Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Þorvaldur um myntbandalög (FRBL)

Þorvaldur-GylfasonÞorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor í H.Í. skrifar áhugaverða grein í Fréttablaðið í dag um myntbandalög. Í greininni segir m.a.: ,,Rökin fyrir upptöku evrunnar hafa verið rakin í þaula. Krónan hefur síðan 1939 veikzt um 99,95 prósent gagnvart dönsku krónunni. Danir hafa stjórnað peningamálum sínum af talsverðri festu, ólíkt Íslendingum. Danir gengu í ESB 1972, en þeir hafa ekki enn kosið að taka upp evruna. Í reynd nota Danir þó evruna með því að halda gengi dönsku krónunnar blýföstu við evruna með bakstuðningi Seðlabanka Evrópu. Danska krónan er því formsatriði. Líklegt virðist, að Danir taki upp evruna fyrr en síðar."

Greinin í heild sinni er hér 


Þorgerður Katrín styður aðildarviðræður

Þorgerður Katrín GunnarsdóttirÞorgerður Katrín Gunnarrsdóttir sagði Alþingi í dag að hún væri fylgjandi því að fara í aðildarviðræður við ESB. En hún sagði að menn ættu að vanda sig og gera þetta af kostgæfni. Erfitt að vera ósammála henni í því. Pétur Blöndal fullyrti að stjórnkerfið væri hinsvegar svo upptekið að það ,,réði ekki við" viðræður við ESB.

Menn sem bloggari hefur rætt við og þekkja til fyrri samninga við Evrópusambandið segja hinsvegar að það sé í raun tiltölulega fámennur hópur sem kemur að viðræðunum og þær kosti ekki mikið.  Um helmingur þeirra kafla sem semja þarf um eru nú þegar ,,klárir" vegna EES. Alls eru um 35 kaflar sem þarf að semja um og þar eru sjávarútvegs og landbúnaðarmál fyrirferðarmest.

Í nýrri bók eftir Auðunn Arnórsson segir t.d. orðrétt um þetta: ,,Viðræðurnar fara bæði fram á ráðherrastigi...og á stigi fastafulltrúa/sendiherra...Þannig sitja hvern samningsfund að jafnaði ekki fleiri en tíu manns." (Inni eða úti, 2009, bls.19)


Bjarni og Illugi, des. 2008

illugiBjarni BenediktssonÍ kjölfar umræðu dagsins um ESB er kannski ekki úr vegi að rifja upp grein sem Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson skrifuðu í Fréttablaðið þann 13.des í fyrra. Þar fjölluðu þeir um viðbrögð við kerfishruninu sem átti sér stað siðastliðið haust. Í greininni, sem bar yfirskriftina Endurreisn á nýjum grunni, fjölluðu þeir m.a. um Evrópumál. Í þeim hluta segir orðrétt:

,,Þær sérstöku aðstæður sem nú eru uppi kalla á að þjóðin öll taki í kjölfar aðildarviðræðna ákvörðun um þetta mikilvæga mál. Ræður þar úrslitum að halda ber á hagsmunum Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu með það að leiðarljósi að sem víðtækust sátt og samstaða takist um niðurstöðuna."

Einnig segir: ,,Verði það niðurstaða endurmats Sjálfstæðisflokksins að hagsmunum þjóðarinnar sé enn betur borgið utan ESB væri það engu síður mjög í samræmi við ríka lýðræðishefð í Sjálfstæðisflokknum að láta málið ganga til þjóðarinnar í kjölfar viðræðna, þar sem ítrustu hagsmuna hefur verið gætt. Varðstaða um auðlindir þjóðarinnar skiptir þar höfuðmáli." (Bloggari getur fyllilega tekið undir orð þeirra varðandi auðlindir þjóðarinnar).

Þetta skrifuðu Illugi og Bjarni áður en hinn síðarnefndi varð formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í lok mars s.l. Síðar varð útkoma landsfundar sjálfstæðismanna  ,,leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu."

Um er að ræða leið sem bloggara er ekki kunnugt um að nokkur önnur þjóð hafi farið eða notfært sér, þ.e.a.s að spyrja þjóðina fyrst hvort hún vilji aðildarviðræður og síðan spyrja um niðurstöðu aðildarviðræðna, ef svarið við fyrri atkvæðagreiðslunni hefði orðið já.

Öll grein Bjarna og Illluga: http://www.visir.is/article/2008246220732


Evrópuráðið fundar um fjölmiðlun í Reykjavík

ESBRáðherrafundur Evrópuráðsins (Council of Europe) um fjölmiðla og nýja miðla hófst í Reykjavík í dag. Alls munu 47 ráðherrar allr ríkja Evrópuráðsins taka þátt, ásamt fulltrúum hagsmunasamtaka. Menntamálaráðuneytið heldur fundinn í samvinnu við Evrópuráðið.

„Á fundinum er rætt hvernig fjölmiðlar hafa breyst með tilkomu nýrra miðla á borð við blogg, leitarvélar, samskiptavefi og netveitur. Sérstaklega er litið til áhrifa nýrra miðla á tjáningarfrelsi og persónuvernd. Á fundinum verða teknar ákvarðanir um stefnu Evrópuráðsins í málefnum fjölmiðla og nýmiðlunar til næstu fimm ára, en slíkar ákvarðanir hafa jafnan verið leiðbeinandi fyrir lagasetningu í Evrópuríkjum og víðar.

Sendinefndir frá öllum 47 ríkjum Evrópuráðsins og ýmsum hagsmunasamtökum sækja ráðherrafundinn og hliðarráðstefnur hans og er búist við um 300 erlendum gestum af þessu tilefni. Meðal þátttakenda í viðburðunum eru Philippe Boillat, stjórnandi Evrópuráðsins á sviði mannréttinda og lögfræði, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Dr. Karol Jakubowicz, sérfræðingur í fjölmiðlun og nýjum miðlum og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu,“ segir í tilkynningu.

Evrópuráðið-stuttar upplýsingar


Össur Skarphéðinsson: Sögulegur dagur

Össur SkarphéðinssonÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra mælti fyrir tillögu um aðildarumsókn að ESB á Alþingi fyrr í morgun. Hann sagði umsókn vera stórt mál sem krefðist þess að þjóðin tæki afstöðu. Allt þyrfti að vera uppi á borðinu, sagði Össur. Össur fór síðan yfir rökin með og á móti umsókn. Hann sagði m.a. að Ísland stæði á krossgötum og því bæri þjóðinni að koma að því hvert skal stefna. Össur kvaðst ver sannfærður um að hvorki landbúnaði né sjávarútvegi yrði stefnt í hættu við aðild að ESB. Hann telur að aðild renni sterkari stoðum undir íslenskt efnahagslíf og muni efla traust á Íslandi og efnahagskerfinu. Traustan gjaldmiðil, upptöku Evru,  telur Össur að muni efla erlenda fjárfestingu hérlendis.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks steig einnig í pontu og sagði m.a. að tillaga þessi ,,væri eingöngu um að taka upp Evruna." Lítið fór hinsvegar fyrir stefnu frá flokknum í Evrópumálum í ræðu Bjarna.

Fréttir um málið

MBL http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/28/haegt_ad_na_samstodu/

Visir http://visir.is/article/20090528/FRETTIR01/503938692

Eyjan http://eyjan.is/blog/2009/05/28/tvaer-esb-tillogur-raeddar-a-althingi-i-dag/

RÚV http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item271728/


Mótleikur Sjáfl og Framsóknar í ESB-málinu

Samkvæmt fréttum síðdegis og í kvöld munu Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, leggja fram þingsályktunartillögu í ESB-málinu, sem gengur út á að "vanda meðferð" málsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Bjarni BenediktssonÍ frétt á www.visir.is segir: ,,Það er ekki hægt að henda ákvörðun um að sækja um aðild að ESB inn í þingið núna í júní bara vegna þess að Samfylkingin vill það, segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni segir að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hyggist leggja fram þingsályktunartillögu um ESB. Bjarni segir að markmiðið með tillögunni sé að málin verði sett í farveg sem tryggi betri undirbúning á þeim ákvörðunum sem ríkisstjórnin fer fram á að verði tekin á kjörtímabilinu."

Og síðar segir: ,,Bjarni segir að þessi þingsályktun feli ekki í sér að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins taki afstöðu með aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Það er seinni tíma ákvörðun," segir Bjarni."

Bloggari veltir því fyrir sér hvenær og hvernig Sjálfstæðisflokkurinn getur tekið þessa ákvörðun, sérstaklega í ljósi niðurstöðu landsfundar, sem haldinn var í lok mars!

Einnig er athyglisvert að minna á í þessu sambandi frétt MBL af flokksþingi Framsóknarflokksins frá því í janúar, þar sem samþykkt var með miklum meirihluta að hefja aðildarviðræður við ESB. Þar segir m.a.: ,,Ályktun um að Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag."

Öll fréttin http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1392485  

Hvert stefnir Framsókn?


Reinfelt reiðubúinn fyrir umsókn Íslands að ESB

Fredrik ReinfeltFredrik Reinfelt, forsætisráðherra er reiðubúinn að taka við umsókn Íslands að ESB. Þetta sagði hann í viðtali við danska fjölmiðla í dag. Hann sagðist þurfa að ræða umsóknina við önnur ríki sambandsins áður en lengra væri haldið. MBL skrifar: ,,Komi umsókn þarf ég að ræða við nokkur af aðildarríkjunum áður en ég eða Evrópusambandið geta gengið til viðræðna um umsóknina."

Sem er ekki nema eðlilegt, enda vart hægt að ætlast til þess að Ísland fái inngöngu yfir nótt!

Svíar taka við formennsku í ESB þann 1. júlí og verða út 2009. Þá tekur Spánn við. Rætt hefur verið um að ESB finni til ,,stækkunarþreytu" en varla verður að teljast líklegt að það komi í veg fyrir eðlilega umfjöllun umsóknar Íslands, verði slík send inn. ESB hefur aldrei sagt NEI við umsóknarríki og ríkjum Evrópu er frjálst að sækja um. ESB setur skilyrði sem löndin þurfa síðan að uppfylla.

Ísland uppfyllir nú fjöldamörg skilyrði aðildar; við erum með um 75% regluverks ESB í gegnum EES, erum lýðræðisríki, virðum mannréttindi o.s.frv.

DR: www.dr.dk/Nyheder/Udland/2009/05/27/154058.htm

MBL: www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/27/myndi_fagna_esb_umsokn/

 

 


AMX fjallar um Andrés og Agnesi

Svargrein Andrésar Péturssonar í MBL s.l. mánudag við pistli Agnesar Bragadóttur í sama blaði deginum áður heldur áfram að vekja athygli og eftirköstin ekki síður. Hér á bloggi Evrópusamtakanna var sagt frá því í gær að frétt um þetta mál hefði verið mesta lesna fréttin á Eyjunni, með yfir 100 ummæli. Þetta sýnir að mati bloggara að: 1) Agnes vekur athygli, 2) grein Andrésar vakti ekki síður athygli og 3) Evrópuumræðan er á bullandi ferð! Sem er gott.

SmáfuglFréttavefurinn www.AMX.is,  sem er einskonar athvarf Nei-sinna á Íslandi gerði bloggfærsluna um fréttina á Eyjunni, að umtalsefni sínu. Það er gert undir liðnum, ,,Fuglahvísl" sem er svona það sem menn og konur eru að spjalla sín á milli. AMX birtir bloggfærsluna í heild sinni og fullyrðir að þar sé Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna að blogga um sjálfan sig! Svo er hinsvegar ekki, það er einhver allt annar sem skrifar þessi orð og sér því um blogg Evrópusamtakanna!

En AMX getur hinsvegar ekki látið tækifærið sér úr greipum renna og endurtekur aftur þá fullyrðingu að ESB ætli sér að sölsa undir sig fiskimið Íslands. Það er greinilegt að allt verður gert til þess að halda þessari goðsögn lifandi. Orðrétt segir í ,,fuglahvísli" AMX:

,,Smáfuglarnir verða hins vegar að játa, að þeir eru frekar á máli Agnesar en Andrésar, þegar hugað er að áformum ESB varðandi fiskimið og orkulindir. ESB stefnir örugglega að því að færa yfirráð þessara auðlinda undir hið miðstýrða alvitra vald í Brussel – vísbendingar um slíkt markmið ESB í framtíðinni skiptir meiru en dæmi úr fortíðinni, sem eru að verða að engu með nýrri stefnu ESB."

Athyglisvert er að huga að orðavali ,,smáfuglanna"; ,,áform ESB varðandi fiskimið og orkulindir." Hér er hreinlega verið að gefa í skyn að það sé hluti af einhverskonar áætlun að ESB taki yfir öll miðin í kringum landið! Ennfremur; ,,vísbendingar um slík markmið ESB...skiptir meiru en dæmi úr fortíðinni..."

Hvaða dæmi úr fortíðinni? Af hverju nefna ,,smáfuglarnir" ekki þessi dæmi máli sínu til stuðnings? Kannski vegna þess að þau eru ekki til! Bloggari vill beina því til ,,smáfulganna" hvort ekki sé kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann og játa það að ESB vinnur ekki með þessum hætti. 


Stoltenberg og öryggismál í H.Í.

Torvald StoltenbergFyrrverandi utanríkis/varnarmálaráðherra Norðmanna, hinn virti Thorvald Stoltenberg, mun flytja fyrirlestur um öryggismál á morgun í H.Í. Eftirfarandi texti er fenginn ,,að láni" á vefsíðu H.Í:

Miðvikudaginn 27. maí heldur Thorvald Stoltenberg, fyrrum utanríkis- og varnarmálaráðherra Noregs, fyrirlestur um skýrslu sína „Nordic Cooperation on Foreign and Security Policy“, sem kom út í febrúar sl. Í skýrslunni leggur Stoltenberg meðal annars til að Norðurlöndin axli sameiginlega ábyrgð á loftrýmisgæslu við Ísland. Þá mælir Stoltenberg fyrir nánara samstarfi Norðurlandanna, m.a. á sviði öryggis- og varnarmála, við friðaruppbyggingu og friðarumleitanir, öryggismál á Norðurslóðum, loftrýmis- og landhelgisgæslu, og með samvinnu í rekstri sendiráða. Að loknu erindi Stoltenberg munu Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Alyson Bailes, gestakennari við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, deila sinni sýn á efni skýrslunnar.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn öllum. Fundarstjóri er Bogi Ágústsson, fréttamaður.

Bloggari vonar að sem flestir áhugamenn um öryggismál að láti sjá sig.


Mest lesna fréttin á Eyjunni í gær

andrés-agnesFréttin um grein Andrésar Péturssonar í MBL, siðastliðinn mánudag, þar sem hann svarar pistli Agnesar Bragadóttur frá því á síðasta sunnudag, vakti mikil viðbrögð og var mest lesna frétt Eyjunnar í gær, með yfir 100 ummæli! Í pistli sínum sagði Agnes m.a. að Íslendingar þyrftu að fórna fiskimiðunum, fallvötnunum og jarðvarmanum fyrir aðild að ESB. Þessu mótmælti Andrés harðlega í grein sinni, enda færði Agnes ekki rök fyrir máli sínu eða nefndi dæmi til stuðnings.

Grein Andrésar er að finna á www.evropa.is og frétt eyjunnar er að finna hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband