Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Landráðmenn og svikarar

Guðmundur GunnarssonGuðmundur Gunnarsson skrifar öflugan pistil um Evrópumál á Eyjuna undir yfirskrfitinni Landráðamenn og svikarar: Hann segir meðal annars: ,,Mér er fullkomlega fyrirmunað að skilja þann málflutning að Þorgerður Katrín og Ragnheiður hafi svikið málstað síns flokks. Það hefur legið fyrir að meirihluti sjálfstæðismanna er fylgjandi þeirri skoðun að látið verði reyna á hvað standi íslendingum til boða í samningum við ESB og það borið undir þjóðina. Margir áberandi sjálfstæðismenn, sérstaklega úr atvinnulífinu, eru eindregið þeirrar skoðunar að kanna eigi möguleika Íslands á þessum vettvangi."

Lesið meira hér


Jaðarflokkur á móti aðild Íslands!

Angela MerkelFram hefur komið í fréttum að einn stjórnmálaflokka Þýskalands, CSU, er á móti aðild Íslands að ESB. Reyna íslenskir NEI-sinnar að gera sér mat úr þessu, sjá t.d. vef Heimssýnar.

En hver er þessi flokkur? Jú, um er að ræða minnsta flokk Þýskalands, sem á fulltrúa á Bundestag, þýska þinginu. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn aðeins 7.4% atkvæða og verður því að teljast algjör jaðarflokkur. Þetta er kristilegur flokkur og er staðsettur hægra megin við miðju. Mestan stuðning fær flokkurinn í Bæjaralandi (Bayern).

Nokkuð hefur verið gert úr þeirri staðreynd að flokkurinn hefur verið í kosningabandaagi við flokk Angelu Merkel, kanslara, CDU (mynd).  Hún er þó talin hafa allt aðrar skoðanir á Evrópumálum, en formaður CSU, Horst Seehofer. Utanríkisráðherra Þýsklands telur t.d. að Merkel styðji umsókn Íslands (sjá eldri færslu).

En ljóst er að hér er ekki um ,,þungavigtarflokk" í þýskum stjórnmálum að ræða.


Lettar fagna umsókn Íslands

Frá RigaLettar fagna umsókn Íslands að ESB. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti landsins og ráðherranum Maris Riekstins. Lettar bjóða Íslandi aðstoð sína við aðildarsamninga. Sjá fréttatilkynningu hér

Lettar hlutu sjálfstæði 1991, eftir innlimun og áratuga kúgun Sovétríkjanna. Ísland var fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Lettlands.

Sjá einnig á MBL.is og Pressan.is

 


N.Y.Times: Aðildarumsókn skynsamleg

Grein í viðskiptablaði N.Y.Times í dag hefst svona á frummálinu: 

NYT,,Iceland is finally heading in the right direction. Its Parliament has decided 33 to 28 to open talks on accession to the European Union. That makes sense."

Ísland stefnir loksins í rétta átt. Þing landsins ákvað með 33 atkvæðum gegn 28 að hefja aðildarviðræður við ESB. Það er skynsamlegt."

Orð þessi er aðeins hægt að túlka á einni veg: Aðildarumsókn sendir skilaboð um að íslensk stjórnvöld séu að kljást við vandann með skynsamlegum hætti. Það hlýtur að efla traust hjá alþjóðasamfélaginu.

Þá segir einnig að Evran hefði hjálpað okkur verulega í þeirri holskeflu sem gekk yfir haustið 2008.

Öll greinin er hér 

 


Steimeier styður inngöngu Íslands

Eyjan birti þessa frétt fyrr í dag:

Frank W. Steinmeier,,Utanríkisráðherra Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, styður inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hann kvaðst hafa greint forsætisráðherra Íslands frá þessari afstöðu sinni á fundi þeirra í Brussel fyrir stuttu síðan. Steinmeier segist sannfærður um að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sé sama sinnis.

Steinmeier lét ummælin falla í viðtali á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF í dag. Horfa má á viðtalið í heild hér.

Steinmeier sagði að allir viðurkenndu að Íslandi væru mun þróaðra ríki en önnur sem sótt hefðu um inngöngu í Evrópusambandið.

Eins og fram kom á Eyjunni í gær hafa áhrifamenn í Kristilega flokknum í Bæjaralandi látið í ljósi andstöðu við aðild Íslands að Evrópusambandinu."


"Pakkaður" Sprengisandur

Þáttur Sigurjóns M. Egilsson, Sprengisandur, fjallaði nánast allur í dag um ESB-málið. Fyrir þá sem ekki hlustuðu, er hægt að nálgast upptökur á þessari slóð: http://bylgjan.is/?PageID=2666

Meðal gesta voru Þorgerður Katrín, Andrés Pétursson, Ragnar Arnalds og fleiri.


Facebook-ESB

Stofnaður hefur verið hópur á Facebook sem kallast Ísland í ESB. Það er áhugafólk um Evrópumál sem stendar að baki hópnum. Sjá nánar á http://www.facebook.com/group.php?gid=14387012487

Leiðtogi norskra hægrimanna vill þjóðaratkvæðagreiðslu

Á vefnum amx.is er skýrt frá eftirfarandi:

Erna Solberg"Erna Solberg, leiðtogi Hægri flokksins í Noregi, opnar á þann möguleika að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi um nýja aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Hingað til hafa norskir ESB-sinnar hafnað tillögum að að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu til að kanna hug þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu, að því er Bergens Tidende skrifa og E24 vitnar til. Nú segir Solberg hins vegar að hún leggist ekki gegn slíku, þar sem það gæti komið Evrópuumræðunni af stað á nýjan leik í Noregi.

„Ég sé ýmsar ástæður til að taka málið upp að nýju enda eru 15 ár liðin frá því að við sóttum um aðild síðast. Þar ríður ekki síst á að komast að því hvaða áhrif aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur á EES-samninginn í Noregi,“ segir Solberg.

Flokksformaðurinn er þess fullviss að ný ESB- barátta verður þinguð fram fyrir næstu kosningar til norska Stórþingsins."

Sjá http://e24.no/makro-og-politikk/article3174788.ece

Greinilegt er að ESB-málið er búið að hrista upp í Norðmönnum og að umræðan þar er kominn á fullt aftur.


Verður Heimssýn að stjórnmálahreyfingu?

Eftirfarandi birtist á www.bylgjan.is í gær:

"Verkefnið er núna að fella ríkisstjórnina..", var á meðal þess sem Páll Vilhjálmsson blaðamaður og stjórnarmaður í Heimsýn sagði í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni síðdegis í dag.  Páll segir að samtökin séu verulega ósátt. Andrés Pétursson (formaður Evrópusamtakann, innsk. bloggari) var  á hinni línunni og þeir félagar tókust á um þetta umdeilda mál (ESB-málið, innsk.) og skutu föstum skotum hver á annan um fjármögnun samtakanna Heimsýn og Evrópusamtökin.  Upptökur af viðtalinu má finna hér. 

Í framhaldi af þessu má velta fyrir sér hvort Heimssýnarmenn séu búnir að ákveða að breyta þessari Nei-hreyfingu Íslands í stjórnmálaafl? Á vef þeirra sjálfra stendur: Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Áhugavert verður að fylgjast með framhaldinu...


Króatía vs. Ísland?

Netútgáfa MBL birtir áhugaverða frétt um möguleikann á því að Króatía og Ísland ,,keppi" um aðild að ESB. En kapp er best með forsjá. Fréttin er hér

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband