Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
17.7.2009 | 15:37
Umsókn þegar verið afhent
Helstu fjölmiðlar hafa greint frá því að ríkisstjórn Íslands hefur þegar lagt inn umsókn Íslands að Evrópusambandinu, ESB.
Á www.visir.is segir: ,,Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, gekk í dag á fund ráðuneytisstjóra sænska utanríkisráðuneytisins og afhenti umsókn Íslands. Á sama tíma kynnti Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu, umsóknina fyrir framkvæmdastjórn sambandsins."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2009 | 11:41
Jón Sigurðsson á www.pressan.is
Jón Sigurðsson skrifar yfirvegaða og málefnalega grein á pressan.is í dag um þessa samþykkt ESB-tillögunnar, undir yfirskriftinni ,,Áhrifamikil stefnuyfirlýsing Íslendinga". Þar segir Jón meðal annars:
,,Samþykkt Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er sögulegur atburður og mikilvægur áfangi í sögu þjóðarinnar. Samþykktin er í mörgum skilningi áhrifamikil stefnuyfirlýsing Íslendinga. Þessi samþykkt ber með sér framtíðarsýn sem getur haft mótandi áhrif á flesta þætti þjóðmálanna og þjóðlífsins. Með þessu ákveða Íslendingar að stefna að opnu samfélagi, að þátttöku og samvinnu við aðra, en hverfa markvisst frá einangrunarstefnu og afturhaldi. Þessi stefnumótun markar öll svið samfélags-, efnahags- og menningarmála.
Með þessari samþykkt er mótuð stefna fyrir þá endurreisn fjármála- og bankakerfis sem fyrir dyrum stendur á Íslandi. Þeirri skoðun er hafnað að stefna eigi í átt að gamla lokaða og ríkisrekna krónukerfinu, millifærslu- og sjóðabákninu sem einkenndi Ísland áður fyrr. Sannleikurinn er sá að við gátum ekki beðið deginum lengur eftir þessari stefnuákvörðun. Við urðum einmitt núna að taka stefnuna í þessum mikilvæga málaflokki.
Samþykkt Alþingis er metnaðarfull og sýnir að Íslendingar stefna fram á leiðina undir fullum seglum. Þessi samþykkt vekur góðar vonir og bjartsýni. Hún sýnir að Íslendingar hafa ekki kiknað undir erfiðleikunum og horfið inn í sjálfa sig. Þjóðin hefur burði og metnað til að sækja í sig veðrið."
Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér
17.7.2009 | 09:41
Leiðarar MBL og FRBL
Bæði MBL og FRBL skrifa um ESB-málið í leiðurum sínum í dag.
Í Morgunblaðinu segir m.a.: ,,Ísland á heima í Evrópusambandinu. Vitaskuld eru bæði kostir og gallar við aðild. Taka ber mark á áhyggjum í sjávarútvegi og lykilatriði að gæta þeirra hagsmuna í samningunum. Mikið hefur verið talað um að íslenskum landbúnaði stafi ógn af Evrópusambandinu, en það er flóknara mál og misjafnt eftir landbúnaðargreinum hver niðurstaðan yrði. Aðildin snýst hins vegar ekki bara um sérhagsmuni, heldur einkum hagsmuni almennings. Færa má margvísleg rök að því að aðild að Evrópusambandinu myndi bæta hag neytenda."
Sjá: http://morgunbladid.blog.is/blog/morgunbladid/entry/915780/
Í Fréttablaðið ritar Jón Kaldal leiðara og segir m.a.: ,,Það er athyglisvert að velta fyrir sér viðbrögðum þriggja hagsmunasamtaka við þeirri ákvörðun að sækja skuli um aðild að Evrópusambandinu. Bændasamtökin og Landssamband íslenskra útvegsmanna harma þessa niðurstöðu Alþingis á sama tíma og Alþýðusambandið fagnar henni eindregið.
Þetta kemur á engan hátt á óvart. Afstaða þessara þriggja samtaka hefur legið fyrir um langa hríð. Það er hins vegar eitthvað sérstaklega táknrænt við að hagsmunagæslusamtök atvinnurekenda gamla Íslands, bænda og útgerðarmanna, berjist gegn framgangi máls sem er stutt af samtökum kenndum við alþýðuna."
Sjá:http://visir.is/article/20090717/SKODANIR04/854887296/-1
17.7.2009 | 09:06
Sterk staða Íslands segir Carl Hamilton

17.7.2009 | 08:51
Ragnar og Þorsteinn í Kastljósi
Ragnar Arnalds, frá Heimssýn og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, mættust í Kastljósinu í gærkvöldi og ræddu þar m.a. atburði gærdagsins. Ragnari staldraði mjög mikið við þá skoðun sína að Íslendingar ,,þyrftu nú að notast við krónuna," og að það tæki allt upp í 20 ár að fá Evruna. Það verður hinsvegar að benda á þá staðreynd að það tók Finna fimm ár að taka upp Evru og Slóvenar, sem gengu í ESB 2004, hafa nú þegar tekið hana upp. Einnig fimm ár. Tímarammmi Ragnars verður því að teljast furðulegur. Ein leið er líka að tengja íslensku krónuna við gengi Evrunnar, líkt og Danir gera. Það væri mögulegur millileikur í stöðunni.
Að mati bloggara er það hinsvegar verkefni næstu ára að stuðla að efnahagsstefnu sem almennt miðar að því að stuðla að stöðugleika og aðgerðum sem miða að því að hér verði við lýði nothæfur gjaldmiðill fyrir fjölskyldur og atvinnulíf. Þetta benti Þorsteinn Pálsson m.a. réttilega á. Annars einkenndist viðtalið af sjónarmiðum óbreytts ástands(RA) og sjónarmiðum nýrrar hugsunar og nauðsynlegra breytinga (ÞP).
Hér má sjá spjall Ragnars og Þorsteins: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4473199/2009/07/16/0/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2009 | 08:37
Skynsemin réði

17.7.2009 | 08:28
Viðbrögð við viðbrögðum
Athyglisvert er að ,,skima" yfir viðbrögð manna við aðildarmálinu í blöðunum. Það sem bloggara finnst athyglisverðast er að sjálfsögðu viðbrögð forystumanns Bændasamtakanna, Haraldar Benediktssonar, sem segir að ,,...Nú hilli undir endalok þess búskapar sem er í dag." Hann segir ennfremur að ,,laun bænda muni hverfa" og notar orðið ,,ólíft" yfir sveitir landsins og telur að býlum muni fækka verulega.
Bloggari veltir því þessvegna fyrir sér hvort almenningur hérlendis þurfi að hafa áhyggjur af svokölluðu fæðuöryggi, sem bændur tala svo mikið um? Eða er hægt að snúa þessu við og líta á tímann framundan sem undirbúningstíma fyrir samtök bænda, til að gera íslenskan landbúnað enn betri, vistvænni, hagkvæmari og sterkari?
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að nú verði auðlindum landsins fórnað og á RÚV.is segir orðrétt: ,,Hann hefur trú á því að viðræðurnar sigli í strand á fyrsta degi."
Bloggari leyfir sér að draga þessi orð stórlega í efa og varpa upp þeirri spurningu hvort með væntanlegri aðild geti Ísland skipað sér fremst í flokk útvegsþjóða innan ESB? Sú þekking og kunnátta sem fyrirfinnst hér á landi í sjávarútvegsmálum er einstök. Gætum við miðlað þessari þekkingu á jákvæðan hátt innan ESB og sem ESB-land, ef við gerumst aðilar? Hefur Friðrik velt þessu fyrir sér?
Viðbrögð annarra aðila eru m.a. þessi: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA telur þetta efla traust á Íslandi og að við séum að ,,fara í rétta átt." Samtök Iðnaðarins fagna niðurstöðunni og telja að við ,,munum rísa upp úr öskustónni." Jón Steindór Valdimarsson, frkvstj. SI segir ákvörðunina ,,langþráð skref í átt að stöðugleika þar sem gjaldmiðillinn spili stórt hlutverk." ASÍ fagnar þessari niðurstöðu og ,,að þetta mál verði leitt til lykta," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 23:06
Jonas Gahr Støre vill meta áhrif á Noreg
Samþykkt Alþingis í dag um að leggja inn umsókn um aðild að ESB er þegar farin að hafa áhrif í Noregi. Á vef NRK, norska ríkisútvarpsins er haft eftir Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra að Norðmenn verði nú að setja í gang vinnu við að meta áhrif mögulegrar aðildar Íslands að ESB á Noreg. Í því sambandi talar hann um að meta áhrifin á EES-samninginn. Hann telur einnig eðlilegt að endurmeta EES eftir 15 ára notkun.
Fréttina í heild sinni má lesa hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 20:51
Eiríkur í The Guardian
Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, ritar grein í gæðablaðið Guardian um ESB-málið á vef blaðsins, þar sem hann rekur m.a. aðdraganda ESB-málsins. Lesið hér:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 17:37
Viðbrögð Samtaka Iðnaðarins
Viðbrögð Samtaka Iðnaðarins er að finna á vefsíðu þeirra, www.si.is
,,Alþingi hefur samþykkt að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þar með eru orðin kaflaskil í Evrópumálum. Samtök iðnaðarins hafa lengi haft þá stefnu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu. Sú stefna var mótuð löngu áður en núverandi efnahagserfiðleikar komu til og mótast því ekki af þeim.
Í hönd fara samningaviðræður þar sem mikilvægt er að halda vel á heildarhagsmunum þjóðarinnar. Samtök iðnaðarins munu hér eftir sem hingað til leggja sig fram um að halda fram hagsmunum iðnaðarins í þessu máli. Mikilvægt er að halda öllum hagsmunum til haga og leggja þá á vogarskálarnar þegar gengið er frá samningi og hann að lokum lagður í dóm þjóðarinnar.
Samtök iðnaðarins bjóða fram krafta sína í því mikilvæga ferli sem fram undan er og treysta því að vera höfð með í ráðum á öllum stigum málsins frá upphafi til enda."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir