Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Gengur krónan frá versluninni?

Andrés MagnússonFrá RÚV: ,, Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að það sé forgangsmál að ná stöðugleika í gengismálum eigi fyrirtækjum í landinu ekki að blæða út. Í þjóðhagsspá sem birt var á dögunum kemur fram að fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir því að krónan haldist áfram jafn veik fram til ársins 2011. Þá er gert ráð fyrir að hún styrkist um 8%."

Lesa : http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item274914/

Hlusta: http://dagskra.ruv.is/ras2/4435677/2009/05/31/3/

Aths. bloggara: Gengi íslensku krónunnar hefur fallið um tugi prósenta gagnvart öðrum gjaldmiðlum, þannig að styrking krónunnar upp á 8% árið 20011(!) getur varla talist mikil styrking.

Fyrir nákvæmlega tveimur árum kostaði EVRA 83.50, dollari tæpar 62 kr. og Yenið var á 0.50!

Svona er staðan í dag:

GjaldmiðillMyntKaupSalaMið
Bandaríkjadalur USD122,97123,55123,26
Sterlingspund GBP198,78199,74199,26
Kanadadalur CAD111,6112,26111,93
Dönsk króna DKK23,28523,42123,353
Norsk króna NOK19,40919,52319,466
Sænsk króna SEK16,20316,29716,25
Svissneskur franki CHF114,65115,29114,97
Japanskt jen JPY1,28221,28961,2859
SDR XDR190,27191,41190,84
Evra EUR173,38174,36173,87

 


www.evropa.is

penniBloggari vill vekja athygli á vefsíðu Evrópusamtakanna, www.evropa.is. Þar er að finna hátt í 100 greinar sem tengjast umræðunni um ESB og Evrópumál. Höfundar eru fjölmargir og er greinunum skipt í flokka, eftir umfjöllunarefnum.


Bændablaðið stútfullt af ESB

bændablaðiðOg meira um bændur, nú rjúkandi ferskt Bændablað, 10. tbl. Stór hluti þess fjallar um ESB, heilu síðurnar eru lagðar undir ESB-umfjöllun. Á forsíðu er t.d. ítrekuð sú afstaða bænda að þeir séu eindregið gegn aðild Íslands. Bændur vilja ekki einu sinni ræða við sambandið; ,,Búnaðarþing 2009...hafnar aðildarviðræðum við sambandið." (samþykkt Búnaðarþings 2009). Er þetta lýðræðislegt sjónarhorn?

Þá er á síðu tvö viðtal við norska ,,sérfræðinginn" Dag Seierstad,sem fluttur var hingað innum daginn á vegum Heimssýnar (Nei-samtaka Íslands). Fyrirsögn viðtalsins er ,,Engar undanþágur í boði hjá ESB." Halló! Finnar fengu undanþágu fyrir landbúnað, Maltverjar fengu undanþágu fyrir sjávarútveg, Danir fengu undanþágu fyrir fjárfestingar erlendra aðila í dönskum sumarhúsum, svo eitthvað sé nefnt. Álendingar fengu svipaða undanþágu. Þetta er því rangt hjá Seierstad. Og undanþágur fást í samningaviðræðum, ekki fyrirfram. Þetta eru því getgátur.

Þá segir hann að Norðmenn muni ekki "elta" Ísland inn í ESB, gangi Ísland í sambandið, ,,aðild Íslendinga væri ekki nógu mikilvæg til þess." Athyglisvert orðalag! Bloggari segir bara: Ísland er ekki að spá í umsókn til þess að Norðmenn gangi líka inn.  Möguleg íslensk aðild er með íslenska hagsmuni að leiðarljósi.

Ráð Seierstad til Íslendinga í Evrópumálum (kom fram í sjónvarpsviðtali um daginn) var að bíða eftir olíu á Drekasvæðinu!! Það tekur að minnsta kosti 10-20 ár, þ.e.a.s. ef um olíu verður að ræða þar. Það er ekki vitað enn. Kostuleg ráðgjöf!

Í leiðara blaðsins er dregin upp dekksta mögulega mynd af aðild að ESB: ,,AUGLJÓST ER af tillögudrögum þingsályktunar um aðildarumsókn að ESB að það á að setja íslenska grunnatvinnuvegi þjóðarinnar í gapastokkinn. Ótvírætt er að íslenskur landbúnaður mun veikjast
umtalsvert við inngöngu í ESB og gæðum og hollustu innlendrar búvöruframleiðslu yrði kastað fyrir róða. Matvæla- og fæðuöryggi er verulega ógnað og hætt er við að byggðir leggist í eyði og
fjöldi fólks sem nú starfar við ýmsan matvælaiðnað missi vinnuna."
  Hvað er hægt að segja um þetta? ESB=Dómsdagur?

Og síðar segir: ,,Hve langan tíma tekur það stórfyrirtæki ESB að eignast allt hillupláss stórmarkaðanna hér á landi? Fyrirtæki sem í dag hafa sölsað undir sig gífurlegar fjárhæðir úr sameiginlegum sjóðum ESB. Stórfyrirtæki og landgreifar eru að taka hæstu fjárhæðirnar af landbúnaðarstyrkjum ESB en ekki bændur sem strita við matarframleiðslu." S.s. vond fyrirtæki frá Evrópu munu ryðjast yfir landið og búðir þess. En eru ekki erlendar vörur nú þegar fyrir í hillum búðanna?  Aðild myndi s.s. ryðja restinni af íslenskum vörum út, mjólk, skyri, ostum, eggjum, smjöri og lambakjöti? Er þetta reynsla annarra ríkja? Er líklegt að þetta myndi gerast á markaði með 320.000 manns? Hverjir eru hagsmunir þessara stórfyrirtækja af því að framkvæma aðgerðir sem slíkar? Myndu íslenskir kaupmenn láta þetta gerast?

Jón BjarnasonÍ blaðinu er einnig heilsíðuviðtal við nýjan landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, þar sem hann segist muni beita sér gegn aðild að ESB. ,,Ef til kemur verður aðildarsamningur lagður fyrir þjóðina og það er auðvitað lýðræðislegt ferli. Mín skoðun liggur alveg fyrir og ég mun áfram beita mér gegn aðild. Ef hins vegar kemur til þess að sótt verði um aðild mun ég auðvitað kappkosta að mitt ráðuneyti leggi fram faglega og góða vinnu til þess að sem best niðurstaða komi út úr slíkum viðræðum.“

Ekki meira úr blaði bænda að sinni.


Leiðtogi bænda í MBL

Haraldur BenediktssonHaraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, ritar grein um leiktjöld í MBL í dag, þ.e.a.s. leiktjöld í ESB-umræðunni. Hann segir orðrétt: ,,Umræðan um strókostlega möguleika íslenskra bænda innan ESB er tilraun til að setja upp leiktjöld...Sem eiga að gera lítið úr sjónarmiðum bænda í umræðu um hina nýju sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar."

Bloggari kannast hinsvegar ekki við þetta, þ.e. að þessi ,,leiktjöld" eigi að gera lítið úr sjónarmiðum bænda. Hinsvegar veltir bloggari því fyrir sér hvort afstaða samtaka bænda sé ekki meira byggð á ótta við breytingar, sem hinsvegar þyrftu ekki að vera svo miklar. Samkvæmt heimskautaákvæði (og öðrum atriðum) í aðildarsamningi Finna (Bændasamtökin tala mikið um Finnland og ESB), fengu þeir að halda miklum stuðning við finnskan landbúnað. Allt Ísland, sem er norðan við 62.breiddargráðu, gæti því vitnað í þennan samning og haft það sem samningsmarkmið að halda stuðningi við íslenskan landbúnað. Til að halda þessu margumrædda fæðuöryggi. Allir Íslendingar vilja jú halda íslenskum landbúnaði.

En er ekki hægt að gera betur innan þeirrar greinar eins og annarra? Og er það virkilega þannig að Bændasamtökin sjá ENGA möguleika í ESB aðild? Hvað með auknar fjárfestingar og nýsköpun í greininni með stuðningi ESB OG íslenskra stjórnvalda?

T.d. hafa fjárfestingar aukist stórkostlega í sænskum landbúnaði, þar er það ,,inni" að vera bóndi og sænskir bændur eru stoltir af stöðu sinni og þéna sem aldrei fyrr. Þetta tala íslensku Bændasamtökin hinsvegar lítið um.


Samanburðarfræði-ESB tillögur

ESB-flaggFyrir þá sem vilja bera saman tillögurnar um ESB; 1) ríkisstjórnar og 2) Sjálfstæðisflokks/Framsóknarflokks, skal bent á krækjurnar hér að neðan. Miklar umræður hafa spunnist um málið.

Stjórnartillagan  S og F


Grundvallarspurningu svarað - Svanborg í FRBL

Svanborg-SigmarsdóttirSvanborg Sigmarsdóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, skrifar leiðara dagsins og fjallar um ESB-málið. Hún segir m.a.: ,,Allir flokkar eru sammála um að samningur skuli fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, allir flokkar eru sammála um að breytingar á stjórnarskrá eru nauðsynlegar og afstaðan til þess hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu snýst varla um kostnaðinn sem af viðræðunum hlýtur."

Leiðarann í heild sinni er að finna hér


Dæmi úr umræðu dagsins um ESB

Í þessu myndskeiði frá af www.visir.is má sjá dæmi um orðaskiptin um ESB-málið á þinginu:

Horfa hér


Björgvin G: Dýrkeypt bið á enda (www.pressan.is)

Björgvin G. SigurðssonBjörgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og núverandi þingflokksformaður Samfylkingar, ritar grein á www.pressan.is um ESB-málið. Þar segir hann m.a.: ,,Biðin eftir aðildarumsókn hefur verið löng og þjóðinni dýrkeypt. Nú er komið að þeim tímamótum að Alþingi fjallar um slíka tillögu og afgreiðir síðar í sumar. Það er stór þáttur í leiðinni úr efnahagsvandanum og til nýs stöðugleika í efnahagsmálum. Öndvert við það sem margir halda fram þá er slík aðildarumsókn veglegur þáttur í endurreisn okkar efnahagslífs."Greinin í heild sinni er hér


Eyjan:Mest umferð í ESB-fréttum

Þær fréttir sem hafa fengið flest ummæli á Eyjunni í dag tengjast báðar ESB. Um er að ræða fréttina um Fredrik Reinfelt, forsætisráðherra Svía, sem býst við umsókn Íslands að ESB og hinsvegar fréttin um að Þorgerður Katrín vilji að Ísland sæki um aðild. Kl. 22.00 voru þessar fréttir með um 250 ummæli. Greinilegt er að ESB er mál málanna.

Eyjan-Þorgerður    Eyjan-Reinfelt


Evrópskt sjónvarp vinsælt

Survivor-damaÍ nýrr könnun sem birt var í dag kemur fram að evrópskt sjónvarpsefni á miklum vinsældum að fagna og er útflutningsvara. Vinsælir þættir sem framleiddir hafa verið í Evrópu eru fluttir t.d. til Bandaríkjanna. Dæmi um þetta eru Survivor (Svíþjóð/Bretland), The Office (Bretland) og Big Brother (Holland). Einnig kemur fram í könnuninni að íbúar Evrópu horfa mest á evrópskt sjónvarpsefni. Um 75% af því sem horft var á árið 2007 (milli kl. 6.00 til 23.00), var evrópskt.

Frétt EU-Observer: http://euobserver.com/9/28206


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband