Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
16.7.2009 | 17:21
Barroso fagnar ákvörðun Alþingis
Eyjan birti eftirfarandi:
Í yfirlýsingu frá Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB segir að ákvörðun Alþingis sé til marks um lífsþrótt Evrópusambandsins og þá von sem menn beri í brjósti til Evrópu.
Ísland er Evrópuland með langar, djúpar lýðræðisrætur. Nú er það íslensku ríkisstjórnarinnar að fylgja þessu eftir með því að sækja formlega um til forysturíkisins, segir ennfremur í yfirlýsingunni.
16.7.2009 | 15:55
Viðbrögð og umfjallanir erlendis
Strax að lokinni atkvæðagreiðslu Alþingis um ESB-málið birtust fréttir í erlendum vefmiðlum um niðurstöðuna. Allir helstu fjölmiðlar Norðurlanda hafa birt fréttir um málið, BBC og fleiri. Norska Dagbladet er með stríðsfyrirsögn: http://www.dagbladet.no/2009/07/16/nyheter/utenriks/island/7228918/
Aftenposten skrifar að nú verði að endurmeta EES-samninginn: http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article3172038.ece og því er bætt við að þetta muni væntanlega hleypa af stað nýrri ESB-umræðu þar í landi.
Allir helstu miðlar í Svíþjóð og Danmörku fjalla um málið.
T.d.: http://jp.dk/udland/article1756455.ece og http://www.svd.se/nyheter/utrikes/artikel_3213093.svd
Á heimasíðu sinni segir Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar (sem gegnir formennsku í ESB) að hann hafi fengið upphringingu um niðurstöðuna. ,,Að sjálfsögðu fögnum við þessari niðurstöðu og að sjálfsögðu verður séð til þess að umsóknin fái rétta meðferð," segir hann á bloggi sínu. Fredrik Reinfelt, forsætisráðherra Svía fagnar einnig niðurstöðunni.
Þá fjalla Financial Times og Der Spiegel einnig um málið:
http://www.ft.com/cms/s/0/69e7e5e4-721e-11de-ba94-00144feabdc0.html?nclick_check=1
http://www.spiegel.de/politik/ausland/0,1518,636587,00.html
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.7.2009 | 14:12
TIL HAMINGJU ÍSLAND!
Skynsemin vann! Alþingi samþykkti með 33 atkvæðum gegn 28 (2 sátu hjá) að sækja um aðild að ESB og þar með hefja aðildarviðræður. Þessi niðurstaða er án efa ein sú mikilvægasta sem um getur í sögu Íslands.
Evrópusamtökin óska öllum Íslendingum til hamingju með þessa niðurstöðu, en þó sérstaklega öllum Evrópusinnum. Málið snýst um framtíðarhagsmuni, framtíðarstöðu, framtíðarafkomu íslensku þjóðarinnar.
Framundan eru aðildarviðræður, þar sem tryggja þarf hagsmuni Íslands. Niðurstöður þeirra verða lagðar í dóm þjóðarinnar.
MBL.is birti þetta yfirlit:
Já sögðu:
Samfylkingin
Jóhanna Sigurðardóttir, Helgi Hjörvar, Valgerður Bjarnadóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Skúli Helgason, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Magnús Orri Schram, Björgvin G. Sigurðsson, Oddný Guðbjörg Harðardóttir, Róbert Marshall, Kristján Möller, Guðbjartur Hannesson, Ólína Þorvarðardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir.
Vinstri græn
Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Ögmundur Jónasson, Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Gunnarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir.
Sjálfstæðisflokkur
Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Framsóknarflokkur
Siv Friðleifsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson
Borgarahreyfingin
Þráinn Bertelsson.
Nei sögðu:
Sjálfstæðisflokkur
Illugi Gunnarsson, Pétur H. Blöndal, Ólöf Nordal, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Árni Johnsen, Unnur Brá Konráðsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Tryggvi Þór Herbertsson, Ásbjörn Óttarsson, Einar K. Guðfinnsson og Guðlaugur Þór Þórðarson.
Vinstri græn
Atli Gíslason, Þuríður Backman, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ásmundur Daði Einarsson, Jón Bjarnason.
Framsóknarflokkur
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Vigdís Hauksdóttir, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Sigurður Ingi Jóhannsson.
Borgarahreyfingin
Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir. Þess skal getið að Margrét sat hjá þegar greidd voru atkvæði um breytingartillögu meirihluta utanríkismálanefndar.
Sátu hjá:
Sjálfstæðisflokkur
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Vinstri græn
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2009 | 10:42
Reynsla Svía í Speglinum
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur og stjórnarmaður Evrópusamtakanna, var gestur Spegilsins í gærkvöldi og ræddi þar m.a. reynslu Svía af ESB. Svíþjóð tók við formennsku í ESB þann fyrsta júlí og gegnir henni út árið. Heyra má viðtalið við Gunnar á eftirfarandi krækju:
http://dagskra.ruv.is/ras1/4463036/2009/07/15/2/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 10:12
Ögurstund í sögu lýðveldisins
Í dag, á hádegi, mun Alþingi kjósa um hvort ganga eigi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið,ESB. Sjaldan hefur Alþingi fjallað um jafn mikilvægt mál og því ekki að furða að tilfinningar fólks, bæði innan og utan þings, séu miklar. Það er þó sérkennilegt að fylgjast með andstæðingum aðildarviðræðna flykkjast um tillögu um svokallaða tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu þótt ljóst sé að stór hluti þessa fólk er algjörlega á móti aðildarviðræðum.
Svo hljóta menn að setja spurningamerki við upphlaupið varðandi þessa svokölluðu landbúnaðarskýrslu í gær. Ekki er víst að andstæðingar aðildar séu sérlega ánægðir með birtingu skýrslunnar því það var í sjálfu sér lítið nýtt sem kom þar fram.
Þó var hnykkt á því að þessar hefðbundnu greinar eins og sauðfjárrækt og mjólkuriðnaður myndu að öllum líkindum koma ágætlega út úr inngöngu í ESB ef við fengjum sambærilegan samning og Finnar. Einnig kom fram að verð til neytenda (þ.e. mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar!) myndi lækka töluvert og þar með myndu lífskjörin batna!
Hér má lesa skýrsluna í heild sinni.
Umræðan um íslenskan landbúnað varð Magnúsi Geir Eyjólfssyni bloggara á Pressunni og doktorsnema í stjórnmálafræði umhugsunarefni og skrifaði hann ágæta grein þar í gær. Magnús segir meðal annars: ,,En aftur að umfjöllunarefninu sem er landbúnaður. Enn sem komið er hafa Bændasamtökin ekki komið fram með sannfærandi rök af hverju landbúnaður ætti að leggjast af ef Ísland gengur í ESB. Geta þau bent á fordæmi? Nei, þvert á móti hefur landbúnaður í nágrannalöndunum eflst. Blekkingaleikur samtakanna um finnsku leiðina er kómískur, en annar Framsóknarmaður hefur þegar svarað því á sannfærandi hátt.
Ég myndi kannski kaupa rök samtakanna ef landbúnaður hér á landi stæði í fullum blóma. Er það svo? Ekki samkvæmt samtökunum sjálfum sem segja horfur í íslenskum landbúnaði mjög slæmar. Þrátt fyrir það kerfi sem samtökin standa svo mikinn vörð um. Raunar er það þannig að flest það jákvæða sem gerst hefur í íslenskum landbúnaði hefur gerst þrátt fyrir kerfið, en ekki vegna þess. Það er í gegnum einkaframtak bændanna sjálfra. Ég nefni kornrækt, ferðaþjónustu, beint frá býli svo eitthvað sé nefnt.
Og að halda því fram að landbúnaður leggist af innan ESB er hreint og beint súrrealískt. Halda þessir menn virkilega að bændur hætti bara að rækta landið? Eru samtökin að segja að skjólstæðingar séu duglausar liðleskjur?"
Hægt er að lesa alla greinina á http://www.pressan.is/pressupennar/LesaMagnusGeir/eigum-vid-ad-raeda-landbunad
Evrópusamtökin hvetja alla til að mæta á þingpalla kl. 12.00 í dag og sjá þingmenn kjósa um þetta mikilvæga mál. Þar sem rými er takmarkað hvetjum við fólk til að mæta snemma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 00:22
Tengill inn á ESB hjá Alþingi
Vert er að benda áhugasömum á þessa vefsíðu hjá Alþingi, en á henni er að finna efni sem tengist ESB-málinu, m.a. nefndarálit Utanríkismálanefndar ofl:
http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=137&mnr=38
15.7.2009 | 11:57
Dómsdagur nú?
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslandsritar grein í MBL í dag undir fyrirsögninni ,,Endalok nútímalandbúnaðar á Íslandi?" Þar segir hann m.a. að nú sé verið að ,,véla" um sjálfstæði Íslands og það um hábjargræðistímann! Hann segir stjórnarmeirihlutann vilja leggja út í ,,hættulega vegferð" (með því að fara út í samningaviðræður við ESB). Þá segir hann það vera mikilvægan dag fyrir bændur þegar ,,ákveðið verður að sækja um aðild að ESB..." Í lok greinarinnar segir Haraldur orðrétt: ,,Þau sem styðja aðildarumsókn eru að senda bændum skilaboð um að huga sem minnst að framtíðaruppbyggingu búa sinna. Undirbúa undanhaldið. Skilaboð þeirra eru að það dregur hratt að endalokum nútímalandbúnaðar á Íslandi. Því ekki sækjum við um til að hafna síðan aðild?"
Fyrst vill bloggari benda á að Norðmenn hafa gert slíkt í tvígang. Ekki verður farið nánar út í það hér.
En, getur aðild Íslands þýtt einmitt hið gagnstæða fyrir íslenska bændur? Að hér geti byggst upp enn skilvirkari, nútímalegri og afkastameiri landbúnaður en ella? Að með aðild fylgi t.d. tækifæri til nýsköpunar og tilkomu enn umhverfisvænni landbúnaðar í takt við kröfur nútíma neytenda? Sem er stefnan í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð.
Bændasamtökin tala mun minna um sænskan landbúnað en finnskan, enda klaga sænskir bændur ekki undan ESB og hafa nýtt sér tækifæri til að nútímavæða enn frekar landbúnað sinn. Samkvæmt nýjustu fréttum streyma sænskar konur inn í landbúnaðinn, það er ,,inni" að vera bóndi í Svíþjóð. Sænskir bændur eru stoltir af störfum sínum.
Bloggari telur að þetta snúist í raun um að horfa framhjá tækifærum sem í aðild gætu falist, en ekki að hér sé um að ræða einhvern ,,Dómsdag nú," fyrir íslenskan landbúnað.
Að lokum má benda á að samtök bænda segja alfarið NEI við aðildarviðræðum. Er það lýðræðisleg afstaða?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.7.2009 | 22:52
Nýr forseti Evrópuþingsins
Jerzy Buzek, fyrrverandi forsætisráðherra Póllands er nýkjörinn forseti Evrópuþingsins. Hann fékk 555 atkvæði af 736 í fyrstu umferð kosninganna. Buzek er fyrsti fulltrúi fyrrverandi kommúnistaríkjanna sem kjörinn er til þessa embættis. Jerzy Buzek er 69 ára gamall íhaldsmaður, en miðhægrimenn eru fjölmennasti hópurinn á Evrópuþinginu. Buzek hefur átt sæti í þinginu frá árinu 2004.
14.7.2009 | 22:37
Einhver Svíi?

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2009 | 22:22
Að spara aurinn en kasta krónunni?
Talsvert hefur borið á í ESB-umræðunni að menn velti fyrir sér kostnaðinum við aðild. Gjarnan eru það þeir sem eru á móti aðild sem velta uppi þessari hlið málsins. Sjá t.d. hér
Ekki það að kostnaðurinn skipti ekki máli. En það fer hinsvegar minna fyrir vangaveltum um það sem Ísland gæti "grætt". Það er reynsla nær allra ríkja sem gerast aðili að verslun og viðskipti aukast. Þá er það er mikið undir löndum sambandsins hvernig þeim tekst að nýta sér aðild. Nýlega birturst t.d. fréttir um miklar opinberar framkvæmdir í Póllandi, sem fjármagnaðar eru með aðstoð ESB.
Um er að ræða stórar framkvæmdir á sviði vega og samgöngumála. Meðal annars hefur sænska verktakafyrirtækið Skanska fengið þar samninga. Fyrirtækið hefur einnig nýlega gert stóran samning í Tékklandi á sama sviði.
Hér á Íslandi má margt betur fara í samgöngumálum, væri þetta t.d. svið sem við gætum ,,grætt" á því að vera í ESB? Aukið umferðaröryggi fækkar slysum, betri samgöngur spara tíma og fyrirhöfn, um það eru allir sammála.
Gildir í þessari umræðu; ,,spörum aurinn, en köstum krónunni?"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir