsins segir eftirfarandi:
,,Guðmundur Hálfdanarson prófessor hélt áhugaverðan fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands síðastliðinn þriðjudag, Er íslenskt fullveldi í kreppu? Erindið hlaut verðskuldaða athygli, fjöldi gesta mætti og fjölmiðlar gerðu fundinum skil. Lauk þarna hádegisfyrirlestraröðinni Hvað er kreppa? en eftir áramót tekur við röðin Hver er dómur sögunnar?"
Hægt er að hlusta á fyrirlesturinn hér (niðurhal)
Sagnfræðingafélagið: http://www.sagnfraedingafelag.net/
5.12.2009 | 14:36
Þorgerður Katrín: Eigum að klára umsóknarferlið - Evran gjaldmiðill framtíðar, tekin upp með aðild að ESB
Krossgötur Hjálmars Sveinssonará Rás 1 í dag voru að venju áhugaverðar. M.a. var rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, varaformann Sjálfstæðisflokksins. Umræðuefnið var Evrópumálin, staða Íslands o.fl.
Í viðtalinu sagði hún að Ísland og Íslendingar yrðu að klára umsóknarferlið gagnvart ESB og leiða það til lykta.
Þorgerður Katrín hefur aðra sýn á Evrópu en margir aðrir samflokksmenn hennar, en það eru einnig margir sjálfstæðismenn sama sinnis og hún. Hún segir að Ísland sé Evrópuþjóð, afstaðan til ESB sé hinsvegar annað mál.
Þorgerður kom inn á gjaldmiðilsmálin og telur hún að þau séu lykilatriði í þessu sambandi. Hún telur að upptaka Evrunnar sé í raun sú framtíðarlausn sem Íslandi beri að stefn að. Einu leiðina til þess að taka upp Evru, segir hún vera að ganga í ESB. Hún telur almennt að ESB-máið vera mikla áskorun fyrir íslenskt samfélag og vill gefa samninganefndinni fullt svigrúm til þess að vinna sína vinna og reyna að ná sem hagstæðustum samningi fyrir Íslands hönd.
Hún ræddi einnig önnur mál, t.d. stöðu þingsins, og almennt stöðu Íslands í alþjóðakerfinu. M.a. sagðist hún einnig vilja hafa góð samskipti við Bandaríkin, þó hún haf lýst yfir mikilli vanþóknun á því hvernig staðið var að brottkvaðningu Bandaríska hersins árið 2006. Um var að ræða mjög áhugavert viðtal.
Einnig var í þættinum rætt við Stefán Hauk Jóhannesson, en hann mun stýra samningaviðræðum Íslands við ESB. Hann kom m.a. inn á þá staðreynd að ESB mun ekki taka hér yfir og gleypa í sig allar auðlindir lands og þjóðar. Eins og margir hatrammir Nei-sinnar hamra í sífellu. T.d. hafi Bretar fullkomna stjórn yfir olíuauðlindum sínum og Finnar yfir skógum sínum, svo vitnað sé til orða Stefáns.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2009 | 12:31
Úlfar með meira um sjávarútvegsstefnu ESB í FRBL
Úlfar Hauksson, einn helsti sérfræðingur Íslands um sjávarútvegsstefnu ESB, birti grein nr. tvö um sjávarútvegsmál í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar segir hann m.a.:
,,Sú veiðireynsla sem ESB hefur innan íslenskrar lögsögu, og byggt yrði á við úthlutun kvóta, er því sáralítil. Veiðireynsla fyrir útfærslu landhelginnar í 200 mílur yrði ekki tekin gild, ESB hefur gefið fordæmi fyrir því, og veiðireynsla Belga er einnig það gömul að hún er í raun fyrnd. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika myndi því tryggja að lítil ef nokkur breyting yrði á úthlutun veiðiheimilda í íslenskri lögsögu."
Greinina í heild sinni má lesa hér
Einnig er greinin á www.evropa.is
4.12.2009 | 12:04
Hvaða valmöguleiki er til staðar?
Svein Roald Hansen, varaformaður utanríkis og varnarmálanefnd, norska Stórþingsins, ritar grein á heimasíðu norsku Evrópusamtakanna.
Þar veltir hann því fyrir sér hvaða valmöguleiki sé raunverulega til staðar þegar glíma á við stórar framtíðarspurningar, s.s. ógnir gegn umhverfi okkar, loftslagsmál, fátækt o.s.frv. Hann beinir spjótum sínum að norskum Nei-sinnum.
En þessi spurning á alveg eins erindi við íslenska Nei-sinna. Á hvaða vettvangi ætla þeir sér að vinna að þessum mjög svo mikilvægu málaflokkum? Hvernig ætla þeir að "tækla" þessi mál?
ESB er með mjög metnaðarfullar áætlanir í þessum málum og hafa forsvarsmenn sambandsins sagt að t.d. loftslagsmál séu algjörlega mál framtíðarinnar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.12.2009 | 10:10
Úlfar mættur með greinaröð í Fréttablaðið!
Búast má við miklum umræðum um kosti og galla Evrópusambandsaðildar í kaffi- og matarboðum jólahátíðarinnar. Þá er þeim mun mikilvægara að hafa staðreyndir á hreinu enda verður sjávarútvegurinn sá málaflokkur sem mestu máli skiptir varðandi útkomu í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er því mikið fagnaðarefni að Úlfar Hauksson(mynd), doktorsnemi við HÍ og vélstjóri á Sólbak EA, skrifar góða grein um þennan málaflokk í Fréttablaðið í dag. Úlfar skrifar læsilegan texta og er þar að auki einn helsti sérfræðingur Íslendinga um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þetta er fyrsta grein af þremur. Úlfar segir meðal annars í greininni:
,,Sameiginleg sjávarútvegsstefna innan ESB í einhverri mynd virðist vera besti vettvangurinn til að semja um þessi mál. Það hefur a.m.k. ekki tekist að sýna fram á annað með afgerandi hætti.
Niðurstaðan er því sú að þeir sem kalla eftir því að stjórn fiskveiða í ESB verði alfarið færð til þjóðríkja afhjúpa í senn vanþekkingu sína á fiskveiðum og á landfræðilegum aðstæðum strandríkja við Norðursjó og nálægum hafsvæðum; höfða til þjóðernistilfinninga en ekki heilbrigðrar skynsemi."
Hægt er að lesa greinina í heild sinni á þessari slóð:
http://www.visir.is/article/20091203/SKODANIR03/934637987
Hægt er að lesa fleiri greinar um sjávartúvegsstefnu ESB á heimasíðu Evrópusamtakanna á
http://www.evropa.is/category/sjavarutvegsmal/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2009 | 16:44
Atli Heimir: Vill aðildarviðræður við ESB
Samtök Nei-sinna héldu fullveldisfagnað sinn í gær í Salnum í Kópavogi. Þar var m.a. boðið upp á nýtt verk eftir okkar helsta tónskáld, Atla Heimir Sveinsson. Ber stykkið heitið Gunnarshólmi, eftir samnefndu kvæði Jónasar Hallgrímssonar.
Það hefur vakið nokkra athygli, viðtalið sem Fréttablaðið birti við Atla Heimi í gær, í tilefni af þessu. Í viðtalinu segir orðrétt:
,,Tildrög þess að lagið við Gunnarshólma er frumflutt í dag rekur Atli Heimir til kaffispjalls heima hjá honum við Styrmi Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra. Styrmir er gamall vinur minn og skólabróðir og ég lofaði honum að heyra lagið. Hann vildi drífa í að láta flytja það nú á fullveldisdaginn. Ég er fylgjandi því að við ræðum inngöngu í Evrópubandalagið en þótt Styrmir sé á móti því þá vil ég ekki að það komi í veg fyrir að fólk njóti Jónasar. Hann er yfir dægurþras okkar hafinn og verður ekki dreginn í neinn dilk. Jónas er eitt af því fallega sem við eigum öll sameiginlegt.
Atli Heimir er s.s. einn af þeim fjölmörgu sem vilja aðildarviðræður við ESB.
(Leturbreyting, ES)
2.12.2009 | 16:30
Blogg af bestu gerð!
Guðmundur Gunnarsson, Eyjubloggari, býður upp á enn fleiri "konfektmola" á bloggi sínu. Undanfarna daga hefur hann verið í miklu stuði og látum við hér fylgja með "krækjur" inn á nýjustu færslur hans:
http://gudmundur.eyjan.is/2009/12/esb-og-sjavarutvegur.html
http://gudmundur.eyjan.is/2009/12/efnahagslegt-fullveldi.html
http://gudmundur.eyjan.is/2009/11/af-hverju-ekki-esb.html
Skyldulesning!
2.12.2009 | 12:20
Jón K. um ESB - fullveldi - samskipti við aðrar þjóðir
Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra og þingmaður skrifar ágæta grein á www.pressan.is um fullveldið og samskipti við aðrar þjóðir. Þar segir Jón meðal annars:
,,Hin gömlu samskipti við Bandaríkjamenn tilheyra tíma sem er liðinn og kemur aldrei aftur. Herinn fór einn góðan veðurdag og ég upplifði það að vera kallaður í skyndingu á ríkisstjórnarfund þar sem okkur voru færð þau tíðindi. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að við eigum að rækta samstarf og samskipti við Bandaríkin, en þau byggjast miklu fremur á gagnkvæmum viðskiptum á öllum sviðum, en á stöðu okkar sem flugvélamóðurskips.
Ég er einnig þeirrar skoðunar að við eigum að leggja mikla rækt við tengsl okkar við önnur Evrópuríki. Við erum Evrópuþjóð sem erum og höfum alltaf verið háð sem greiðustum og bestum samskiptum við nágrannaríki okkar á öllum sviðum. Ekki eingöngu aðrar Norðurlandaþjóðir, heldur öll ríki Evrópu. Þær hremmingar sem þjóðin gengur í gegn um nú og þau sárindi sem þær skapa breyta þessu ekki.
Nú um stundir er mjög áríðandi að gengið sé af heilindum til þess verks að ganga úr skugga um hvers konar samningur okkur býðst um aðild að Evrópusambandinu. Ég vil sjá viðræður í alvöru um stöðu sjávarútvegsins og landbúnaðarins við þær aðstæður. Síðan tekur þjóðin afstöðu til þess á grundvelli þeirra upplýsinga hvort hún vill tengjast sambandinu. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að aðild að samtökum annarra þjóða geti samrýmst fullveldi og sjálfstæði Íslendinga."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2009 | 09:06
Norrænir blaðamenn hafa áhyggjur af íslensku tjáningarfrelsi
Samtök norrænna blaðamanna lýsa yfir áhyggjum af tjáningarfrelsinu hér á Íslandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá þeim. Þeir lýsa yfir þungum áhyggjum vegna brottrekstra reynslumikilla blaðamanna, sérstaklega nú á tímum, þegar mikil þörf er á vandaðri og rannsakandi blaðamennsku.
Þetta kemur fram á vef Norska ríkisútvarpsins. Þá lýsa samtökin sérstaklega yfir áhyggjum vegna þróunarinnar á Morgunblaðinu. Í tilkynningu þeirra segir orðrétt:
,,Spesielt alvorlig er situasjonen i Islands eldste avis Morgunbladid. Her har eierne ansatt landets tidligere statsminister David Oddsson, sentralbanksjef da Islands økonomi brøt sammen, som sjefredaktør. Han er nå under gransking for sin rolle i den økonomiske krisen."
Hér kemur fram að nýir eigendur hafi ráðið fyrrum forsætisráðherra og seðlabankastjóra,sem ritstjóra og að hann sé nú hluti af rannsókn þeirri sem nú fer fram á efnahagshruninu, enda verið seðlabankastjóri þá.
Fram kemur að á næstunni muni samtökin halda ráðstefnu um stöðu tjáningarfrelsisins á Íslandi.
Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisins og er full ástæða til þess að standa kröftugan vörð um það. Alls eru um 600 blaðamenn skráðir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, en atvinnuleysi meðal þeirra hefur aukist mikið á síðustu misserum.
RÚV og MBL segja einnig frá þessu í dag.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir